Wednesday 26 August 2009

Ritgerðin búin og Ísland á morgun

Ég skilaði inn lokaritgerðinni minni í gær uppi í skóla og kvaddi fólkið á skrifstofunni og fleiri...skrítið að hugsa til þess að þetta magnaða ár sé yfirstaðið!

Í tilefni gærdagsins fórum við nokkur í bekknum út á lífið, fengum okkur kokteila og dönsuðum svo fram eftir nóttu á skemmtistað í miðbæ Glasgow...á þriðjudagskvöldi!!! Jább...hérna eru þónokkrir skemmtistaðirnir opnir öll kvöld...nema þá kannski sunnudaga og mánudaga...

Við skemmtum okkur alveg endalaust vel...

***

Í morgun var svo vaknað til að kíka í dagsferð til smábæjar í hálftíma lestarferð út fyrir Glasgow...löbbuðum eftir fallegu vatni, í skóginum, fengum okkur góðan hádegismat og spjölluðum endalaust mikið um allt sem hefur gengið á þetta ár sem við erum búin að vera hérna

***

Var rétt í þessu að klára að pakka í töksurnar mínar....mun allavega ekki þurfa að borga 50þúsund í yfirvigt aftur...held ég sé bara með u.þ.b. 6-7 kíló í yfirvigt....fyrir utan handfarangurinn sem er nú verulega yfir hámarksþyngd en ég ætla bara að vona að ég lendi ekki í því að þau vigti hann...sjáum hvernig það fer :)

***

Flug í fyrramálið til Íslands....fallega Ísland....aaaahhhhh...það verður svo gott að koma HEIM :)

Tuesday 18 August 2009

Vika í skil...doomsday!

7 dagar...!
***
Er að vinna í að skera niður orðafjöldann í ritgerðinni minni...svona ca. 2.000 orð sem ég þarf að cut-a...markmiðið að klára það á morgun...þá er ritgerðin basically búin! Frekar skrítið að hugsa til þess....en maður nýtir nú síðustu dagana fyrir skil í smávægilegar breytingar og "fegrunaraðgerðir" á ritgerðinni :)
***
Ég er byrjuð að pakka á fullu niður í töskur. Held ég komi heim bara nokkuð save...svona yfirvigtarlega séð! Það verða fullt af gömlum, slitnum og tjásulegum ofnotuðum fötum og skóm skilin eftir í Glasgow! Þetta er tækifærið til að taka til í "fataskápnum" sínum...þá hefur maður allavega afsökun til að kaupa sér einhver falleg föt í haust þegar vetrarfötin fara að streyma inn í búðirnar...ohhh það er alveg uppáhaldsstíllinn mín...vetrartískan :)
***

Friday 14 August 2009

Afmæli Afmæli...

Afmælisbarn dagsins hefur það bara fínt...ég er búin að fá fullt af afmæliskveðjum í dag...þykir alveg ótrúlega vænt um það :) Fyrripartur dagsins mun fara í lærdóm en seinniparturinn í afmælisfögnuð :)
***
Annar sit ég hérna inni í rignunni og skrifa abstract kaflann í ritgerðinni minn...þetta er allt að koma...go go go...vá hvað ég er ánægð að þetta er allt að skríða saman. Ég er búin að senda leiðbeinandanum mínum uppkast af allri ritgerðinni minni sem hann er að lesa yfir og gefur mér svo feedback í næstu viku. Hann hefur nú séð mest af því sem ég hef skrifað áður þannig að það ætti nú ekki að vera mikið þarna sem kemur honum á óvart eða þarfnast mikilla breytinga :)
***
Klukkan fimm ætlum við öll í náminu að hittast...þetta verður líklega síðasti hittingurinn okkar áður en allir fara heim til síns lands...svo komast auðvitað ekki allir í útskriftina í nóvember enda frekar dýrt fyrir marga að fljúgja frá Asíu til Skotlands....frekar skrítið að hugsa til þess að kveðja alla á eftir....þannig að þetta verður bitter-sweet hittingur!

Tuesday 11 August 2009

Tvær vikur í skil...

Hitti leiðbeinandann minn í morgun og hann náði að róa mig aðeins....var orðin eitthvað stressuð því allir í kringum mig eru stressaðir og mér fannst bara eins og ég þyrfti að vera stressuð líka!!! Frekar skrítið hvað hópurinn hefur mikil áhrif á mann...en ég held barasta að ég sé í góðum málum þannig að ég get alveg farið að anda léttar :)
***
Er að fara á eftir með Brittu og Corinne út að borða á Cafe Gandolfi...hef aldrei farið þangað en hef heyrt góðar sögur...vona að staðurinn standist undir væntingum...ætla að fá mér einn öllara eða hvítvínsglas með matnum til að slaka aðeins á taugunum....hahaha ;)
***
Annars eru bara tvær vikur í skil á ritgerðinni...frekar óraunverulegt eitthvað!!! Þetta heila ár bara að verða búið og búið að líða eins og elding! Alveg merkilegt hvað tíminn líður. Það verður samt gott að komast heim í "eðlilegu" rútínuna, hitta alla aftur, fjölskylduna, vinina og ég tala nú ekki um hvað ég hlakka til að byrja að vinna og takast á við ný verkefni...bara spennandi :)
***
Annars erum við Britta að keppast við að klára allan matinn sem við eigum, allt pastað, spagetti-ið, hrísgrjónin, kartöflurnar, sósurnar, kryddin, niðursoðnu vörurnar og krukkurnar, frosna matinn í frystinum og ég veit ekki...maður verður að reyna að nýta þetta víst þetta er til! Þannig að það eru alltaf miklar pælingar á hverjum degi hvað við eigum að elda í kvöldmatinn...það þarf auðvitað að innihalda eitthvað af því sem við eigum í skápunum þó svo ferskvara sé ennþá keypt ;)
***
Tók mig til áðan og pakkaði einhverju dóti saman ofan í kassa og ætla að senda heim til Íslands. Ég ætla ekki að lenda í því aftur að borga 50þúsund krónur í yfirvigt....reyndar eru ég búin að senda tvo kassa heim til Íslands....það gera svona 25þúsund krónur þ.a. þetta er ekkert gefins að senda heldur! En maður verður bara að taka því....tími hreinlega ekki að henda of miklu...
***
Annars bara fínt að frétta þrátt fyrir ómerkilegt veður í Glasgow....rignir eiginlega eitthvað á hverjum degi...verð að segja að ég sakna hreinlega íslenska sumarsins...þó svo það sé ekki hlýtt þá er sólin bara svo yndisleg...miklu betri heldur en hitinn finnst mér...sólin kemur manni alltaf í góðan fíling...eitthvað sem hiti og rigning gera ekki!

Saturday 8 August 2009

Fer að styttast

Við Britta fórum í göngutúr í gærdag og enduðum á Tapas bar hérna í miðbænum....borðuðum á okkur gat og fórum svo heim að læra...gott trítment....um kvöldið fórum við svo í bíó....The Ungly Truth...fín mynd...gat allavega hlegið helling og gleymt áhyggjum við ritgerðarskrif á meðan :)
***
Annars er ég að keppast við að klára einn kafla í dag svo ég geti sent hann á leiðbeinandann minn til yfirlestara....Er búin að setja mér markmið að hafa fullbúið uppkast af ritgerðinni 17.ágúst en þá mun leiðbeinandinn lesa yfir riterðina í síðasta sinn!!! OMG...frekar skrítið að hugsa til þess...en þetta tekur allt enda...styttist heldur betur í heimkomu...
***
Rólegur dagur í dag félagslega séð ;) en nóg að gera í skriftum og "niðurskurði"...þarf að stytta niðurstöðukaflann minn um 2000 orð...úfff...
***
Fór í gær og borgaði miða fyrir mig, mömmu og Evu á útskriftarkvöldverðinn/ballið í nóvember...þetta verður örugglega mjög skemmtilegt...allir uppáklæddir og fínir...fimm rétta kövldverður og Ceilidh hljómsveit/namd á staðnum...:) Læt mömmu og Evu læra skosku dansana ;)

Sunday 2 August 2009

Er gjörsamlega sokkin í ritgerðina...

Las nokkra skemmtilega sketsa um típísk einkenni lokaritgerðarvinnu...ætla að fá að deila því með ykkur...það eru nú alveg nokkur einkenni þarna sem eiga við mig...hahaha:
***
- Hair loss from stress, bad diet and excessive caffeine intake...
- Sore red eyes sitting in front of the computer 24/7 does wonders for you eye-sight!
- Intense back pain from sitting on your ass the whole time...
- Sex! What´s that?
- Laundry? Yeah...I´ve been planning to do that since May!!!
- Facebook?? huhh...I´m proud..I´ve only logged in 1648 times today ;)
- Legs...? what the hell are those for?
- Intensive hate for everything that is written in books...
- Inflated fat dissertation belly from junk food and sweets all the time.
- No, I dont know what day it is, month or year...stop f...asking me difficult questions#%&$!
- Headache and dreams about Saunders (2003) and Thompson, et al. (2007)
- The word count is suddenly as serious as life and death
- Concentration problems!!! What the hell are you talking about...I can manage to write two full words without taking a break!!!
***
Þá ættuð þið að hafa hugmynd um hvað lífið manns er ótrúlega fjölbreytilegt og spennandi um þessar mundir ;) hahaha...en þetta er allt að verða búið :)
Lots of love.
Sæunn

Thursday 30 July 2009

Niðurstöðukaflinn að hefjast...spennandi...

Trúi því varla að júlí sé að verða búinn!!! Alveg merkilegt...bara rétt mánuður þangar til maður kemur heim til Íslands :)
***
Annars er mest lítið að frétta af mér þessa dagana...við Britta sitjum heima alla daga og lærum...misárangursríkir dagarnir..stundum finnst manni eins og maður komist ekkert áfram og svo eru aðrir dagar mjög góðir. Ég er búin að vera að taka fullt af viðtölum og senda út kannanir og þetta hefur allt gengið mjög vel...ég er svo þakklát öllum sem hafa gefið sér tíma fyrir mig og rannsóknina. Allir hafa verið svo jákvæðir :)
***
Annars byrja ég um helgina að vinna í niðurstöðum rannsóknarinnar...er að klára að yfirfara fræðilega kaflann og aðferðafræðina. Þannig að þetta er allt að skila sér :)
***
Við Britta ætluðum í bíó í gær á "The Proposal" en biðröðin var gígantísk...a.m.k. 50 metrar...þetta var bara geðveiki...við ákvaðum því bara að fresta bíóferðinni og keyptum okkur ís í staðinn og löbbuðum um bæinn :) Við ætlum svo að gera aðra tilraun í kvöld til þess að fara í bíó...sjáum hvernig það fer :)

Wednesday 22 July 2009

Lærdómur og eldamennska

Ég sendi út könnunina mína fyrir ritgerðina í dag...eitt skref í viðbót í átt að rannsóknarlokum :) Ótrúlega ánægð með það...
***
Fór í ræktina í dag eftir tveggja vikna frí...með tilheyrandi sukki..."verðlaunaði" mig eftir ræktina með Kellogs Special K og heitu baguette með smjöri...svo ekki sé minnst á Toblerónið í eftirrétt...hahahaha...já maður er einum of fljótur að detta í matarrugl þegar maður tekur sér pásur frá ræktinni ;)
***
Fæ heldur betur að heyra það á Facebook hvað veðrið heima á Íslandi er búið að vera æðislegt....get ekki alveg sagt það sama um Glasgow...frekar þungir og rigningasamir dagar búnir að vera undanfarið....
***
Í kvöldmatinn hjá okkur Brittu í kvöld er Lasagna...ætlum að sjálfsögðu að búa það til sjálfar frá grunni...alveg yndislegt að taka góðar pásur frá lærdómi með eldamennsku :)

Monday 20 July 2009

Góð helgi með góðum mat

Helgin var mjög góð...mér gekk vel að koma könnuninni minni saman og setja hana á web-based form til að senda á þátttakendur. Svo er ég búin að taka 4 viðtl fyrir ritgerðina og fleiri bókuð fyrir næstu daga....ég er voða ánægð með þetta :)

Svo var Moritz kærastinn hennar Brittu hérna um helgina. Hann kom á föstudaginn og fór núna í hádeginu. Við fórum öll þrjú út að borða á rosalega góðan indverskan stað á laugardagskvöldinu og svo á sunnudagskvöldinu fórum við á japanskan veitingastað. Þvílíkur lúxus á okkur...og Britta vildi endilega bjóða mér í bæði skiptin!!! Hún er bara engill...í fyrra skiptið vildi hún borga því amma hennar sendi henni pening sem hún átti að nota til að bjóða mér út að borða. Svo á sunnudeginum vildi Britta bjóða mér aftur því hún og Moritz höfðu fundið 40 pund = 8.000kr úti á götu og þar sem enginn saknaði peningsins þá ákváðu þau bara að taka hann ;)

Annars er bara allt það besta að frétta...sýnist allt vera að ganga eftir með lokaritgerðina...en ég sakna samt sólarinnar...það hefur ekki verið almennilegt veður hérna í svona 1-2 vikur!!! pufff...svo er bara bongó blíða heima á Íslandinu...aldrei hefði mér dottið í hug að ég mig langaði í sólina sem væri heima á Íslandi en ekki hér ;) En þetta er fínt...heldur manni inni við lærdóm :)

Wednesday 15 July 2009

Frábær helgi að baki

Helgin var alveg frábær...mamma og Ester komu í heimsókn og við höfðum það alveg ótrúlega gott saman. Vorum nokkuð duglegar að versla og mjööög duglegar að borða góðan mat :) Fórum í dagsferð til Edinborgar þar sem við skoðuðum m.a. Edinborgarkastala. Hérna eru nokkrar myndir frá helginni

Á laugardagskvöldinu fórum við á veitingastað/bar og fengum okkur smá snarl...Nachos, Ekta skoskar franskar með osti og cesarsalat. Fengum okkur svo einn öllara með :)

Hérna erum við á leiðinni í Edinborgarkastala. Voða sætar göturnar þarna.

Brave Heart - "Mel Gibson" var svo auðvitað á svæðinu :)

Mamma að reyna að finna pláss í ruslafötunni...frekar fullar...en fólk var greinilega búið að leggja mikið í að raða ruslinu snyrtilega upp!

Hérna erum við svo fyrir framan Edinborgarkastala á leiðinni inn.

Mamma og Ester í kastalanum...rosa flott útsýni yfir borgina þarna...


Fórum svo inn í einkacacpellu Margrétar drottningar...i den tid...ekki núveranadi drottningar...Gluggarnir allir myndskreyttir.

Hérna er svo útsýnið af kastalanum yfir Edinborg.


Löbbuðum í gegnum þetta skúmaskot...fullt af svona pínulitlum götum og krókaleiðum í gegnum gamla bæinn.
Við fórum svo á rosalega góðan kínverskan veitingastað með Brittu á sunnudagskvöldinu. Verst hvað myndirnar voru allar dökkar...en við keyptum okkur til dæmis Pekingendur og djúpsteikar risarækjur...nammi gott :)

Sem sagt alveg frábær helgi í alla staði.
Mamma og Ester flugu svo til London í gær....15 mínotum eftir að þær fóru út á flugvöll byrjaði að rigna í Glasgow...þannig að þær rétt sluppu ;) Vona að sólin skíni svo á þær í London þar sem þær setja punktinn yfir mæðgnaferðina 2009 :)