Wednesday 26 August 2009
Ritgerðin búin og Ísland á morgun
Tuesday 18 August 2009
Vika í skil...doomsday!
Friday 14 August 2009
Afmæli Afmæli...
Tuesday 11 August 2009
Tvær vikur í skil...
Saturday 8 August 2009
Fer að styttast
Sunday 2 August 2009
Er gjörsamlega sokkin í ritgerðina...
Thursday 30 July 2009
Niðurstöðukaflinn að hefjast...spennandi...
Wednesday 22 July 2009
Lærdómur og eldamennska
***
Fór í ræktina í dag eftir tveggja vikna frí...með tilheyrandi sukki..."verðlaunaði" mig eftir ræktina með Kellogs Special K og heitu baguette með smjöri...svo ekki sé minnst á Toblerónið í eftirrétt...hahahaha...já maður er einum of fljótur að detta í matarrugl þegar maður tekur sér pásur frá ræktinni ;)
***
Fæ heldur betur að heyra það á Facebook hvað veðrið heima á Íslandi er búið að vera æðislegt....get ekki alveg sagt það sama um Glasgow...frekar þungir og rigningasamir dagar búnir að vera undanfarið....
***
Í kvöldmatinn hjá okkur Brittu í kvöld er Lasagna...ætlum að sjálfsögðu að búa það til sjálfar frá grunni...alveg yndislegt að taka góðar pásur frá lærdómi með eldamennsku :)
Monday 20 July 2009
Góð helgi með góðum mat
Svo var Moritz kærastinn hennar Brittu hérna um helgina. Hann kom á föstudaginn og fór núna í hádeginu. Við fórum öll þrjú út að borða á rosalega góðan indverskan stað á laugardagskvöldinu og svo á sunnudagskvöldinu fórum við á japanskan veitingastað. Þvílíkur lúxus á okkur...og Britta vildi endilega bjóða mér í bæði skiptin!!! Hún er bara engill...í fyrra skiptið vildi hún borga því amma hennar sendi henni pening sem hún átti að nota til að bjóða mér út að borða. Svo á sunnudeginum vildi Britta bjóða mér aftur því hún og Moritz höfðu fundið 40 pund = 8.000kr úti á götu og þar sem enginn saknaði peningsins þá ákváðu þau bara að taka hann ;)
Annars er bara allt það besta að frétta...sýnist allt vera að ganga eftir með lokaritgerðina...en ég sakna samt sólarinnar...það hefur ekki verið almennilegt veður hérna í svona 1-2 vikur!!! pufff...svo er bara bongó blíða heima á Íslandinu...aldrei hefði mér dottið í hug að ég mig langaði í sólina sem væri heima á Íslandi en ekki hér ;) En þetta er fínt...heldur manni inni við lærdóm :)
Wednesday 15 July 2009
Frábær helgi að baki
Á laugardagskvöldinu fórum við á veitingastað/bar og fengum okkur smá snarl...Nachos, Ekta skoskar franskar með osti og cesarsalat. Fengum okkur svo einn öllara með :)
Hérna erum við á leiðinni í Edinborgarkastala. Voða sætar göturnar þarna.
Brave Heart - "Mel Gibson" var svo auðvitað á svæðinu :)
Mamma að reyna að finna pláss í ruslafötunni...frekar fullar...en fólk var greinilega búið að leggja mikið í að raða ruslinu snyrtilega upp!
Hérna erum við svo fyrir framan Edinborgarkastala á leiðinni inn.
Mamma og Ester í kastalanum...rosa flott útsýni yfir borgina þarna...
Fórum svo inn í einkacacpellu Margrétar drottningar...i den tid...ekki núveranadi drottningar...Gluggarnir allir myndskreyttir.
Hérna er svo útsýnið af kastalanum yfir Edinborg.
Löbbuðum í gegnum þetta skúmaskot...fullt af svona pínulitlum götum og krókaleiðum í gegnum gamla bæinn.
Við fórum svo á rosalega góðan kínverskan veitingastað með Brittu á sunnudagskvöldinu. Verst hvað myndirnar voru allar dökkar...en við keyptum okkur til dæmis Pekingendur og djúpsteikar risarækjur...nammi gott :)
Sem sagt alveg frábær helgi í alla staði.
Mamma og Ester flugu svo til London í gær....15 mínotum eftir að þær fóru út á flugvöll byrjaði að rigna í Glasgow...þannig að þær rétt sluppu ;) Vona að sólin skíni svo á þær í London þar sem þær setja punktinn yfir mæðgnaferðina 2009 :)