Friday, 31 October 2008
Helgarfrí...óþekkt fyrirbæri...
Þetta verður þó ekkert helgarfrí...í venjulegum skilningi...mikill lestur og hópavinna skipulögð um helgina...nóvember verður killer verkefnamánuður...hehehe...kannski ekkert nýtt!
Hafði hugsað mér að fara í bíó í kvöld með nokkrum stelpum í bekknum....ég hefði gott af því að dreyfa huganum aðeins og hugsa um eitthvað annað er Strategy, Cross cultrual management, Human resource management og búa til Business Plan :) Stefnan er tekin á "Burn After Reading" með George Clooney og Brad Pitt ef ég man rétt...
Var að komast að því í gær að jólafríið mitt verður nú ekki mikið frí...hmmm....það er ætlast til þess að við notum jólafríið okkar til að gera stórt hópverkefni, búa til Business plan sem við eigum að kynna í Janúar...gaman gaman...þannig að maður þarf að skipuleggja sig vel yfir hátíðarnar...best er þó að hópurinn sem ég er í í þessu fagi er frábær. Fengum nefninlega að velja sjálf hópa og þar af leiðandi ákváðum við að vera 6 saman í hóp sem erum öll mjög metnaðarfull og viljum gera okkar besta í náminu. Hópurinn hefur fengið nafnið "The Dream Team" hahaha...því við höldum því fram að við séum besti hópurinn!!! Svona erum við kokkí ;) En að öllu gríni slepptu þá erum við öll mjög áhugasöm þannig að vonandi kemur eitthvað gott út úr þeirri hópavinnu :)
Er allt að verða kreisí heima! maður les ekki annað í fréttunum en að það sé verið að segja upp fólki...alls staðar! Vona að allir sem lesa bloggið mitt séu ennþá með vinnuna sína....og haldi henni áfram. Lítur út fyrir að það verði bara kerti og spil í jólapökkum landsmanna þetta árið...allavega frá mér...fátæka námsmanninum...hehehe :)
Wednesday, 29 October 2008
Happy Dwali
Tuesday, 28 October 2008
Flott framtak
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/28/hringt_fritt_i_vini_og_vandamenn_erlendis/
Mér finnst þetta nokkuð sniðugt og gott framtak :)
Kynningin búin
Er búin að sofa frekar lítið síðustu daga...náði þó tveggja tíma svefn í nótt frá 4 til 6...hehe svo var bara farið upp í skóla að æfa kynninguna. Það er því alveg á hreinu að ég ætla að leggja mig í dag og fá mér stóran bjór til að slaka á áður en næsta hópverkefni byrjar á morgun :)
Ég er búin að fés-væðast!!! já já og meira að segja Atlimann líka :)
þetta er nú meiri tímaþjófurinn...það verða sko sett tímamörk hversu mikinn tíma ég má eyða í facebook á dag.
En ég ætla að fara að drífa mig heim og slappa af og reyna að hætta að hugsa um Strategy...þetta situr bara svo fast í hausnum á manni...
Saturday, 25 October 2008
Dans til að létta lundina
Við komum um hádegisbilið og fengum þriggja rétta hádegisverð og fórum svo og skoðuðum okkur um. Náttúran þarna er mjög falleg, verst að veðrið var ekkert spes, rok og rigning (þannig að sólarmyndin hér að ofan af kastalanum er tekin af internetinu ;)
Um kaffileytið var svo haldinn fyrirlestur um hvernig ritgerðin okkar á að vera uppbyggð, hvers er ætlast til af okkur og fleira. Seinnipartinn spjölluðu svo allir saman og höfðu það kósí. Kvöldmaturinn var svo aftur þriggja rétta...þannig að okkur skorti ekki næringu þann daginn! Um kvöldið var svo haldið Ceilidh...sem eru skoskir dansar....og vá hvað það var gaman. Allir dönsuðu eins og vitleysinar, alveg frábært stemning. Hérna eru nokkrar myndir frá danstöktunum:
Hérna er svo eitt video sem ég tók...vona að þið getið skoðað það:
Wednesday, 22 October 2008
Eitt fag að baki
Næsta þriðjudag er svo skil á killer verkefni sem er búið að taka mesta tíma síðustu tvær vikurnar. Ég er ekkert smá stressuð fyrir það því kennarinn er fáránlega strangur og mjög gagnrýninn og í raun veit enginn nákvæmlega út á hvað verkefnið gengur...hehe...en svona er þetta...
Verð að þjóta...langaði bara að setja inn smá update um mig. Alltaf gaman að sjá afrakstur einhvers og klára lokaverkefni. Þá tekur eitthva nýtt og spennandi við :)
Tuesday, 21 October 2008
Áður en ég drukkna...
Fengum gestafyrirlesara í tíma í dag, Dr. Colin R. McClune, fyrrverandi Chairman of the Shell corporation í Suður Koreu...hann er hættur að vinna og er núna að eyða draumaárunum í að deila reynslu sinni með business nemendum. Verð að segja að þessi maður er alveg frábær, þæginlegt að hlusta á hann og gaman að fá raunveruleg dæmi úr atvinnulífinu sem sína hvernig multinational fyrirtæki vinna. Hann varð einmitt svolítið undarlegur á svipinn þegar hann sá að ég var frá Íslandi og sagði...."Það eru ekki margir sem halda upp á Ísland eða Íslendinga núna....ég átti einmitt tvo spariféreikninga í íslenskum bönkum....og hvar er sá peningur núna" svo fór hann að hlægja...þetta var nú allt meint í góðu hjá honum en sýnir klárlega hug sumra til Íslands um þessar mundir...!
Annars er flugið mitt heim um jólin komið á hreint...Icelandair mun bera allan kostnað af innanlandsflugi í Bretlandi, þ.e. frá Glasgow til London, ég flýg svo heim frá London til Reykjavíkur með Icelandair. Verð að segja að konan sem ég talaði við hjá Icelandair var virkilega hjálpsöm og þjónustulundin upp máluð. Það er örugglega mikið af tuðandi Íslendingum að hringja inn og kvarta og kveina yfir breyttri flugáætlun...
Frábæri tölvusíminn sem ég gerðist áskrifandi að hjá Símanum virkar ekki hérna í skólanum....Skólinn er ekki með opið portið sem þarf fyrir tölvusímann. Best að heyra í Símanum og segja upp áskriftinni....ætli Skype verði ekki notað í staðin...þarf að vinna í því að koma því upp...þannig að þeir sem vilja vera í "símasambandi" við mig endilega fáið ykkur headphones með microphone og þá getum við spjallað á Skype :)
Fyrst kynningin mín á morgun....þannig að stressið er aðeins farið að segja til sín....en áður en ég undirbý munnlegu kynninguna þarf ég að klára að vinna eins stefnumótun í öðruhópverkefni, lesa case og svara spurningum, lesa 3 kafla í Cross Cultural management, mæta í hópvinnuhitting kl 21:00 í kvöld...hehehe....þannig að það lítur út fyrir að ég byrji að undirbúa munnlegu kynninguna einhvern tíma í nótt...
...KAFFI ER BESTI VINUR MINN ÞESSA DAGANA...það versta við kaffi er að það blekkir mann hvað svengd varðar og stundum átta ég mig á því um kvöldmatarleytið að ég er bara búin að borða eina Kellogs skál í morgunmat og þamba kaffi yfir daginn og ekki fengið neina almennilega næringu...ekki eitthvað sem ég þarf...þarf að koma aðeins betri reglu á matarmálin svo maður verði ekki bara ruglaður af kaffidrykkju :)
Jæja, verð að þjóta...knús og kossar...later...
Saturday, 18 October 2008
Flugvandræði og hópvandræði
Annars gæti ég öskrað núna....hópavinnan eitthvað að fara með fólk hérna! Við erum t.d. sex saman í hóp í einu faginu og síðasta laugardag ætluðum við að hittast kl 10 um morguninn en aðeins 4 mættu. Í dag, laugardag, ætluðum við svo að hittast kl 13 (svo allir gætu nú sofið út fyrir þá sem voru á djamminu) en viti menn...það mættu bara þrír þarf af einn sem mætti klukkutíma of seint! Þannig að það vantaði helminginn af hópnum...dí hvað svona fer í taugarnar á mér. Svo við gátum voðalega lítið gert því það vantaði input-ið frá hinum hópmeðlimunum. Jæja, þýðir ekkert að svekkja sig á því. Í staðin ætla ég að setja upp modelið sjálf svo eitthvað komist í verk hérna...gerir það víst enginn annar!
jæja, best að halda áfram hérna....ætla sko að fá mér vel-inn-unninn bjór í kvöld :)
Friday, 17 October 2008
Heitt vatn og klósettið í lagi
Vikan er búin að líða ekkert smá hratt...það er kominn föstudagur....spáið í því...mér finnst Ester og Atli nýfarin heim...samt eru fjórir dagar síðan! En lífið heldur áfram og allt komið á milljón í skólanum.
Ég keypti mér tölvusíma frá Símanum í vikunni...ótrúlega ánægð með hann...þangað til kom í ljós að internetið hérna í skólanum samþykkir ekki símann!!! þannig að það lítur út fyrir að ég geti ekki notað hann hérna...ætla samt að reyna að redda þessu einhvern vegin...það bara hlýtur að vera hægt...það munar öllu að geta heyrt í öllum heima án þess að borga fúlgur fyrir það í gegnum venjulegan síma!!!
Við fórum nokkrar stelpur á kaffihús eftir tíma í gær...ekki mikill laus tími þannig að við vorum þar á milli sex og sjö....ekki beint venjulegur kaffiúsatími en maður verður að nýta þær fáu stundir sem gefast :) við vorum allar mjög ánægðar með að hafa kíkt aðeins út og litið upp úr bókunum...for a change....fengum okkur kaffi og muffins :)
Farin aftur í tíma,
Later...
Wednesday, 15 October 2008
Frábær helgi
Friday, 10 October 2008
Kínverska
Thursday, 9 October 2008
Skráning í skólan yfirstaðin
Aðal fréttaefnið hér í Bretlandi/Glasgow er íslenska bankakerfið....kannski eðlilega. Allt að verða vitlaust yfir yfirlýsingum seðlabankastjóra og annarra embættismanna á Íslandi. Þetta er ýmist á forsíðum blaðanna hérna úti eða á fyrstu opnu. Svona líka glæsileg mynd af Landsbankanum í bankastræti á fyrstu opnu eins dagblaðsins hér í dag.
Þrátt fyrir þetta get ég eiginlega ekki annað sagt en að ég sé mjög fegin að vera stödd hérna í Glasgow í námi, ég get valið hvaða fréttir ég vil sjá og heyra og það eru ekki allir í kringum mann að tala um hvað ástandið sé hræðilegt - eins og mér skilst að sé eina umræðuefnið á vinnustöðum heima á Íslandi! Þó svo námið verði nú kannski eitthvað dýrar en ég gerði ráð fyrir í fyrstu...þá held ég að þetta sé bara ansi góður tími til að vera í námi - þegar það er svona mikil niðursveifla á Íslandi. Ég get rétt ímyndað mér hvað það eiga margir eftir að missa vinnuna á næstu vikum og mánuðum heima á Íslandi...
Eg fór á International Pub Night í gærkvöldi....maður verður jú að sýna lit og mingla...
Ein í bekknum tók þessa mynd af okkur...best að deila henni með ykkur
Miss Mexico, Nigeria, Germany and Iceland
Þessi frá Þýskalandi á einmitt kærasta í Þýskalandi og er þar af leiðandi í "Fjarbúð" eins og ég. Reyndar mun Atli koma til mín eftir nokkrar vikur en þau ætla að vera í fjarbúð allt námið. Þannig að ég tel mig nú bara nokkuð heppna :)
Annars er "killer" hópverkefni framundan. Við eigum að halda kynningu fyrir "forstjóra" fyrirtækis og sýna hvernig við myndum breyta og bæta stefnu og tilgang fyrirtækisins. Þetta verður ögrandi...mér sýnist á öllu að stelpurnar í hópnum (ég og ein frá Indlandi) munum vinna mestu vinnuna...karlmenn geta stundum verið svo óáreiðanlegir...hehehe....þannig er það greinilega í okkar hóp!
Ég er nú ekki búin að vera dugleg í myndatökunum en hérna eru nokkrar myndir af hverfinu mínu í Glasow. Ég er voða ánægð hérna, snyrtilegt og hreinlegt (þið ættuð að sjá sum hverfin héra), stutt í skólan og ódýrasta matvöruverslunin í næstu götu. Þannig að ég þarf aldrei að taka strætó eða leigubíl. Í hreinskilni sagt þá hef ég ekki sest upp í farartæki síðan ég kom hérna fyrir rétt tæpum mánuði....geri aðrir betur :)
Gatan inn að blokkinni minniBlokkin mínOg garðurinn í kring
Séð úr andyrinu út á götu
:) Inngangurinn að 125 Bell street :)
Monday, 6 October 2008
Langt sidan sidast
Thursday, 2 October 2008
Fyrsti skoladagurinn
Wednesday, 1 October 2008
Nokkrar myndir fra tvi eg kom til Glasgow
Mya og Ester
Atli og Silli
Hildur og Eva
Agust og Mya
Elva og Kaero
Kjarri og Atli
Maddy, Hildur, Eva og eg
Eg tok reyndar mjog faar myndir a mina vel, Atli tok miklu fleiri. Myndirnar hans koma svo inn lika...einhvern tima...
Svo eru her nokkrar myndir af EuroHostel-inu sem eg var a fyrstu vikuna adur en eg fekk ibudina afhenta. Ekki mjog spennandi place til ad bua a en eg get ekki annad sagt en ad tetta hafi verid lifsreynsla ad vissu leyti. Vid gistum fjorar stelpur saman i herbergi, eg get ekki neitar tvi ad madur var alltaf svolitid stressadur ad dotinu manns yrdi stolid. En sem betur fer slapp eg og helt ollu minu doti. Eg er fegin ad hafa ekki verid a Hoteli og borgad helling i kostnad tar...nog eru skolagjoldin buin ad haekka ;)
Kojurnar fjorar
Efri kojan er rumid mitt (skil ekki hvernig stelpan i nedri kojunni gat sofid med rumfotin sin svona ut um allt...lakid nanast farid af dynunni...ekki mjog smekklegt...haha)
Badherbergid
Sturtuherbergid
Inngangurinn og vaskurinn
Eg hafdi yfirleitt i nogu ad snuast a daginn en kvoldin voru dead boring...eitt skiptid tok eg upp a tvi ad taka myndir af sjalfri mer tar sem eg hafi nakvaemlega ekkert ad gera og var ein inni a herbergi...ja ja svona verdur madur skemmdur af einverunni...
Ad lokum sendi eg svo fingurkoss til allra heima...ta serstaklega til Atlamanns :)
Myndirnar verda svo allar settar inn a myndasiduna okkar (linkur her til hlidar haegra megin a myndirnar)
I kvold verdur svo fyrsta pub-a roltid hja mer, jamm...bekkurinn aetlar ad fara allur saman og kynnast betur. Reyni ad taka einhverjar myndir tar lika :)