Wednesday, 28 January 2009

Tveir dagar í sæluna

Er á fullu að skrifa handritið fyrir kynninguna sem verður á föstudaginn...er að leggja lokahönd á þetta. Á morgun byrjum við í hópnum mínum svo að æfa kynninguna þannig að þetta er allt að koma hjá okkur :)
***
Annars er heldur betur farið að birta til í Glasgow. Í dag var alveg heiðsýrt og sólskyn...þó svo það hafi nú ekki verið heitt...ekki nema kannski 3-6 gráður þá var samt gaman að sjá hvað lifnaði yfir öllu. Fólk út um allt að labba...það verður bara einhvern vegin léttara yfir manni :)
***
Tveir dagar í sæluna...jamm...Atli kemur á föstudaginn og planið er svo að allur bekkurinn hittist á laugardaginn til að fagna verkefna og próflokum. Ég trúi því bara ekki að þessi mánuður sé að verða búinn, hann er búinn að líða svo ótrúlega hratt...reyndar sem betur fer....!!!
***
Kíkti rétt áðan á RyanAir.com....ussss...þeir eru með hagstæð flugverð....var að skoða flug frá Glasgow til Barcelona í febrúar :) Fyrir okkur Atla tvö saman með öllum flugsköttum kostar u.þ.b. 120pund til Barcelona og til baka...það er ekki nema rétt um 20þúsund krónur...verð að viðurkenna að þetta er svolítið freistandi!!! En maður þarf víst að borga hótelkostnað og uppihald líka...það er nú yfirleitt dýrasti hlutinn...en maður má nú láta sig dreyma :)

Monday, 26 January 2009

Markaðsfræðin búin....Developing a business plan næst á dagskrá

Kláraði markaðsfræðiritgerðina í hádeginu...5 dögum fyrir síðasta skilafrest. Ég er bara nokkuð ánægð með frammistöðuna :) Fór í framhaldinu og keypti mér ljuffenga samloku og labbaði svo aðeins niður í bæ og kíkti í nokkrar búðir og keypti mér eina flík til að verðlauna mig :) Maður verður nú líka að fá að fagna því þegar verkefnin klárast...
***
Annars er ég búin að vera í þvílíku átstuði síðustu vikuna. Skil þetta ekki...farin að drekka gos aftur, borða nammi á hverjum degi og borða óhóflega mikið af muffins og Cafe Latte. Ég vona að ég fari að hætta þessu æði....veit ekki hvernig ég enda með þessu áframhaldi..hahaha...
***
Annars er ég kominn aftur upp í skóla og byrjuð að vinna í næsta verkefni, sem er reyndar vel á veg komið en við eigum að halda hálftíma kynningu á föstudaginn - Developing a business plan & Doing business abroad. Þannig að á föstudaginn klára ég síðasta verkefni annarinnar (haustannarinnar) og kemst í rúmlega vikufrí frá skólanum. Einmitt sama dag kemur Atli þannig að við eigum eftir að hafa nægan tíma til að spóka okkur um Glasgow í byrjun febrúar :)
***
Annars liggur brugglyktin í loftinu...eins og flesta aðra daga. Það er allavega alveg á hreinu að það er eitt af einkennum Glasow...brugglykitn frá bjórverksmiðjunum hérna í nágrenninu. Fyrst fannst mér þessi lykt hryllilega vond en núna finnst mér hún bara fín...setur einhvern veginn svip á borgina :)

Saturday, 24 January 2009

Kíkt á kaffihús

Kíkti í gær á kaffihús með Preeti (Nepal) og Michelle (India), fengum okkur Latte og muffins. Það var voða ljúft, taka sér smá pásu frá lærdóm. Samt alveg merkilegt hvað ég get gúffað í mig af Latte og Muffins...held þetta sér ekkert eðlilegt! En ég var að hugsa um að byrja í ræktinni aftur í næstu viku...fer samt alveg eftir því hvernig verkefnavinnan gengur, en það væri voða ljúft að geta fengið smá útrás á hlaupabrettinu og með lóðunum :)
***
Annars var auðvitað bóndadagurinn í gær....ég gat vissulega ekki staðið mig í að gera eitthvað fallegt fyrir Atla minn...þar sem hann er nú ennþá staddur á Íslandi. En við ákváðum bara að við myndum halda upp á sameiginlegan bónda og konudag þegar hann kemur út. Fara og fá okkur eitthvað gott út að borða og hafa það kósí :)
***
Leiðinlegt að heyra með ástandið heima á Íslandi, ætla að vona að það verði bjartari tímar framundan. Annars hefur þetta orðið voða lítil áhrif á mann, tala nú ekki um þar sem Atli er líka að flytja hingað til Glasgow í næstu viku. Þá getum við leitt þetta ástand heima framhjá okkur...
***
Já, annars eru bara 6 dagar í Atla...alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að líða. Ég er svo í fríi í skólanum frá 31.jan til 9.feb þannig að við Atli fáum heldur betur góðan tíma til að koma okkur fyrir og gera eitthvað sniðugt saman, það verður ljúft að fá smá pásu :)

Thursday, 22 January 2009

Styttist í skiladag...

Búin að sitja síðustu daga og skrifa markaðsfræðiritgerðina mína. Var með einhverja ritstíflu í dag...átti frekar erfitt með að koma orðum niður á blað enda var ég að vinna í þeim hluta ritgerðinnar sem mér þykir erfiðastur. Ég vona að afköstin verði betri á morgun...því markmiðið er að klára ritgerðin á morgun, nota svo annað kvöld í yfirlestur og laugardaginn í heimildavinnu, viðauka og annan frágang. Ég veit að minnsta kosti að ég er í mjög góðum málum þar sem sumir í bekknum mínum eru rétt að byrja að leita að heimildum og meira að segja nokkrir eru nýbúnir að tilkynna kennaranum hvað þeir ætla að skrifa um og eru því enn að bíða eftir samþykki!!!
***
Fór í kínverskutíma í morgun...alveg merkilegt hvað ég mundi mikið þó svo það sé búið að vera mánaðarfrí frá síðasta kennslutíma. Var bara nokkuð ánægð með mig :) Finnst þetta ótrúlega spennandi tungumál...hugsa að ég haldi áfram að taka kínverskunámskeið eftir að ég útskrifast...maður getur alltaf tekið svona tungumálanámskeið á t.d. kvöldin eftir vinnu...
***
Er búin að vera að skoða nokkrar brautir hérna í Bretlandi sem bjóða upp á mótorhjóla trackdays. Í flestum tilfellum þarf maður þó að koma með sitt eigið hjól, a.m.k. eru engar brautir sem bjóða upp á Suzuki lánshjól! En ég held ég sé búin að finna lausn á þeim vanda. Ég er nefninlega búin að grafa upp fjórar Suzuki mótorhjólaleigur sem sérhæfa sig í að lána brautarhjól fyrir trackdays...þeir sjá um að koma með hjólið á þá braut sem maður biður þá um þannig að þetta lítur út fyrir að vera ágætis kostur. Er búin að senda e-mail á allar leigurnar og bíð bara spennt eftir að fá svör með betri upplýsingum :) Væri nú ekki leiðinlegt að geta æft sig aðeins þegar fer að vora á almennilegum lokuðum brautum svo maður þurfi ekki að vera að hafa áhyggjur af annarri umferð :)

Tuesday, 20 January 2009

Internetið heim

Loksins kom að því...í dag fékk ég internet í íbúðina mína. Ég get ekki líst því hversu mikill munur þetta er .... og ég skil ekki af hverju ég var ekki búin að drífa í þessu fyrr! Allavega, þá fékk ég sendan pakka frá VirginBroadband í dag með UPS. Ég var smá hissa því ég hélt að það myndi einhver koma til að tengja allt fyrir mig en nei nei...ég fékk bara sendan kassa með alls konar snúrum, modem, router, straumbreytum, bæklingum install leiðbeiningum og ég veit ekki hvað! Ég verð nú að viðurkenna að ég fékk smá sjokk þegar ég var búin að taka þetta allt upp úr kassanum og velti því mikið fyrir mér hverníg ætti eiginlega að fara að því að tengja þetta allt saman...En ég ákvað bara að setjast á gólfið og hefjast handa við að púsla þessu saman. Að lokum tókst þetta allt hjá mér...verð að viðurkenna að ég kom sjálfri mér bara nokkuð á óvart. Var ekki einhver málsháttur sem sagði "Neyðin kennir naktri konu að spinna"? ég held að minnsta kosti að það hafi átt vel við mig í þessum internettenginum.
Svona til gamans tók ég mynd af sjálfri mér í ferlinu...

Annars varð ég líka vör við frekar undarlega sjón þegar ég leit út um gluggan hjá mér um daginn. Á milli húsa hérna eru gjarnar ýmsar rafmagnssnúrur og á einni slíkri hékk skópar! Já, ég skil eiginlega ekki hvernig skóparið komst þarna upp...en þetta fékk mig allavega til að hlæja í morgunsárið :) Tók mynd af því til gamans en veit ekki hversu vel það sést, skóparið er fyrir miðju myndarinnar, ég setti rauðan kassa utan um til að skórnir sæjust betur á myndinni:

Sunday, 18 January 2009

Allt samkvæmt áætlun

Ég er búin að vera í þvílíkri heimildaleit fyrir markaðsfræðiritgerðina mína síðustu daga. Ég á að skila henni 30.jan en ætla að klára hana 24.jan svo ég geti einbeitt mér síðustu vikuna í janúar að hópverkefninu sem ég er í og þarf líka að skila 30.jan. Enn sem komið er er allt skv. áætlun, er búin að skrifa innganginn í ritgerðinni og setja upp hvernig ég ætla að skrifa þetta. Núna er það eiginlega bara að vinna úr öllum upplýsingunum og koma því yfir í mín orð og koma með ráðleggingar. Þá ætti þetta allt að fara á góðan veg :)
***
Annars kíkti ég aðeins út í gærkvöldi með nokkrum krökkum, fengum okkur tvo öllara og spjölluðum um allt og ekkert. Voðalega ljúft. Kynntumst einhverjum Ameríkana á staðnum sem er í smá viðskiptaerindum hérna í Glasgow í nokkrar vikur. Hann var eitthvað svo einmanna að við ákváðum bara að bjóða honum að sitja með okkur og spjalla. Held hann hafi verið voðalega ánægður með það...ég þekki nú tilfinninguna að vera að ferðast ein fyrir vinnuna og hafa ekki mikinn félagsskap :)
***
Í morgun var svo vaknað rétt fyrir níu og byrjað að skanna heimildir...fór svo rétt áðan á Cafe Nero og sótti einn Cafe Latte. Ég sit því núna uppi í skóla að vafra aðeins um á internetinu áður en ritgerðarátökin byrja aftur. Merkilegt hvað Cafe Latte er góður félagi minn þessa dagana :) Bara ljúft :)

Friday, 16 January 2009

Afslöppun í gær

Britta(Þýskaland), Preeti (Nepal) og Suruchi (India) komu í heimsókn í gærkvöldi og elduðu kvöldmat og bökuðu franska súkkulaðiköku í desert. Þetta var alveg yndislegt. Við vorum í tvo og hálfan tíma að elda kvöldmatinn...úffff...held ég hafi aldrei verið svona lengi að elda venjulegan kvöldmat. Þetta var sem sagt indversk grænmetisuppskrift, grænmetisbollur búnar til úr t.d. hvítkáli, rauðlauk, gulrótum og ýmsu kryddi sem voru svo djúpsteiktar. Með þessu voru svo borin fram hrísgrjón með papriku og blaðlauk ásamt sósu sem innihélt meðal annars hvítlauk og sojasósu. Það var aldeilis mikið lagt í eldamennskuna...og bragðið var alveg eftir því. Maturinn var virkilega góður...ég hefði í raun aldrei trúað því að svona grænmetisréttur gæti verið svona góður og mettandi :) Í desert fengum við okkur svo franska súkkulaðiköku sem Britta átti allan heiðurinn að. Hún bragðaðist auðvitað mjög vel líka. Við tókum svo eitt Ludo spil áður en stelpurnar fóru heim enda vorum við alveg úrvinda eftir próftörnina. Ég steinsofnaði alveg um leið og ég lagðist upp í rúm...ljúft :)



***
Í morgun var svo farið strax aftur í hópavinnu...ekki mikil hvíld...en það er betra að byrja snemma heldur en að vera með allt niður um sig og í stresskasti (þó svo ég fái það alltaf líka haha) rétt fyrir skil.
***
Núna sit ég uppi í skóla, skrifa þessa færslu á milli þess sem ég drekk Cafe Latte og bragða mér á afganginum af frönsku súkkulaðikökkunni frá því í gærkvöldi...mmmm...:)
***
En þessa vikuna á Eimskip hug minn allan þar sem ég er að skirfa um Eimskip í International Marketing verkefninu mínu. Jább, gaman að skrifa um fyrirtæki sem maður hefur unnið fyrir og hefur áhuga á. Það er því eins gott að ég haldi mér við efnið og haldi áfram að leita að heimildum fyrir verkefnið....

Thursday, 15 January 2009

Prófin búin og lokaverkefnin framundan

Þá eru prófin búin. Kláraði International Business prófið í morgun...hef samt ekki hugmynd um hvernig mér gekk enda alveg ómögulegt að segja þar sem ekkert eitt svar er endilega réttast....úfff...meika ekki svona óvissu! Verst að ég er búin að hlakka svo til próflokanna en núna þegar ég hef ekki hugmynd um hvernig mér gekk á prófinu þá næ ég einhvern vegin ekki að vera eins ánægð og ég hefði viljað...hmmm.....skrítið hvað tilfinningar ná miklum tökum á manni stundum. En allavega, þá ætla ég að reyna að hætta að hugsa um þessi próf og einbeita mér að næstu tveimur verkefnum. Fyrir 30.janúar þarf ég að klára tvö 100% lokaverkefni þannig að það er eins gott að fara að spíta í lófana...
***
Fór annars með nokkrum í bekknum eftir prófið í dag og fengum okkur að borða og kíktum svo aðeins í búðir. Í kvöld ætla svo þrjár stelpur úr bekknum að koma í heimsókn til mín og við ætlum að elda saman kvöldmat og köku í desert. Maður verður nú að tríta sig aðeins og reyna að hafa gaman að þessu þó svo maður viti einhvern vegin aldrei hvar maður er staddur í náminu...
***
Á morgun ætla ég svo að byrja af fullum krafti að læra aftur. Hóphittingur á morgun kl.11 til að deila verkefnum og skipuleggja eitt af verkefnunum okkar. Svo verður dagurinn notaður í að leita heimilda fyrir Markaðsfræðina.
***
Áður en ég veit af verður þessi mánuður liðinn og ný önn byrjuð. Það verður æði...það saxast víst á þetta allt saman :)

Wednesday, 14 January 2009

Próf á morgun

Búin að lesa lesa lesa og lesa....og auðvitað skrifa, glósa, hugsa og melta allan þennan fróðleik um Transnational Management sem tilheyrir International Business faginu sem ég er að fara í próf úr á morgun. Þetta er svona próf þar sem það er í raun ekkert rétt...maður þarf bara að vera nógu góður í að sannfæra lesandan um skoðun manns...hmmm. Ég er nú ekki vön að fara í svoleiðis próf. Próf í MR og HÍ (a.m.k. viðskiptafræðinni) eru alltaf byggð á kenningum, reglum, módel og þar sem maður þarf virkilega að læra utan að ákveðna hluti. Prófið á morgun snýst hins vegar miklu meira um að hugsa rökrétt og blanda það við námsefni vetrarins. Auðvitað ættu próf miklu frekar að vera svona, tengja svörin meira raunveruleikanum. Það er samt alltaf erfitt að fara í svona próf þar sem maður er nú ekki vanur að mega koma með sýna eigin sannfæringu á hlutunum. Vona að heppnin, rökhugsunin, skynsemin og sannfæringin standi með mér í prófinu á morgun...ekki veitir af :)
***
Fékk mér einn bjór í gærkvöldi til að slaka aðeins á og horfði svo á Prison Break áður en ég fór að sofa. Voðalega ljúft...enda átti maður það alveg skilið eftir allan lestur síðustu daga. Náði aðeins að endurnýja batteríin þó svo gærdagurinn hafið auðvitað líka farið í lestur :)
***
Merkilegt samt, mér finnst ekkert svo leiðinlegt að lesa undir próf, í rauninni er það bara fínt því þá ná loksins allir endar saman í námsefninu. Það er bara stressið og pressan sem er svo leiðinleg...alveg merkilegt hvað prófkvíðinn nær alltaf til manns...
***
Annars er bara búið að vera mjög fínt veður síðustu daga...meira að segja nokkuð gott hjólaveður...búin að sjá allmörg mótorhjól á götunum...ekki leiðinlegt ef maður væri með mótorhjólið með sér hérna út :)

Tuesday, 13 January 2009

Eitt próf yfirstaðið

Alveg yndislegt þegar það fer að saxast á prófin. Í dag kláraði ég fyrsta prófið mitt...Cross-Cultural Management. Held mér hafi bara gengið nokkuð vel...það þarf allavega eitthvað mikið að gerast til þess ég falli! Þannig að ég er bara nokkuð sátt, við skulum svo bara vona að kennarinn sem sammála því sem ég skrifaði :)
***
Næsta próf er á fimmtudaginn, International Business, frekar þungt og torlesið námsefni. Skil stundum ekkert hvað snýr upp eða niður. Ég vona bara að ég nái að gera mig skiljanlega á prófinu :)
***
Þrjár nýjar einkunnir komnar í hús úr verkefnum sem ég skilaði fyrir jól. Ég er ótrúlega ánægð með þetta...sérstaklega þar sem tvær einkunnirnar voru þær hæstu í bekknum. Usss maður verður nú aðeins að fá að monta sig....enda engin smá vinna sem lá að baki :)
***
Fór á kaffihús áðan með Brittu (Þýskalandi) og Preeti (Nepal) til að slappa af, slúðra og dreyfa huganum. Sit núna uppi í skóla að vafra um á netinu áður en ég leggst aftur í lærdóm fyrir næsta próf. Sem betur fer eyddi ég dágóðum tíma í síðustu viku að lesa fyrir prófið á fimmtudag. Þannig að dagurinn í dag og morgundagurinn fara aðallega í upprifjum og binda saman lausa enda.
***
Later, Sæunn

Monday, 12 January 2009

Fyrsta prófið á morgun

Fyrsta prófið á morgun og ég er bara nokkuð afslöppuð. Prófið er í Cross-Cultural Management og við erum þar af leiðandi búin að læra ýmislegt um mismunandi menningu og hvernig hún hefur áhrif á stjórnunarhætti í fyrirtækjum. Ein skilgreining á menningu sem við ræddum í tíma og er kannski ekki beint academic....en ég gleymi henni að minnsta kosti ekki:
***
"Culture, to me, is just shit in the brain"
(James Ellroy, 1997)
***
Finnst þí líklegt að kennarinn verði meira hrifin af fræðilegri kenningum eins og Hofstede, Ralston og fleiri fræðimanna. En það er alveg klárt að þessi kenning James vekur mesta athygli þegar maður er orðinn gegnum sýrður af menningarhugtökum í próflestri :)
***
Annars er búið að vera frekar leiðinlegt veður hérna í Glasgow síðustu daga, rok og rigningin. Það er þó eitthvað að stytta upp í dag og hitinn bara nokkuð góður, u.þ.b. 10°C...það er nú ekki hægt að kvarta yfir því :)

Sunday, 11 January 2009

Vika liðin...Tíminn flýgur...

Í dag er vika síðan ég kom út til Glasgow eftir jólafríið heima á Íslandi. Alveg ótrúlegt, mér finnst ég bara nýkomin hingað út....nýbúin að kveðja alla heima í Mýrinni og Atla úti á flugvelli. Þetta er bara jákvætt að tíminn líði svona hratt...það þýðir bara að það styttist í próflok og verkefnaskil í enda janúarmánaðar líka :)
***
Eldaði mér loksins sjálf kvöldmat í gærkvöldi....Kjúlli í Indverskri Corma sósu og hrísgrjón með. Gott að fá eitthvað almennilegt í magann. Matarlystin er komin að fullu...það er fer ekkert á milli mála því núna æpir maginn bara á sykur og sætindi eftir kvöldmat...það er klárlega skilaboð um að veikindin eru á brott. Ég er ótrúlega ánægð með það og borða af bestu lyst :)
***
Annars gengur lærdómurinn bara vel þessa dagana, fyrsta prófið á þriðjudaginn. Er búin að fara yfir allt efnið, nú er bara að leggja það allt á minnið og tengja það við raunveruleikann svo ég geti nú skrifað eitthvað á prófinu :) Að þessu sögðu þá ætla ég að drífa mig heim af bókasafninu, elda mér eitthvað í kvöldmatinn og halda svo áfram með lærdóminn.
*Knús og kossar*

Saturday, 10 January 2009

Nýtt próflestrarefni og styttist í komu Atla :)

Jæja, í dag ætla ég að byrja að læra undir annað próf....taka pásu á International Business og einbeita mér að Cross Cultural Management. Það verður ágætt að skipta um viðfangsefni, getur orðið frekar þreytandi að lesa alltaf það sama. Er einmitt að prenta út allar glósur, glærur og kafla sem eru til prófs í næstu viku. Ég ætla að massa þetta próf...segið þið svo að ég sé ekki orðin aðeins jákvæðari en fyrir nokkrum dögum :)
***
Atli er búinn að panta flug út til Glasgow 30.janúar. Vá hvað það er yndislegt, þá er hann kominn til að vera. Einmitt 30. janúar er skiladagurinn á tveimur stórum verkefnum þannig að þegar Atli kemur um kvöldið verð ég laus við öll próf og verkefni þangað til næst önn byrjar í febrúar. Þannig að það verður alveg æðislegt að fá hann út :)
***
Textinn við "Undir þínum áhrifum" með Sálinni á mjög vel við þessa dagana...get ekki beðið eftir að Atli komi hingað út :)
*
Ég hef beðið nokkuð lengi eftir þér
svo ég segi það hreint alveg eins og er
Og ég hugsa alla daga til þín heitt
Alveg ótrúlegt hve allt er orðið breytt.
*
Það er varla nokkur heppnari en ég
Þessi tilfinning er ævintýraleg
Ég er undir þínum áhrifum í dag
og verð áfram, enginn vafi er um það.
***
Jæja, back to study...

Thursday, 8 January 2009

Læra læra læra

Ekki svo mikið að frétta af manni þessa dagana...er bara að reyna að læra á fullu. Hitti einn hóp af krökkum í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna og deila hugmyndum og upplýsingum fyrir prófið. Núna er ég svo að fara að þjóta á annan hóphitting, við ætlum að borða saman kvöldmat og læra svo saman í kvöld. Vona að sú vinna skili einhverju...því þessir hóphittingar vilja oft verða frekar mikil tímaeyðsla þegar ekki allir eru í stuði til að læra...
***
Ég hef áttað mig á því að próf og einkunnir eru ekki það mikilvægasta í lífinu. Margir eru að díla við "Real life problems" sem ég er þó a.m.k. laus við. Þetta er nú bara skóli og maður gerir bara sitt besta :) Nú er það bara að reyna að halda þessari jákvæðu hugsun út janúarmánuð og þá ætti allt að ganga upp :)
***
Veikindin liggja þó ennþá yfir mér...þetta hlýtur nú að fara að batna....verst á morgnana en fer batnandi með deginum....en á hvejum morgni vakna ég aftur á byrjunarreit með magan á hvolfi...ekki alveg nógu gott...hmmm...
***
Læt vonandi heyra eitthvað í mér á morgun líka :)

Wednesday, 7 January 2009

Veikindi og kvíði

Heldur betur sem þetta ár byrjar vel....eða ekki. Er með einhverja leiðinda magakveisu sem er ekki beint að hjálpa mér við próflesturinn! Er samt búin að vera mjög dugleg að læra síðan ég kom og mun auðvitað halda því áfram út mánuðinn. Samt er einhver lítill djöfull sem situr á öxlinni minni og telur mér trú um að ég eigi ekki eftir að ná þessum prófum og að ég muni líka falla á markaðsfræðiverkefninu. Skil þetta ekki. Ég er búin að tala við nokkra krakka í bekknum og allir eru svo rólegir og yfirvegaðir...en nei nei, ég alveg í taugaveiklunarkasti yfir þessum prófum og verkefnum. Ég er greinilega of kvíðin og gengur mjög illa að vinna úr því!!!
***
Á morgun ætlum við svo nokkur úr bekknum að hittast til að fara yfir það sem við höfum lært og ræða hvernig það nýtist okkur á prófinu. Fara yfir case-ið og undirbúa okkur sem best. Ég er alveg viss um að það eigi eftir að skila einhverju góðu, því það er alltaf gott að fá input frá öðrum og sjá hvernig þeir eru að hugsa hlutina út frá kannski allt öðru sjónarhorni.
***
Jæja, það verður ekki meira í dag enda hef ég ekkert nýtt eða skemmtilegt að deila með ykkur.
***
Wish me luck...það er alveg á hreinu að ég þarf á smá stuðningi frá ykkur að halda núna!
Knús,
Sæunn

Monday, 5 January 2009

Komin aftur til Glasgow

Eftir alveg hreint frábært jólafrí er ég nú komin aftur til Glasgow. Flaug frá Keflavík til Glasgow í gærkvöldi með beinu flugi (mjög notalegt). Það var frekar skrítið að koma aftur ein upp í íbúð. Allar minningarnar frá því fyrir jól streymdu fram...
***
Byrjaði að læra undir próf í dag, lesa case-ið sem er til prófs svo fara næstu dagar í að fara yfir allt námsefnið fyrir jól og tengja það case-inu. Nú er bara að gera sitt allra besta og nýta tímann vel sem er framundan. Ég fékk heldur betur góða pásu yfir jólin og nú er komið að skuldadögum...ekki endalaust hægt að hafa það gott, sofa út, borða góðan mömmumat og vera í kringum familíuna og vini. Það er þó gott að hugsa til þess að Atli minn flytur út til mín í lok janúar þegar ég er búin í öllum prófunum og verkefnavinnu. Það verður draumur að fá hann hingað til mín. Nú heldur sú tilhugsunum mér gangandi :)
***
Jæja, vildi bara aðeins láta heyra frá mér. Ég reyni svo að vera dugleg að blogga á næstu dögum en lofa þó engri frábærri frammistöðu þar sem ég ekki hversu mikið ég verð við internetið. Ætla að stökkva út í búð og kaupa í matinn þar sem ísskápurinn minn er tómur eftir jólafríið. Ég verð nú eiginlega að elda mér eitthvað gott í kvöld :)