Saturday, 30 May 2009

Silli stúdent :)

Vil byrja á að senda Silla bróður bestustu bestu kveðjur með daginn í dag...jebb...litli bró orðinn stúdent....bara æðislegt hjá honum :) Maður er svo stoltur, þetta er klárlega dagur sem maður á alltaf eftir að muna eftir...en annars verð ég bara að fá að knúsa Silla minn þegar ég kem á klakann í júní....sendi bara eitt "net-knús" yfir bloggið mitt á meðan ;)
***
Annars er steikjandi hiti í Glasgow þessa dagana....klukkan 20 í kvöld var 22 stiga hiti...bara ljúft. Ég gat auðvitað ekki lært í allan dag inni og horft á sólina út um gluggan þannig að ég hitti Brittu á George Square klukkan hálf sex til að sleikja síðustu sólargeislana. Ég fékk mér svalandi boost með frosnu jógúrti og Britta fór í Ice-latte. Sátum og spjölluðum í klukkutíma og ég er ekki frá því að ég hafi bara roðnað smá á húðinni við þetta...ekki er það nú verra :)
***
Á morgun er svo planið að fara í piknik í Kelvingrove garðinn. Ætlum að taka með okkur ferska ávexti og eitthvað gotterí til að smjatta á :)
***
Maður veit það alltaf þegar maður vaknar á morgnana við mótorhjól þeysast eftir götunni minni að það er gott veður úti...allavega í flestum tilfellum. Það er besta vakningin...verst bara að eiga ekki mótorhjól hérna ;)
***
Annars styttist heldur betur í Íslandsför...er varla að trúa því...oooo get ekki beðið eftir að hitta alla og knúsa fólkið mitt :) Eins gott það verði ekki rigning og rok allan tímann...haha...en annars er alveg hellingur á dagskrá þessa daga sem ég verð heima þannig að það er eins gott að standa sig í lærdóminum næstu rúmu tvær vikurnar :)

Thursday, 28 May 2009

Sumarið er tíminn

Farið að hlýna aðeins meira í Glasgow sýnist mér...í dag var alskýjað en samt var ég bara á stuttermabolnum úti...ætli það hafi ekki verið svona 18 stiga hiti og logn. Á morgun og um helgina er svo spáð sól, heiðskýrt, logn og 22-25 stiga hiti. Næææsss...þá ætla ég að fara í Glasgow Green með heimildirnar mínar og lesa í sólinni og taka ferska ávexti með mér...nammi :) Það er líka eins gott að þessi veðurspá verði að veruleika :)
***
Kíkti á Cafe Nero í dag með Brittu og Michelle...muffa og Latte...maður þarf nú ekki að taka það fram lengur...hehe...voða ljúft...vorum að ræða um ritgerðarskrifin og heimildarvinnuna og álagið sem er framundan og hvernig við ætlum að reyna að komast hjá því að missa vitið!!! Verður gaman að sjá hvernig næstu vikur þróast :)

Wednesday, 27 May 2009

Allt á fullt

Já ég er byrjuð að lesa eins og vitleysingur fyrir lokaritgerðina...hver dagur dýrmætur enda ekki langur tími til stefnu! Búin að setja niður tímaplan svo maður hafi hvatningu til að vera duglegur...sýnist það bara vera að virka vel :)
***
Skilaði inn Research Proposal í gær...hjúkk...þá er það búið og núna get ég einbeitt mér að fullu að lokariterðinni...þó þetta hafi nú verið hluti af henni líka. En alltaf gott að vita hvað styttist í lokin á þessu...aðeins tæplega þrír mánuðir þangað til ég skila inn endanlegri lokariterð :)
***
En það styttist nú líka í Íslandsförina...ekki nema þrjár vikur í að ég komi heim og hitti allt fólkið mitt...vá hvað það verður ljúft :) Allir dagar að bókast upp enda verður maður nú ekki lengi heima á Íslandi...en þá er bara um að gera að nýta tímann vel :)
***
Við fórum nokkur saman og leigðum okkur hjól á sunnudaginn og hjóluðum næstum 30 kílómetra. Þetta var voða gaman...nema hvað þau vildu alltaf hjóla hægt og taka endalaust af myndum þannig að við vorum alltaf að stoppa og taka pásur...mín hafði ekki mikla þolinmæði í það enda vildi ég nota tækifærið og fá smá "work-out" í leiðinni ;) En enga að síður skemmtilegur dagur :)

Friday, 22 May 2009

Viðburðaríkir dagar

Nóg búið að vera í gangi hjá mér undanfarið enda hef ég ekkert bloggað í langan tíma.
Við Atli skemmtun okkur óendanlega vel í London og á Brands Hatch, þetta var þvílíkt ævintýri...klárlega besta ferðalag sem við höfum farið saman tvö...en það verða fleiri svona ferðir í framtíðinni, það er alveg á hreinu :)Á leið frá Glasgow Prestwick til London með RyanAir
Komin á Brands Hatch Thistle Hotelið á Brands Hatch brautinni. Fengum okkur að borða og einn kaldan með á "The Racing Bar" ;)
Atli fyrir við innganginn á Brands Hatch brautina
Hérna er ég svo komin á hjólið og kennarinn að segja mér til og leiðbeina...
Hérna er svo annar kennari með Atla að fara yfir einhver tæknileg atriði
Við fórum svo að sjálfsögðu á Cafe Nero í London og fengum okkur Latte og Muffin :)
Hérna erum við svo komin á Trafalgar square....og á myndinni fyrir neðan vorum við búin að príla upp á ljónin og taka mynd af okkur þar...alveg nauðsynlegt ;)
Hérna erum við svo uppi á herbergi hjá mömmu og pabba í London en þau voru einmitt í London á sama tíma og við. Ferðataskan hans Atla "dó" þannig að við urðum að kaupa nýja og hérna er kallinn að endurpakka í nýju töskuna. Pökkunarsérfræðingurinn hún mamma situr yfir og sér til þess að allt sé eftir röð og reglu ;)
***
Eftir London ferðina komu mamma og pabbi til Glasgow og voru hérna hjá mér í næstum fjóra daga. Þetta var bara æðislegt. við mamma löbbuðum um allan bæ og kíktum í búðir og svo var borðaður eðal matur á kvöldin...Ussss...quality quality....maður hefur ekki fengið svona svaðalega góðan mat síðan í mömmumatnum um jólin :)
***
Við mamma fórum á rosalega góðan stað eitt hádegið og fengum okkur Mozarella, tómata og avakadó með olíu og balsamic...nammm...svo fengum við okkur eitt kalt hvítvínsglas með :)

Hérna erum við á kínverskum veitingastað í Glasgow...alveg frábær staður, fengum okkur, risarækjurétt, Peking önd og svo kjúklinga og nautarétt....bragðaðist allt alveg snilldarlega.

Við mútta í banastuði yfir Eurovision...en við horfðum auðvitað á það eins og allir sannir Íslendingar. Ótrúlega gaman hvað okkur gekk vel þetta árið í keppninni :)
***
Þá hafið þið það...sem sagt mjög mikið búið að vera í gangi hjá mér...en núna tekur alvaran við...lestur og lærdómur...þýðir ekkert annað...en þetta frí sem ég tók mér var gjörsamlega nauðsynlegt og maður finnur alveg hvað maður skín af gleði þessa dagana....þó það sé erfitt að setja aftur yfir bækurnar. En þetta styttist allt...ekki nema rétt rúmlega þrír mánuðir í endanleg skil á lokaritgerðinni...bara ljúft :)

Monday, 11 May 2009

London og California Superbike School

Já, við Atli eru í þann mund að labba út úr dyrunum og taka flugið niður til London þar sem við ætlum að vera næstu fjóra daga. Förum beint á Brands Hatch mótorhjólabrautina/skólann á morgun og fáum útrás þar...svo verða quality dagar í London.
Læt í mér heyra þegar ég kem aftur upp til Glasgow um helgina.
Knús og kossar ***

Thursday, 7 May 2009

Quality times

Atli maettur til Glasgow og drengurinn tok tetta lika "skemmtilega" vedur fra Islandi med ser...rok og rigningu!!! En vid latum tad nu ekki trufla okkur...voppum bara ut um allan bae blaut i stadinn :) Erum buin ad fara i motorhjolabudir og svo audvitad a Cafe Nero tar sem var gaett ser a Latte og blaberjamuffins ala Saeunnar-still...bara ljuft :) Eldudum okkur indverskan tikka kjukling i garkvoldi og fengum okkur bjor og bjorhnetur. Reyndar sleppti eg namminu tvi eg at gjorsamlega yfir mig ad nammi a tridjudagskvoldi.... 1 stk XXL Prins Polo, Islenskt lakkriskonfekt, toggur, noa konfekt og bjor....ehhhh ja eg veit...eg hef ekki hemil a mer tegar eg byrja i sukkinu ;)
***
Planid er ad pakka fyrir London i kvold og check-a sig in online lika...reyna ad hafa tetta sma skipulagt. Keyptum einmitt farangursvigt adan svo vid verdum nu ekki med yfirvigt...allavega ekki of mikla...tvi Ryanair eru mjog strangir a allt svoleidis...1/2 kilo i yfirvigt og tu tarft ad borga!!! Atla tokst nu samt ad koma med ser 5 kilo i yfirvigt nu tegar til Glasgow tannig ad eg geri fastlega rad fyrir ad vid verdum med einhverja yfirvigt...ekki nema eg ferdist i motorhjolagallanum til London...og tad er EKKI ad fara ad gerast ;)

Monday, 4 May 2009

Atli kemur til Glasgow á morgun...

Get varla beðið lengur...Atli minn kemur til Glasgow á morgun og þá verður sko quality time hjá okkur. Við verðum nú reyndar bara saman í 9 daga, þar af 5 í Glasgow og svo fljúgum við til London næsta mánudag þar sem við förum í California Superbike School og eyðum svo tveimur dögum í miðborg Lundúnar í kósí fíling. Mamma og pabbi verða í London á sama tíma...vona nú að við getum hitt þau eitthvað og kannski farið með þeim út að borða eða gert eittvað sniðgt saman víst það vill svo heppilega til að við erum öll þarna á sama tíma. En eftir London flýgur Atli heim til Íslands og ég upp til Glasgow og mamma og pabbi koma daginn eftir til Glasgow líka þannig að stuðið heldur bara áfram í Glasgow :) Þetta verður góður mánuður :)
***
Annars fór ég út í rigninguna áðan..fór í Glasgow Green og andaði að mér fersku rigningarloftinu og kom svo rennblaut heim aftur. Það var bara ljúft...það er bara alltaf eitthvað svo yndislegt að fara út í riginguna þegar maður klæddur til þess og finna ferska loftið. Ég get þó ekki sagt að mér finnist riningin góð undir nokkrum öðrum kringumstæðum...hahaha..sérstaklega þegar maður er klæddur fínn og í háhæluðum skóm...nóbbb....þá talar maður ekki fallega til veðursins!!!
***
Annars gengur riterðarskipulagningin bara fínt, er komin vel á veg með uppkastið að "ritgerðar-uppástungunni" sem við eigum að skila rétt undir lok maí. Ætla að reyna að senda draft á kennarann í lok þessara viku til yfirlestrar og svo get ég klárað þetta eftir London ferðina :)
***
Fékk þvílíka tyggjó-craving í gærkvöldi en ég kláraði "íslenska" Extra tyggjóið mitt í síðustu viku. Ég stökk því út í búð í gærkvöldi og keypti fimm mismunandi tegundir af tyggjói en ekkert af því er eins gott og dökkgræna Extrað heima á klakanum...skil ekki af hverju er ekki hægt að fá það hér! Þannig að Atli var vinsamlegast beðinn að koma með tyggjókarton út til mín á morgun...jappla á hinu á meðan... :)

Sunday, 3 May 2009

Nýr mánuður - Ný tækifæri

Þá er 1.maí/verklýðsdagurinn liðinn...fer ekki mikið fyrir honum hérna í Glasgow...enda eru Bretar svo sniðugir að færa alla frídaga ársins fram á næsta mánudag...þannig að í staðinn fyrir að vera í fríi í miðri viku þá færa þeir frídaginn fram á næsta mánudag. Reyndar vill það svo heppilega til fyrir Íslendinga þetta árið að 1.maí kemur upp á föstudegi þannig að þetta er búin að vera löng helgi hjá flestum :)
1.maí hefur svo sem ekki mikið að segja fyrir mig þetta árið...sit bara heima alla daga að ritgerðast, sama hvort það sé mánudagur, laugardagur, páskadagur eða verkalýðsdagur! En það er svo sem ágætt...maður ræður því a.m.k. sjálfur hvenær maður vill taka sér frí...sem ég ætla einmitt að gera seinnihluta næstu viku þegar Atli minn kemur til Glasgow og svo tökum við ferðalagið saman til London. Ég er BARA spennt :)
***
Sniglarnir voru með 1.maí keyrsluna sína í rigningunni heima á Íslandi. Atli fór að sjálfsögðu og vá hvað ég hefði viljað vera heima...þetta er einhvern vegin alltaf kick-startið á sumrinu að fara í 1.maí rúntinn (þó svo ég hafi nú bara farið tvisvar). Ég man bara að í fyrra var bongóblíða og æðislegt veður 1.maí...good memories :) Reyndar get ég huggað mig við það að þetta árið var rigning og ekkert spes veður þannig að kannski var ég ekki að missa af svo miklu ;)
***
Annars er búið að vera frekar ómerkilegt verður í Glasgow undanfarið...sólin lítið látið sjá sig...sem hvetur mann til að hanga heima að lesa og skrifa ;) Alltaf einhverjir jákvæðir punktar :) Reyndar lét sólin sjá sig í morgun...en fer í felur annað slagið
***
Ein í bekknum mínum var að trúlofa sig í páskafríinu og að því tilefni fórum við nokkrar skvísur út að borða á föstudagskvöldið. Við fórum má DiMaggio´s sem er ítalskur veitingastaður hérna í miðbænum. Ég fékk mér lax í sweet-chilli sósu með ekta kartöflumús og steiktum lauk...nammmmiii hvað það var gott. Við vorum svo saddar eftir matinn að við ákváðum að fara í smá göngutúr um bæinn og ca. klukkustund seinna fórum við á kaffihús og fengum okkur desert. Ég fékk mér heita hollenska þykka vöfflu með bönunum, karamellu- og súkkulaðisósu og vanilluís...þetta var bara einum of gott...fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina :)