Jæja þá er Íslandsförinni lokið....10 yndislegir dagar heima á klakanum...mikið hafði maður það gott. Við bjuggum hjá Sveinu (mömmu hans Atla) og hún stjanaði svoleiðis við okkur með bakaríisferðum og mömmumat. Fór ótrúlega vel um okkur...samt skrítið að vera ekki heima hjá mömmu og pabba því við höfum alltaf verið þar! Frekar fyndið :)
***
Ég gerði svo mikið á Íslandi þessa 9 daga sem ég var heima að ég ætla ekki að fara að þylja það allt upp hérna....í staðinn set ég bara inn nokkrar myndir :)
***
Ég kom til Glasgow um kvöldmatarleytið á laugardaginn...ótrúlega þreytandi að þurfa alltaf að fljúga frá Íslandi kl. 7 á mornana til London og taka svo tengiflug frá London til Glasgow síðdegis þannig að allur dagurinn fer í ferðalag! Sem betur fer fyrir aðra Íslendinga ætlar Icelandair að hefja aftur flug til Glasgow í lok ágúst...kemur sér reyndar vel fyrir mig þegar ég flyt aftur til Íslands í lok ágúst...ætli ég taki ekki fyrsta beina flugið til Ísland...en það er skemmtilegt að segja frá því að ég tók líka síðasta beina flugið til Glasgow í janúar :)
***
Britta flutti inn til mín í gær...ótrúlega gott að vera búin að fá hana yfir til mín. Eftir alla flutninga dagsins enduðum við á að fara út að borða á grískan veitingastað í nágrenninu...mmmm góður matur. Ég bauð henni svo upp á íslenskt Hrís...en viti menn...henni fannst það bara ekkert gott!!! Ég var ekkert smá hissa....en þá er bara meira fyrir mig...hahaha :)