Friday, 5 December 2008

Ferð til Troon

Þar sem hópurinn minn skilaði HRM verkefninu degi fyrir skiladag ákváðum ég og Britta að taka daginn í dag frí og fórum í lestarferð til Troon...smábæ fyrir utan Glasow. Lögðum af stað kl 11 í morgun og lestarferðin tók 45 mín. Við löbbuðum um allan bæinn og eftir ströndinni við bæinn, fengum okkur góðan hádegismat og kíktum í búðir og fengum okkur svo heitt Latte áður en við tókum lestina heim til Glasgow kl 16:30. Úfff hvað við höfðum gott af þessari pásu...spjölluðum um allt og ekkert og hlóum endalaust mikið.


***
Á leiðinni heim í lestinni sögðum við varla orð við hvor aðra því við vorum svo búnar á því eftir daginn....held við höfum of mikið af súrefni og útiveru miðað við síðustu vikur og mánuði...hahahah :)
Enduðum svo daginn á jólamarkaðnum í miðbæ Glasgow, fengum okkur þýskar pylsur með öllu :) Jólaskrautið auðvitað út um allt í bænum....Sem sagt alveg frábært dagur í alla staði...Britta er algjör perla :)

Britta bauð mér upp á þessar líka ljúffengu Bratwurst :)
***
Örstutt video
***
Núna er klikkan hálf sjö að kvöldi til og ég er komin upp á bókasafn...þarf að undirbúa mig og finna heimildir fyrir hóphitting morgundagsins...já já...þó svo dagurinn hafi verið frí þá verður maður að nýta kvöldið í lærdóm í staðinn hahaha. Á föstudaginn í næstu viku er skiladagur og kynning á Business Planinu okkar. Heldur betur kröfur fyrir það og allir hóparnir í svolitlum vandræðum með til hvers er ætlast af okkur...kemur í ljós...við gerum allavega okkar besta miðað við þann tíma sem við höfum :)

No comments: