Jæja, þá erum við búin að stofna blog og getum því strikað yfir það á "To Do" listanum fyrir Glasgow...
Við erum búin að vera á fullu síðustu tvær vikurnar að flytja út úr íbúðinni á Eskivöllum í Hafnarfirði. Tókum nokkra daga í að pakka öllu í kassa og ganga frá. Máluðum íbúðina og fórum með alla búslóðina okkar í geymslu til mæðra okkar. Við ætlum nefninlega að taka sem minnst með okkur út til Glasgow og leigja í staðinn íbúð með öllum húsgögnum og spara okkur því stússið tengt flutningi milli landa.
Hérna eru nokkrar myndir sem við tókum í flutningunum:
Við Atli í góðum gír í málningarstörfunum
Búið að pakka í allnokkra kassa
Íbúðin nánast tóm og rúmið komið inn í stofu
Sjáiði gítarsnillinginn með ryksugu í hönd og múrverkið í bakgrunni ;)
Eins og stendur búum við í Tjarnarmýrinni hjá mömmu og pabba Sæunnar. Fer mjög vel um okkur í gamla herberginu okkar :)
Annars er planið að Sæunn flytji út til Glasgow þriðjudaginn 16. september, skólinn byrjar svo í lok september. Atli flytur ekki alveg strax út, verður að vinna aðeins lengur og kemur svo út þegar hlutirnir eru komnir á rétt ról.
Við erum ekki ennþá komin með íbúð í Glasgow. Það má því segja að farfuglaheimilið verði fyrsta heimilið í Glasgow. Það eru víst einhverjar reglur hjá flestum leigumiðlurum í Skotlandi að áhugasamir verða að skoða íbúðir áður en þeir staðfesta leiguna. Þar af leiðandi getum við ekki fengið neina íbúð fyrr Sæunn er a.m.k. komin út.
Látum þetta duga í bili, verður nóg að gerast næstu dagana,
Sæunn og Atli
2 comments:
Hellú .... gaman að þið séuð loks komin með bloggsíðu. Ekki slæmt að geta fylgst með ykkur kærustuparinu í gegnum þetta mikla ævintýra ár:) En ég kaus á síðunni að ég komi til með að heimsækja ykkur, svo það er eins gott að ég standi við það :)
Ég vona svo sannarlega að þið komið til með að skemmta ykkur vel en þið verðið að vera dugleg að blogga !!
kv, Hjördís
Takk Hjördís mín, það væri draumur að fá ykkur Helga í heimsókn til Glasgow. Ég veit þú þarft að komast fljótlega í almennilega verslunarferð...Helgi verður svo ánægður með hugmyndina :)
Sjáumst og takk fyrir kommentið og hlýju kveðjurnar :)
Post a Comment