Tuesday 30 June 2009

Glasgow again og nýr meðleigjandi

Jæja þá er Íslandsförinni lokið....10 yndislegir dagar heima á klakanum...mikið hafði maður það gott. Við bjuggum hjá Sveinu (mömmu hans Atla) og hún stjanaði svoleiðis við okkur með bakaríisferðum og mömmumat. Fór ótrúlega vel um okkur...samt skrítið að vera ekki heima hjá mömmu og pabba því við höfum alltaf verið þar! Frekar fyndið :)
***
Ég gerði svo mikið á Íslandi þessa 9 daga sem ég var heima að ég ætla ekki að fara að þylja það allt upp hérna....í staðinn set ég bara inn nokkrar myndir :)

***
Ég kom til Glasgow um kvöldmatarleytið á laugardaginn...ótrúlega þreytandi að þurfa alltaf að fljúga frá Íslandi kl. 7 á mornana til London og taka svo tengiflug frá London til Glasgow síðdegis þannig að allur dagurinn fer í ferðalag! Sem betur fer fyrir aðra Íslendinga ætlar Icelandair að hefja aftur flug til Glasgow í lok ágúst...kemur sér reyndar vel fyrir mig þegar ég flyt aftur til Íslands í lok ágúst...ætli ég taki ekki fyrsta beina flugið til Ísland...en það er skemmtilegt að segja frá því að ég tók líka síðasta beina flugið til Glasgow í janúar :)
***
Britta flutti inn til mín í gær...ótrúlega gott að vera búin að fá hana yfir til mín. Eftir alla flutninga dagsins enduðum við á að fara út að borða á grískan veitingastað í nágrenninu...mmmm góður matur. Ég bauð henni svo upp á íslenskt Hrís...en viti menn...henni fannst það bara ekkert gott!!! Ég var ekkert smá hissa....en þá er bara meira fyrir mig...hahaha :)

Wednesday 10 June 2009

Vika í heimkomu...

Alveg ótrúlegt....eftir viku verð ég á leiðinni út á völl til að fljúga heim til Fagra Íslands :) Ég er meira að segja búin að pakka í ferðatöskuna og alles...er svo spennt :)
***
Annars er ég búin að vera frekar löt í blogginu...enda kannski ekki mikið að frétta af mér þessa dagana...er bara á kafi í lestri og skriftum...er með ákveðin markmið sem ég ætla að ná áður en ég ferðast heim til Íslands. Þá get ég leyfti mér að gera allt annað en að læra heima á Íslandinu :)
***
Fór í morgun og keypti mér ótrúlega fallegan kjól í Karen Millen sem ég ætla að vera í brúðkaupinu hjá Hildi og Kjarra. Ooooo ég hlakka svo til...þetta verður algjört æði...Fyrsta vinkonan í vikonuhónum til að gifta sig...svo spennandi :) Maður á örugglega eftir að grenja úr sér augun í athöfninni þegar Hildur kemur labbandi inn kirkjugólfið í kjólnum. Hún verður örugglega gullfalleg :)
***
Það er svo margt sem ég ætla að gera þessa 10 daga sem ég er heim á klakanum...ætla að hitta Evu og Maddý strax á fimmtudeginu, í quality skvísuleiðangur með Mýu og vonandi Ester á föstudeginum, útskrift hjá Evu og brúðkaup á laugardeginum, Esjugöngu, fá útrás á mótorhjólinu, kíkja í sundlaugarnar, heimsækja Eimskipafólkið mitt, fara upp í sumarbústað, dúllast með sætustu og bestu kútum í heimi...Valda og Bjarka...úfff ég gæti haldið áfram endalaust ;) Þetta verður bara æði...ég ætla svo að vona að elskulega sólin láti eitthvað sjá sig á meðan ég er heima...það gerir allt svo miklu skemmtilegra :)

Thursday 4 June 2009

Pik Nik og lestur

Fórum í æðislegt piknikk um daginn....þvílíkur hiti og sól....var varla að meika þetta! En vatnið og fersku ávextirnir héldu í mér lífinu :) Í dag var þó skýjað...kannski sem betur fer....fá smá pásu frá hitanum...
***
Riterðin gengur sinn vanagang....er á fullu í lestri ennþá...plana að hefja skrif um helgina.
***
Fór á tvo fyrirlestra í vikunni. Sá fyrri var um Irn-Bru drykkinn...fengum framkvæmdarstjórann í heimsókn til okkar sem fræddi okkur um hvernig fyrirtækið vex út fyrir landsteinana og hvert stefnan er tekin í framtíðinni. Seinni fyrirlesturinn var með Colin McClune en hann er fyrrverandi yfirmaður Shell í Kóreu, Brunei, Japan og fleira....með mikla reynslu. Hann fór í gengum samningaviðræður (negotiations) með okkur og leyfði okkur að spreyta okkur sjálf á að reyna að semja....það var virkilega gaman og lærdómsríkt :)
***
Corinne í bekknum mínum á afmæli í dag og ætlar að halda upp á það annað kvöld með skvísuhitting. Ætlum að hafa kósíkvöld heima hjá henni, anta pizzur, háma í okkur nammi og spila :) Fórum einmitt í dag og keyptum handa henni afmælisgjöf...matreiðslubók enda kann hún ekkert að elda hahaha....og svo ferskar ólífur, kex og fleira dúllerí í gourmet-búðinni hérna í miðbænum. Fórum svo í framhaldinu á Cafe Nero...en ekki hvað....en í þetta skiptið var ekkert Latte&Muffin....I know...það mætti halda að ég væri farin að svíkja lit! En ég var bara svo svöng að ég fékk mér panini í staðinn :)