Friday 31 October 2008

Helgarfrí...óþekkt fyrirbæri...

Þá er komin föstudagur...alveg ótrúlegt, finnst síðasta helgi nýliðin!!!
Þetta verður þó ekkert helgarfrí...í venjulegum skilningi...mikill lestur og hópavinna skipulögð um helgina...nóvember verður killer verkefnamánuður...hehehe...kannski ekkert nýtt!

Hafði hugsað mér að fara í bíó í kvöld með nokkrum stelpum í bekknum....ég hefði gott af því að dreyfa huganum aðeins og hugsa um eitthvað annað er Strategy, Cross cultrual management, Human resource management og búa til Business Plan :) Stefnan er tekin á "Burn After Reading" með George Clooney og Brad Pitt ef ég man rétt...

Var að komast að því í gær að jólafríið mitt verður nú ekki mikið frí...hmmm....það er ætlast til þess að við notum jólafríið okkar til að gera stórt hópverkefni, búa til Business plan sem við eigum að kynna í Janúar...gaman gaman...þannig að maður þarf að skipuleggja sig vel yfir hátíðarnar...best er þó að hópurinn sem ég er í í þessu fagi er frábær. Fengum nefninlega að velja sjálf hópa og þar af leiðandi ákváðum við að vera 6 saman í hóp sem erum öll mjög metnaðarfull og viljum gera okkar besta í náminu. Hópurinn hefur fengið nafnið "The Dream Team" hahaha...því við höldum því fram að við séum besti hópurinn!!! Svona erum við kokkí ;) En að öllu gríni slepptu þá erum við öll mjög áhugasöm þannig að vonandi kemur eitthvað gott út úr þeirri hópavinnu :)

Er allt að verða kreisí heima! maður les ekki annað í fréttunum en að það sé verið að segja upp fólki...alls staðar! Vona að allir sem lesa bloggið mitt séu ennþá með vinnuna sína....og haldi henni áfram. Lítur út fyrir að það verði bara kerti og spil í jólapökkum landsmanna þetta árið...allavega frá mér...fátæka námsmanninum...hehehe :)

Wednesday 29 October 2008

Happy Dwali

Var frekar lengi að ná mér niður í gær eftir kynninguna í Stefnumótun, var ekki alveg nógu ánægð með þetta...En það fór nú aðeins að létta yfir manni þegar leið á kvöldið og eftir að bókasafninu var lokað kl 22 fór ég og hitta nokkra krakka úr bekknum. Fengum okkur einn bjór og fengum útrás fyrir stefnumótun og verkefninu sem við vorum öll frekar óviss með niðurstöðuna á...í framhaldinu fórum við í heimsókn til Indverjana í bekknum okkar
***Happy Dwali***
Málið er að í gær var stærsta hátíð ársins hjá Indverjum (réttara sagt þeirra sem eru Hindu trúar)...hátíðin heitir Dwali og er eins og jólin fyrir okkur. Þannig að það var frekar skrítið fyrir þeim að vera í skólanum um daginn...svona eins og við værum í skólanum á aðfangadag!
Indverjarnir fóru allir í mosku/kirkju til að biðja um kvöldmatarleitið og svo er svaka matarveisla um kvöldið. Þau buðu okkur að koma í heimsókn og vildu endilega leyfa okkur að taka þátt í hátíðarhöldunum með þeim. Ég smakkaði nokkra indverska rétti, svakalega gott og bragðmikið. Sumt heldur sterkt fyrir minn smekk...en þau krydda matinn sinn mjög mikið. Ég stoppaði bara stutt en það var samt gaman að fá að upplifa þetta að hluta til með þeim...held að þau hafi samt fengið mest út úr því að segja okkur frá hátíðinni, leyfa okkur að smakka matinn og hafa félagsskap :)
Í dag byrjaði ég svo í nýju fagi í skólanum...International Business...sem er aðalfagið í öllu náminu. Þetta er langt námskeið sem gildi u.þ.b. 1/4 af lokaeinkunninni okkar í skólanum. Byrjar vel...með nóg af verkefnum...ég er viss um að maður lærir helling á þessu :)
jæja, best að byrja lesturinn...svo maður viti nú hvað eigi sér stað í tíma á morgun :)

Tuesday 28 October 2008

Flott framtak

Check it out...fyrir þá sem vilja hringja ókeypis til útlanda á næstu dögum...

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/28/hringt_fritt_i_vini_og_vandamenn_erlendis/

Mér finnst þetta nokkuð sniðugt og gott framtak :)

Kynningin búin

Var að enda við að klára kynninguna í Stefnumótun....gekk allt í lagi en fengum alveg hryllilegar spurningar frá kennaranum. Núna er bara að vona að hópurinn minn nái þessu fagi...50% fall, fjórir hópar af átta féllu í fyrra...þetta er enginn leikskóli...

Er búin að sofa frekar lítið síðustu daga...náði þó tveggja tíma svefn í nótt frá 4 til 6...hehe svo var bara farið upp í skóla að æfa kynninguna. Það er því alveg á hreinu að ég ætla að leggja mig í dag og fá mér stóran bjór til að slaka á áður en næsta hópverkefni byrjar á morgun :)

Ég er búin að fés-væðast!!! já já og meira að segja Atlimann líka :)
þetta er nú meiri tímaþjófurinn...það verða sko sett tímamörk hversu mikinn tíma ég má eyða í facebook á dag.

En ég ætla að fara að drífa mig heim og slappa af og reyna að hætta að hugsa um Strategy...þetta situr bara svo fast í hausnum á manni...

Saturday 25 October 2008

Dans til að létta lundina

Á fimmtudaginn fór allur bekkurinn í Ross Prior ferð, en Ross Priory er eins konar kastali sem háskólinn á og notar fyrir ýmis tilefni. Kastalinn er í um það bil klukkustundarakstri frá Glasgow þannig að við gátum notið sveitasælunnar og friðar í einn dag til að endurhlaða batteríin:





Við komum um hádegisbilið og fengum þriggja rétta hádegisverð og fórum svo og skoðuðum okkur um. Náttúran þarna er mjög falleg, verst að veðrið var ekkert spes, rok og rigning (þannig að sólarmyndin hér að ofan af kastalanum er tekin af internetinu ;)


Um kaffileytið var svo haldinn fyrirlestur um hvernig ritgerðin okkar á að vera uppbyggð, hvers er ætlast til af okkur og fleira. Seinnipartinn spjölluðu svo allir saman og höfðu það kósí. Kvöldmaturinn var svo aftur þriggja rétta...þannig að okkur skorti ekki næringu þann daginn! Um kvöldið var svo haldið Ceilidh...sem eru skoskir dansar....og vá hvað það var gaman. Allir dönsuðu eins og vitleysinar, alveg frábært stemning. Hérna eru nokkrar myndir frá danstöktunum:


Hérna er svo eitt video sem ég tók...vona að þið getið skoðað það:

Wednesday 22 October 2008

Eitt fag að baki

Getið þið trúað því...eitt fag að baki og ég þarf aldrei að hafa áhgyggjur af því aftur. Það kláraðist í dag með hópkynningu á verkefni um internet stefnur í fyrirtæki í New Zealand. Þetta var í rauninni ekki venjulegt fag því okkur var boðið að taka þetta fag aukalega til að bæta okkur í Skills Management. Fagið fólst aðallega í að kunna að leita að réttum og áreiðanlegum upplýsingum til að styðjast við og nota sem heimildir. Einnig var stór þáttur af námskeiðinu að læra að koma skilaboðum rétt frá sér, gera góðar og skilvirkar kynningar og koma fram fyrir hópi af fólki. Þetta var mjög praktíst....auðvitað er alltaf eitthvað af fólki sem nennir ekki að mæta á svona námskeið þar sem það fær ekki raunverulega einkunn fyrir þátttöku...en fyrir mér er þetta bara eitthvað sem maður græðir sjálfur á...maður er jú hérna til að reyna að bæta sig á sem flestan hátt :)

Næsta þriðjudag er svo skil á killer verkefni sem er búið að taka mesta tíma síðustu tvær vikurnar. Ég er ekkert smá stressuð fyrir það því kennarinn er fáránlega strangur og mjög gagnrýninn og í raun veit enginn nákvæmlega út á hvað verkefnið gengur...hehe...en svona er þetta...

Verð að þjóta...langaði bara að setja inn smá update um mig. Alltaf gaman að sjá afrakstur einhvers og klára lokaverkefni. Þá tekur eitthva nýtt og spennandi við :)

Tuesday 21 October 2008

Áður en ég drukkna...

Þetta verður stutt blogg....vinnuálagið er gjörsamlega óendanlegt...

Fengum gestafyrirlesara í tíma í dag, Dr. Colin R. McClune, fyrrverandi Chairman of the Shell corporation í Suður Koreu...hann er hættur að vinna og er núna að eyða draumaárunum í að deila reynslu sinni með business nemendum. Verð að segja að þessi maður er alveg frábær, þæginlegt að hlusta á hann og gaman að fá raunveruleg dæmi úr atvinnulífinu sem sína hvernig multinational fyrirtæki vinna. Hann varð einmitt svolítið undarlegur á svipinn þegar hann sá að ég var frá Íslandi og sagði...."Það eru ekki margir sem halda upp á Ísland eða Íslendinga núna....ég átti einmitt tvo spariféreikninga í íslenskum bönkum....og hvar er sá peningur núna" svo fór hann að hlægja...þetta var nú allt meint í góðu hjá honum en sýnir klárlega hug sumra til Íslands um þessar mundir...!

Annars er flugið mitt heim um jólin komið á hreint...Icelandair mun bera allan kostnað af innanlandsflugi í Bretlandi, þ.e. frá Glasgow til London, ég flýg svo heim frá London til Reykjavíkur með Icelandair. Verð að segja að konan sem ég talaði við hjá Icelandair var virkilega hjálpsöm og þjónustulundin upp máluð. Það er örugglega mikið af tuðandi Íslendingum að hringja inn og kvarta og kveina yfir breyttri flugáætlun...

Frábæri tölvusíminn sem ég gerðist áskrifandi að hjá Símanum virkar ekki hérna í skólanum....Skólinn er ekki með opið portið sem þarf fyrir tölvusímann. Best að heyra í Símanum og segja upp áskriftinni....ætli Skype verði ekki notað í staðin...þarf að vinna í því að koma því upp...þannig að þeir sem vilja vera í "símasambandi" við mig endilega fáið ykkur headphones með microphone og þá getum við spjallað á Skype :)

Fyrst kynningin mín á morgun....þannig að stressið er aðeins farið að segja til sín....en áður en ég undirbý munnlegu kynninguna þarf ég að klára að vinna eins stefnumótun í öðruhópverkefni, lesa case og svara spurningum, lesa 3 kafla í Cross Cultural management, mæta í hópvinnuhitting kl 21:00 í kvöld...hehehe....þannig að það lítur út fyrir að ég byrji að undirbúa munnlegu kynninguna einhvern tíma í nótt...

...KAFFI ER BESTI VINUR MINN ÞESSA DAGANA...það versta við kaffi er að það blekkir mann hvað svengd varðar og stundum átta ég mig á því um kvöldmatarleytið að ég er bara búin að borða eina Kellogs skál í morgunmat og þamba kaffi yfir daginn og ekki fengið neina almennilega næringu...ekki eitthvað sem ég þarf...þarf að koma aðeins betri reglu á matarmálin svo maður verði ekki bara ruglaður af kaffidrykkju :)

Jæja, verð að þjóta...knús og kossar...later...

Saturday 18 October 2008

Flugvandræði og hópvandræði

Ekki beint skemmtilegar fréttir frá Icelandair í gær....þeir ætla að hætta beinu flugi til nokkurra áfangastaða þar á meðal Glasow!!! Ég veit svo sem ekkert hvað það þýðir fyrir mig...en ég keypti flugmiða fram og til baka Glasgow/Keflavík fyrir jólin fyrir u.þ.b. fjórum dögum og fékk farið á alveg fáránlega góðum díl. En núna segjast þeir ætla að hætta beinu flugi...þannig að ég veit ekki alveg hvernig ég mun koma heim um jólin, kannski ég þurfi að taka vél frá Glasgow til London og svo þaðan heim til Íslands. Væri samt frekar fúlt ef ég þyrfti að borga sjálf innanlandsflugið hér í UK...vona að Icelandair standi sig enda keypti ég flugfarið í góðri trú um að miðinn tæki mig frá Glasgow heim til Íslands...er það þá ekki í verkahring Icelandair að redda mér heim án þess að ég beri auka kostnað af því! Sjáum til, ég sendi allavega fyrirspurn á Icelandair í gær til að sjá hverni mín mál standa....

Annars gæti ég öskrað núna....hópavinnan eitthvað að fara með fólk hérna! Við erum t.d. sex saman í hóp í einu faginu og síðasta laugardag ætluðum við að hittast kl 10 um morguninn en aðeins 4 mættu. Í dag, laugardag, ætluðum við svo að hittast kl 13 (svo allir gætu nú sofið út fyrir þá sem voru á djamminu) en viti menn...það mættu bara þrír þarf af einn sem mætti klukkutíma of seint! Þannig að það vantaði helminginn af hópnum...dí hvað svona fer í taugarnar á mér. Svo við gátum voðalega lítið gert því það vantaði input-ið frá hinum hópmeðlimunum. Jæja, þýðir ekkert að svekkja sig á því. Í staðin ætla ég að setja upp modelið sjálf svo eitthvað komist í verk hérna...gerir það víst enginn annar!

jæja, best að halda áfram hérna....ætla sko að fá mér vel-inn-unninn bjór í kvöld :)

Friday 17 October 2008

Heitt vatn og klósettið í lagi

Ég fékk viðgerðarmann í heimsókn til mín í gær þar sem klósettið var eitthvað að stríða mér í íbúðinni...sturtaði ekki alltaf niður. Gaurinn breytti einhverjum stillingum í klósettinu og nú virðist það virka fínt...7 9 13...allavega hefur það ekki klikkað síðustu fjögur skipti sem ég hef sturtað niður :) Svo var ég alltaf búin að vera í vandræðum með að fá heitt vatn í krönunum inni í eldhúsi og inni á baðherbergi....jú jú ég þurfti alltaf að nota heita vatnið úr sturtunni til að geta vaskað upp úr bala inni í eldhúsi! Skemmtilegt....en viti menn...klósett gaurinn gat aðstoðað mig með það líka þannig að núna er ég með heitt vatn í allri íbúðinni og klósettið í lagi.

Vikan er búin að líða ekkert smá hratt...það er kominn föstudagur....spáið í því...mér finnst Ester og Atli nýfarin heim...samt eru fjórir dagar síðan! En lífið heldur áfram og allt komið á milljón í skólanum.

Ég keypti mér tölvusíma frá Símanum í vikunni...ótrúlega ánægð með hann...þangað til kom í ljós að internetið hérna í skólanum samþykkir ekki símann!!! þannig að það lítur út fyrir að ég geti ekki notað hann hérna...ætla samt að reyna að redda þessu einhvern vegin...það bara hlýtur að vera hægt...það munar öllu að geta heyrt í öllum heima án þess að borga fúlgur fyrir það í gegnum venjulegan síma!!!

Við fórum nokkrar stelpur á kaffihús eftir tíma í gær...ekki mikill laus tími þannig að við vorum þar á milli sex og sjö....ekki beint venjulegur kaffiúsatími en maður verður að nýta þær fáu stundir sem gefast :) við vorum allar mjög ánægðar með að hafa kíkt aðeins út og litið upp úr bókunum...for a change....fengum okkur kaffi og muffins :)

Farin aftur í tíma,
Later...

Wednesday 15 October 2008

Frábær helgi

Helgin var alveg frábær...Atli og Ester komu óvænt að heimsækja mig :) :) :) Það er ástæðan fyrir því að ég hafi engan áhuga á að eyða tíma mínum í blogg...hahaha...

Það var ákveðið á fimmtudeginum að þessi óvænta 3-4 daga heimsókn yrði um helgina. Þau lentu á föstudagskvöldinu og voru komin í íbúðina rétt um miðnætti. Auðvitað var ég með kaldan bjór í ísskápnum til að taka á móti sendinefndinni. Það voru miklir fagnaðarfundir og knús þegar þau loksins komu. Ég tók þá ákvörðun að kúpla mig nánast alveg út úr öllum lærdómi þessa helgi og lét hópinn minn vita að ég yrði frekar upptekin. Sem betur fer tóku þau vel í þetta enda voru einhver þeirra líka upptekin. Ákvörðun var því tekin að byrja aftur hópavinnu af fullum krafti á þriðjudaginn. Ég gat því heldur betur fengið útrás með Ester og Atla alla helgina.

Á laugardeginum löbbuðum við um allan bæinn og ég sýndi þeim helstu staðina sem ég hef verið á (internetkaffið, verslunargatan, Hostelið, River Clyde, Háskólan o.fl.). Við skönnuðum líka helstu veitingastaðina í hverfinu svo við vissum hvað væri í boði. Um kvöldið fórum við svo út að borða í Merchant Square sem er rétt við blokkina mína. Atli fékk sér nautasteik, Ester kjúklinga-Fahítas og ég risarækju-Fahítas. Svældum í okkur nokkrum bjórum og héldum svo af stað út á skemmtanalífið. Það er ekki annað hægt að segja en við höfum verið mjög dugleg að skanna næturlífið í bænum, ég man allavega eftir 5 stöðum sem við fengum okkur í glas á, allir með mismunandi ívafi, sumir með frekar ungu fólki, aðrir með eldra fólki og svo allt þar á milli.

Á sunnudeginum var sofið út og fengið sé góðan morgunmat, lágum í leti en dröttuðumst svo út rétt fyrir kaffi og fórum í smá göngutúr og keyptum headset fyrir tölvusímann minn. Þannig að á næstu dögum get ég farið að hringja í heimasíma á Íslandi og borgað nánast ekki neitt fyrir það. Það verður frábært, kominn tími til að heyra í all mörgum sem ég hef ekkert getað heyrt í síðan ég kom hingað út :)


Á sunnudagskvöldinu fórum við svo út að borða á Ítalskan veitingastað og fengum okkur pizzur og bjór (en ekki hvað hahaha). Spjölluðum mikið...þó sérstaklega um hina áhugaverðu viðskiptavinina sem sátu á næstu borðum á veitingastaðnum...hlóum frekar mikið...

Þegar við komum heim var svo spjallað og spjallað frameftir öllu kvöldi um allt milli himins og jarðar. Það bjargaði okkur alveg að ég á ekki sjónvarp né hef internet teningu í íbúðinni ennþá....ef við hefðum haft það þá hefðum við örugglega legið fyrir framan sjónvarpið og tölvuna allt kvöldið og ekki sagt orð við hvort annað.

Á mánudeginum fór ég svo í skólan um morguninn en var svo heppin að vera búin rétt eftir hádegi. Hitti þá Ester og Atla á internetkaffinu fræga þar sem ýmis áríðandi mál á Íslandi voru skönnuð og kláruð :) Um kaffileytið fórum við svo á T.G.I. Fridays og fengum okkur góðan mat og öllara. Fengum alveg frábæra þjónustu og fórum pakksödd áleiðis heim þar sem við lágum á meltunni í smá tíma. Það sem eftir var dags var snattast í ýmsum málum, farið út í búð, á internetkaffið, myndir úr ferðinni settar inn á tölvuna mína o.fl. Um kvöldið tókum við svo svakalega spilasession....spiluðum í marga klukkutíma og drukkum helling af bjór og átum endalaust af snakki og nammi. Algjör quality stund, eitthvað sem maður ætti að gera oftar :)

Á þriðjudagsmorgninum lögðu svo Ester og Atli af stað út á flugvöll, maður knúsaði þau eins og maður gat enda langt þangað til ég hitti þau næst. Ég bað þau sérstaklega að knúsa mömmu og pabba frá mér þegar þau kæmu heim :) Ég sendi Silla bró knús í gegnum bloggið :)

Þannig að í dag er ég aftur orðin ein í Glasgow, ótrúlega fyndið að vakna bara í tómri íbúð í morgun...það er bara svo gaman að hafa svona líf í kringum sig :) Þessi heimsókn var svo ólýsanlega skemmtileg að ég bara get ekki lýst því með orðum....Við gerðum bara nákvæmlega það sem okkur langaði til, ekkert stress og nutum þess svo innilega að vera saman og spjalla :)
Ég á eftir að lifa á þessari helgi ótrúlega lengi....takk takk takk fyrir komuna :)

Friday 10 October 2008

Kínverska

Þá er ég búin að fara í fyrsta kínverskutímann minn....OMG þetta var ekkert smá skemmtilegt, allir sem ekki tala kínversku taka kínverskutíma en fólkið frá Kína tekur enskunámskeið. Sem sagt meirihlutinn af bekknum þarf að læra kínversku. Fyrsti tíminn var í gær og það var svo ótrúlega gaman, við erum búin að vera í svo erfiðum tímum og kínverskan gefur okkur smá svigrúm til að hugsa um eitthvað annað en stefnumótun og alþjóðastjórnun. Það var mikið hlegið og fólk lagði sig allt fram við að reyna að ná framburðinum í kínversku. Kínverskan er byggð á allt öðruvísi hljóðum en við erum vön að nota, það var því heldur betur áskorun að takast á við nýju hljóðin :)

Fyrir stuttu var haldin smá hátíð í hverfinu mínu, Merchant city Festival. Það voru fullt af sölutjöldum, tónlistarviðburðum og sýningum. Svaka góð stemning og allir barirnir fullir af fólki. Ég tók nokkrar myndir:

Annars mun helgin einkennast af hópavinnu og reyna að koma einhverju gáfulegu saman fyrir kynningu sem við þurfum fljótlega að halda. Best að nýta daginn vel :)

Thursday 9 October 2008

Skráning í skólan yfirstaðin


Þá er ég loksins búin að skrá mig formlega í skólan og námið. Eðlilega tók það nokkra daga fyrir peningafærsluna að eiga sig stað þannig að ég gat loksins klárað skráninguna mína í gær. Núna er ég þá komin með stúdentakort sem gefur manni aðgang að byggingum skólans t.d. bókasafninu og ég er líka komin með aðgang að interneti skólans. Tímar Internetkaffisins eru því búin, ég fagna því mjög...en ætli maður fari ekki þangað annað slagið í vetur til að fá sér Cafe Latte...bara svona minninganna vegna :)


Aðal fréttaefnið hér í Bretlandi/Glasgow er íslenska bankakerfið....kannski eðlilega. Allt að verða vitlaust yfir yfirlýsingum seðlabankastjóra og annarra embættismanna á Íslandi. Þetta er ýmist á forsíðum blaðanna hérna úti eða á fyrstu opnu. Svona líka glæsileg mynd af Landsbankanum í bankastræti á fyrstu opnu eins dagblaðsins hér í dag.
Þrátt fyrir þetta get ég eiginlega ekki annað sagt en að ég sé mjög fegin að vera stödd hérna í Glasgow í námi, ég get valið hvaða fréttir ég vil sjá og heyra og það eru ekki allir í kringum mann að tala um hvað ástandið sé hræðilegt - eins og mér skilst að sé eina umræðuefnið á vinnustöðum heima á Íslandi! Þó svo námið verði nú kannski eitthvað dýrar en ég gerði ráð fyrir í fyrstu...þá held ég að þetta sé bara ansi góður tími til að vera í námi - þegar það er svona mikil niðursveifla á Íslandi. Ég get rétt ímyndað mér hvað það eiga margir eftir að missa vinnuna á næstu vikum og mánuðum heima á Íslandi...


Eg fór á International Pub Night í gærkvöldi....maður verður jú að sýna lit og mingla...
Ein í bekknum tók þessa mynd af okkur...best að deila henni með ykkur


Miss Mexico, Nigeria, Germany and Iceland
Þessi frá Þýskalandi á einmitt kærasta í Þýskalandi og er þar af leiðandi í "Fjarbúð" eins og ég. Reyndar mun Atli koma til mín eftir nokkrar vikur en þau ætla að vera í fjarbúð allt námið. Þannig að ég tel mig nú bara nokkuð heppna :)
Annars er "killer" hópverkefni framundan. Við eigum að halda kynningu fyrir "forstjóra" fyrirtækis og sýna hvernig við myndum breyta og bæta stefnu og tilgang fyrirtækisins. Þetta verður ögrandi...mér sýnist á öllu að stelpurnar í hópnum (ég og ein frá Indlandi) munum vinna mestu vinnuna...karlmenn geta stundum verið svo óáreiðanlegir...hehehe....þannig er það greinilega í okkar hóp!



Ég er nú ekki búin að vera dugleg í myndatökunum en hérna eru nokkrar myndir af hverfinu mínu í Glasow. Ég er voða ánægð hérna, snyrtilegt og hreinlegt (þið ættuð að sjá sum hverfin héra), stutt í skólan og ódýrasta matvöruverslunin í næstu götu. Þannig að ég þarf aldrei að taka strætó eða leigubíl. Í hreinskilni sagt þá hef ég ekki sest upp í farartæki síðan ég kom hérna fyrir rétt tæpum mánuði....geri aðrir betur :)

Gatan inn að blokkinni minniBlokkin mínOg garðurinn í kring

Séð úr andyrinu út á götu

:) Inngangurinn að 125 Bell street :)

Monday 6 October 2008

Langt sidan sidast

Ja, eg get alveg sagt eins og er ad helgin for i brjalaedislegan lestur og vangaveltur um "International Strategy"...ju ju gott folk...fjorid er byrjad. Namid er alveg otrulega krefjandi, mjog mikid um hopavinnu sem er byrjud a fullu og allir turfa audvitad ad leggja sitt ad morkum og finna einhverjar flottar lausnir og svor vid spurningum sem vid getum eitt heilu og halfu timunum i ad meta hvad tyda! Herna eru allir ad keppast vid ad koma med flottustu og bestu lausnirnar og sanna fyrir kennaranum hversu gildar taer eru. Tetta getur vaegast sagt skapad heitt andrumsloft i timum...la vid latum i tima i morgun milli mismunandi menningarheima!
Eg verd ad vidurkenna ad eg er nokkud anaegd ad vera ein herna uti nuna (ekki beint til Atla mins)...hef ekki minnsta tima til ad sinna gestum eda vera felagsvera um tessar mundir..hehe...allur timi fer i ad gruska i bokum, greinum og case-um. Tad verdur gaman ad sja tegar fyrsta onnin klarast hvada arangri madur hefur nad :-) I fyrsta sinn finnst manni eins og madur tyrfi virkilega ad nota taer kenningar og model sem sett eru fram...i raunverulegum adstaedum.
Annars er eg buin ad vera otrulega duglega ad elda mer mat herna....verd bara ad vidurkenna stolt mitt yfir tvi. Atli getur kvittad fyrir tad ad eg er ekki tekkt fyrir ad elda mikid heima....aetli eg hafi ekki gert tad svona innan vid 10-20 sinnum tessi taepu tvo ar sem vid bjuggum a Eskivollunum! Ekki god frammistada tad....en hey...sem betur fer er eg ekki i kokkanami...hehehe...
Tad hlaut ad koma ad tvi....eg hef nad teim arangri ad stiga i svona lika skemmilegan hundaskit ad tad halfa vaeri nog! Skornir minir voru allir utatadir...spennandi...Annars tekur madur alveg eftir tvi ad goturnar herna eru ekki alveg hreinar og heima a Islandinu. Kom manni svolitid a ovart...en eg reyni allavega ad passa hvar eg labba nuna til ad fordast frekari subbuatvik!!!
Madur er audvitad buinn ad sja svolitid af motorhjolum og vespum herna...en merkilega ta eru oll slik farartaeki i eldri kanntinum. Eg var tvi mjog anaegd tegar eg sa eitt stykki GSX-R 600 Sukku, nyleg...en audvitad ekki eins fallegt hjol og mitt var (sakn sakn sakn). Vonandi getum vid Atli verid a motorhjoli herna naesta sumar tegar eg verd i ritgerdarsmidum...tad vaeri bara draumur :)
Vona ad peningarnir minir seu oruggir heima a Islandi...vil helst sem minnst lesa frettirnar heima nuna...veldur manni bara ahyggjum...einhverju sem eg nenni ekki ad eyda timanum minum i nuna. Hafdi nogar ahyggjur i sidustu viku...eg er haett ollu svoleidis. Hef nog annad ad hugsa um! Komst to ekki hja tvi ad sja sjokk frettir dagsins i dag a mbl.is....en i versta falli tapar madur ollu sparife sinu....eg meina...gerist eitthvad verra en tad!!! Ekki eins og einhver se ad deyja.....nema kannski islenska kronan! eg vil ta frekar ad hun deyji og peningarnir minir eydist upp heldur en ad eitthvad annad gerist....tad eru vist margir sem hafa tad verra. Vera jakvaedur herna...tydir ekkert annad...tetta eru bara peningar, eg a sko fullt af odrum sem er mer miklu mikilvaegara :)
Ad tessu sogdu...Best ad drifa sig heim....Cross-Cultural Management bidur spennt eftir heimkomu minni :)

Thursday 2 October 2008

Fyrsti skoladagurinn

Var ad klara fyrsta timann minn i skolanum, International Business fra 9-12. Tad er alveg a hreinu ad tessi kennari hefur oendanlegan ahuga a kennsluefninu og ollu sem tvi fylgir, sem betur fer tvi hun heldur manni alveg vid efnid allan timan...en ad sama skapi gerir hun gridarlegar krofur til okkar. En hey, er tad ekki astaedan fyrir tvi ad madur er herna...madur vill hafa eitthvad futt i tessu, vaeri nu ekkert skemmtilegt ad vera koma alla leid til Glasgow bara fyrir einhvern leikaraskap :) Byrjudum morguninn a ad fa upplysingar um med hverjum vid vaerum med i hop vardandi verkefnavinnu...svo bara farid i fyrsta hopverkefni dagsins. Adur en eg vissi af var eg komin med tusspenna i hond og farin ad skra nidur oll komentin upp a toflu fra hopnum minum og spyrja tau ut i ymislegt til ad fa hugmyndir teirra upp a bordid...hahaha fyndid hvad madur einhvern vegin lendir stundum bara i ad leida svona hopa. Mer fannst tad allavega mjog gaman.
Annars er eg svo spennt yfir skolanum tessa dagana ad eg get bara ekki bedid eftir ad fara heim og lesa fyrst Case-id og klara allt sem tvi fylgir :) Eg vona ad tessi ahugi verdi langvarandi hahaha...
For a blakaefingu i gaerkvoldi...otrulega gaman, vid vorum svona 15 a aefingu. Vona bara ad hopurinn minnki ekki eins og oft vill verda....tvi vid possum eiginlega akkurat i tvo lid svona :) Alls konar folk ad aefa, sumir mjog godir en adrir ad profa i fyrsta sinn.
Eg for reyndar af aefingunni adur en hun var buin tvi eg for ad hitta hopinn minn/bekkinn a pub i nagrenninu. Fekk mer einn bjor til ad orva adeins taltaugarnar...hehehe...ja, merkilegt hvad bara einn bjor getur gert. Skemmtilegur hopur sem eg er i, lofar ad minnsta kosti godu. Eg var nu ekki lengi ad, for medal teirra fyrstu heim rett um 11 i gaerkvoldi, tad var bara fint. Gat allavega kynnst folkinu adeins betur to svo eg hafi ekki verid i einhverjum braludum drykkjugir eins og sumir virdast vera herna alla daga vikunnar...hahaha. Indverjarnir virdast to vera mjoooog agadir...sumir hverjir eru bara herna til tess ad laera og maeta ekki a neina svona vidburdi. Held tad se bara missir fyrir ta...madur verdur ad fa eitthvad adeins meira ut ur tessu heldur en bara ad laera ;) Hinn gullni medalvegur....

Wednesday 1 October 2008

Nokkrar myndir fra tvi eg kom til Glasgow

Jaeja, nuna get eg loksins hent inn nokkrum myndum sem eg hef tekid undanfarid.

Mig langar ad byrja a ad takka ollum sem komu i kvedjupartyid mitt adur en eg for ut fyrir komuna, litill en godur hopur. Otrulega gott ad geta knusad ykkur adur en eg for til Glasgow. Herna eru svo nokkrar myndir af gledskapnum.

Mya og Ester

Atli og Silli

Hildur og Eva

Agust og Mya

Elva og Kaero

Kjarri og Atli

Maddy, Hildur, Eva og eg

Eg tok reyndar mjog faar myndir a mina vel, Atli tok miklu fleiri. Myndirnar hans koma svo inn lika...einhvern tima...

Svo eru her nokkrar myndir af EuroHostel-inu sem eg var a fyrstu vikuna adur en eg fekk ibudina afhenta. Ekki mjog spennandi place til ad bua a en eg get ekki annad sagt en ad tetta hafi verid lifsreynsla ad vissu leyti. Vid gistum fjorar stelpur saman i herbergi, eg get ekki neitar tvi ad madur var alltaf svolitid stressadur ad dotinu manns yrdi stolid. En sem betur fer slapp eg og helt ollu minu doti. Eg er fegin ad hafa ekki verid a Hoteli og borgad helling i kostnad tar...nog eru skolagjoldin buin ad haekka ;)

Kojurnar fjorar

Efri kojan er rumid mitt (skil ekki hvernig stelpan i nedri kojunni gat sofid med rumfotin sin svona ut um allt...lakid nanast farid af dynunni...ekki mjog smekklegt...haha)

Badherbergid

Sturtuherbergid

Inngangurinn og vaskurinn

Eg hafdi yfirleitt i nogu ad snuast a daginn en kvoldin voru dead boring...eitt skiptid tok eg upp a tvi ad taka myndir af sjalfri mer tar sem eg hafi nakvaemlega ekkert ad gera og var ein inni a herbergi...ja ja svona verdur madur skemmdur af einverunni...



Ad lokum sendi eg svo fingurkoss til allra heima...ta serstaklega til Atlamanns :)


Myndirnar verda svo allar settar inn a myndasiduna okkar (linkur her til hlidar haegra megin a myndirnar)
I kvold verdur svo fyrsta pub-a roltid hja mer, jamm...bekkurinn aetlar ad fara allur saman og kynnast betur. Reyni ad taka einhverjar myndir tar lika :)