Thursday 30 July 2009

Niðurstöðukaflinn að hefjast...spennandi...

Trúi því varla að júlí sé að verða búinn!!! Alveg merkilegt...bara rétt mánuður þangar til maður kemur heim til Íslands :)
***
Annars er mest lítið að frétta af mér þessa dagana...við Britta sitjum heima alla daga og lærum...misárangursríkir dagarnir..stundum finnst manni eins og maður komist ekkert áfram og svo eru aðrir dagar mjög góðir. Ég er búin að vera að taka fullt af viðtölum og senda út kannanir og þetta hefur allt gengið mjög vel...ég er svo þakklát öllum sem hafa gefið sér tíma fyrir mig og rannsóknina. Allir hafa verið svo jákvæðir :)
***
Annars byrja ég um helgina að vinna í niðurstöðum rannsóknarinnar...er að klára að yfirfara fræðilega kaflann og aðferðafræðina. Þannig að þetta er allt að skila sér :)
***
Við Britta ætluðum í bíó í gær á "The Proposal" en biðröðin var gígantísk...a.m.k. 50 metrar...þetta var bara geðveiki...við ákvaðum því bara að fresta bíóferðinni og keyptum okkur ís í staðinn og löbbuðum um bæinn :) Við ætlum svo að gera aðra tilraun í kvöld til þess að fara í bíó...sjáum hvernig það fer :)

Wednesday 22 July 2009

Lærdómur og eldamennska

Ég sendi út könnunina mína fyrir ritgerðina í dag...eitt skref í viðbót í átt að rannsóknarlokum :) Ótrúlega ánægð með það...
***
Fór í ræktina í dag eftir tveggja vikna frí...með tilheyrandi sukki..."verðlaunaði" mig eftir ræktina með Kellogs Special K og heitu baguette með smjöri...svo ekki sé minnst á Toblerónið í eftirrétt...hahahaha...já maður er einum of fljótur að detta í matarrugl þegar maður tekur sér pásur frá ræktinni ;)
***
Fæ heldur betur að heyra það á Facebook hvað veðrið heima á Íslandi er búið að vera æðislegt....get ekki alveg sagt það sama um Glasgow...frekar þungir og rigningasamir dagar búnir að vera undanfarið....
***
Í kvöldmatinn hjá okkur Brittu í kvöld er Lasagna...ætlum að sjálfsögðu að búa það til sjálfar frá grunni...alveg yndislegt að taka góðar pásur frá lærdómi með eldamennsku :)

Monday 20 July 2009

Góð helgi með góðum mat

Helgin var mjög góð...mér gekk vel að koma könnuninni minni saman og setja hana á web-based form til að senda á þátttakendur. Svo er ég búin að taka 4 viðtl fyrir ritgerðina og fleiri bókuð fyrir næstu daga....ég er voða ánægð með þetta :)

Svo var Moritz kærastinn hennar Brittu hérna um helgina. Hann kom á föstudaginn og fór núna í hádeginu. Við fórum öll þrjú út að borða á rosalega góðan indverskan stað á laugardagskvöldinu og svo á sunnudagskvöldinu fórum við á japanskan veitingastað. Þvílíkur lúxus á okkur...og Britta vildi endilega bjóða mér í bæði skiptin!!! Hún er bara engill...í fyrra skiptið vildi hún borga því amma hennar sendi henni pening sem hún átti að nota til að bjóða mér út að borða. Svo á sunnudeginum vildi Britta bjóða mér aftur því hún og Moritz höfðu fundið 40 pund = 8.000kr úti á götu og þar sem enginn saknaði peningsins þá ákváðu þau bara að taka hann ;)

Annars er bara allt það besta að frétta...sýnist allt vera að ganga eftir með lokaritgerðina...en ég sakna samt sólarinnar...það hefur ekki verið almennilegt veður hérna í svona 1-2 vikur!!! pufff...svo er bara bongó blíða heima á Íslandinu...aldrei hefði mér dottið í hug að ég mig langaði í sólina sem væri heima á Íslandi en ekki hér ;) En þetta er fínt...heldur manni inni við lærdóm :)

Wednesday 15 July 2009

Frábær helgi að baki

Helgin var alveg frábær...mamma og Ester komu í heimsókn og við höfðum það alveg ótrúlega gott saman. Vorum nokkuð duglegar að versla og mjööög duglegar að borða góðan mat :) Fórum í dagsferð til Edinborgar þar sem við skoðuðum m.a. Edinborgarkastala. Hérna eru nokkrar myndir frá helginni

Á laugardagskvöldinu fórum við á veitingastað/bar og fengum okkur smá snarl...Nachos, Ekta skoskar franskar með osti og cesarsalat. Fengum okkur svo einn öllara með :)

Hérna erum við á leiðinni í Edinborgarkastala. Voða sætar göturnar þarna.

Brave Heart - "Mel Gibson" var svo auðvitað á svæðinu :)

Mamma að reyna að finna pláss í ruslafötunni...frekar fullar...en fólk var greinilega búið að leggja mikið í að raða ruslinu snyrtilega upp!

Hérna erum við svo fyrir framan Edinborgarkastala á leiðinni inn.

Mamma og Ester í kastalanum...rosa flott útsýni yfir borgina þarna...


Fórum svo inn í einkacacpellu Margrétar drottningar...i den tid...ekki núveranadi drottningar...Gluggarnir allir myndskreyttir.

Hérna er svo útsýnið af kastalanum yfir Edinborg.


Löbbuðum í gegnum þetta skúmaskot...fullt af svona pínulitlum götum og krókaleiðum í gegnum gamla bæinn.
Við fórum svo á rosalega góðan kínverskan veitingastað með Brittu á sunnudagskvöldinu. Verst hvað myndirnar voru allar dökkar...en við keyptum okkur til dæmis Pekingendur og djúpsteikar risarækjur...nammi gott :)

Sem sagt alveg frábær helgi í alla staði.
Mamma og Ester flugu svo til London í gær....15 mínotum eftir að þær fóru út á flugvöll byrjaði að rigna í Glasgow...þannig að þær rétt sluppu ;) Vona að sólin skíni svo á þær í London þar sem þær setja punktinn yfir mæðgnaferðina 2009 :)

Tuesday 7 July 2009

Vinnutörn og Thunderstorms í Glasgow

Ég er búin að vera ótrúlega dugleg að læra síðan ég kom aftur út...þó svo ég segi sjálf frá. Bara nokkuð ánægð með mig. Var að enda við að senda einn kafla á kennarann sem ég var búin að lofa sjálfri mér að klára áður en mamma og Ester koma á föstudaginn. Þannig að ég er bara ótrúlega sátt. Ég hef þá næstu daga til að undirbúa viðtölin og spurningakönnunina sem eru hluti af rannsókninni minni :)
Veðrið í Glasgow er líka ekki búið að vera neitt frábært...reyndar alveg heitt en rigning á köflum og lítil sól...það er fínt lærdómsveður. Svo er spáð fínasta veðri um helgina...20 stiga hita og hálfskýjað/sól...ég vona bara að það haldist svo við mæðgurnar getum sprangað um borgina eins og okkur einum er lagið :)
***
Það er svo mikið æði að Britta skuli vera flutt inn til mín...við eldum okkur eitthvað spennandi á hverju kvöldi..í kvöld var það indverskum grænmetisréttur með puffed rice (sem eru eiginlega eins og kramin hrísgrjón!) með kartöflum, gulrótum, papriku, lauk, súkíni, chilli, turmeric, soya sósu og sweet-chilli sósu...mmm gott...og í gær gerðum við okkur Sushi...og það heppnaðist bara frábærlega vel :) Ótrúlega ánægð með okkur... :)
***
Besta vinkona Brittu var hérna um helgina og þær fóru um allan bæ að skoða sig um...við fórum svo allar saman á laugardagskvöldinu á skoskan veitingastað sem heitir Arisaig...þær fengu sér lax en ég fékk með kjúklingabryngju með sætum kartöflum, steiktu grænmeti og kókos-kóriander sósu...mjög góður matur...kannski ég taki mömmu og Ester þangað ef við höfum tíma :) Á sunnudagskvöldinu fengum við okkur svo bara bjór hérna heim og gæddum okkur á snakki, súkkilaðimolum og hvótlauksbrauði og spjölluðum frameftir...voða kósí :)
***
Núna ætla ég að stökkva upp í rúm og horfa á einn eða tvo Sex and the City þætti og fara svo að sofa fyrir miðnætta...alltaf svo gott að fá góðan svefn...mmmm....
Bið að heilsa í bili :)