Wednesday 26 August 2009

Ritgerðin búin og Ísland á morgun

Ég skilaði inn lokaritgerðinni minni í gær uppi í skóla og kvaddi fólkið á skrifstofunni og fleiri...skrítið að hugsa til þess að þetta magnaða ár sé yfirstaðið!

Í tilefni gærdagsins fórum við nokkur í bekknum út á lífið, fengum okkur kokteila og dönsuðum svo fram eftir nóttu á skemmtistað í miðbæ Glasgow...á þriðjudagskvöldi!!! Jább...hérna eru þónokkrir skemmtistaðirnir opnir öll kvöld...nema þá kannski sunnudaga og mánudaga...

Við skemmtum okkur alveg endalaust vel...

***

Í morgun var svo vaknað til að kíka í dagsferð til smábæjar í hálftíma lestarferð út fyrir Glasgow...löbbuðum eftir fallegu vatni, í skóginum, fengum okkur góðan hádegismat og spjölluðum endalaust mikið um allt sem hefur gengið á þetta ár sem við erum búin að vera hérna

***

Var rétt í þessu að klára að pakka í töksurnar mínar....mun allavega ekki þurfa að borga 50þúsund í yfirvigt aftur...held ég sé bara með u.þ.b. 6-7 kíló í yfirvigt....fyrir utan handfarangurinn sem er nú verulega yfir hámarksþyngd en ég ætla bara að vona að ég lendi ekki í því að þau vigti hann...sjáum hvernig það fer :)

***

Flug í fyrramálið til Íslands....fallega Ísland....aaaahhhhh...það verður svo gott að koma HEIM :)

Tuesday 18 August 2009

Vika í skil...doomsday!

7 dagar...!
***
Er að vinna í að skera niður orðafjöldann í ritgerðinni minni...svona ca. 2.000 orð sem ég þarf að cut-a...markmiðið að klára það á morgun...þá er ritgerðin basically búin! Frekar skrítið að hugsa til þess....en maður nýtir nú síðustu dagana fyrir skil í smávægilegar breytingar og "fegrunaraðgerðir" á ritgerðinni :)
***
Ég er byrjuð að pakka á fullu niður í töskur. Held ég komi heim bara nokkuð save...svona yfirvigtarlega séð! Það verða fullt af gömlum, slitnum og tjásulegum ofnotuðum fötum og skóm skilin eftir í Glasgow! Þetta er tækifærið til að taka til í "fataskápnum" sínum...þá hefur maður allavega afsökun til að kaupa sér einhver falleg föt í haust þegar vetrarfötin fara að streyma inn í búðirnar...ohhh það er alveg uppáhaldsstíllinn mín...vetrartískan :)
***

Friday 14 August 2009

Afmæli Afmæli...

Afmælisbarn dagsins hefur það bara fínt...ég er búin að fá fullt af afmæliskveðjum í dag...þykir alveg ótrúlega vænt um það :) Fyrripartur dagsins mun fara í lærdóm en seinniparturinn í afmælisfögnuð :)
***
Annar sit ég hérna inni í rignunni og skrifa abstract kaflann í ritgerðinni minn...þetta er allt að koma...go go go...vá hvað ég er ánægð að þetta er allt að skríða saman. Ég er búin að senda leiðbeinandanum mínum uppkast af allri ritgerðinni minni sem hann er að lesa yfir og gefur mér svo feedback í næstu viku. Hann hefur nú séð mest af því sem ég hef skrifað áður þannig að það ætti nú ekki að vera mikið þarna sem kemur honum á óvart eða þarfnast mikilla breytinga :)
***
Klukkan fimm ætlum við öll í náminu að hittast...þetta verður líklega síðasti hittingurinn okkar áður en allir fara heim til síns lands...svo komast auðvitað ekki allir í útskriftina í nóvember enda frekar dýrt fyrir marga að fljúgja frá Asíu til Skotlands....frekar skrítið að hugsa til þess að kveðja alla á eftir....þannig að þetta verður bitter-sweet hittingur!

Tuesday 11 August 2009

Tvær vikur í skil...

Hitti leiðbeinandann minn í morgun og hann náði að róa mig aðeins....var orðin eitthvað stressuð því allir í kringum mig eru stressaðir og mér fannst bara eins og ég þyrfti að vera stressuð líka!!! Frekar skrítið hvað hópurinn hefur mikil áhrif á mann...en ég held barasta að ég sé í góðum málum þannig að ég get alveg farið að anda léttar :)
***
Er að fara á eftir með Brittu og Corinne út að borða á Cafe Gandolfi...hef aldrei farið þangað en hef heyrt góðar sögur...vona að staðurinn standist undir væntingum...ætla að fá mér einn öllara eða hvítvínsglas með matnum til að slaka aðeins á taugunum....hahaha ;)
***
Annars eru bara tvær vikur í skil á ritgerðinni...frekar óraunverulegt eitthvað!!! Þetta heila ár bara að verða búið og búið að líða eins og elding! Alveg merkilegt hvað tíminn líður. Það verður samt gott að komast heim í "eðlilegu" rútínuna, hitta alla aftur, fjölskylduna, vinina og ég tala nú ekki um hvað ég hlakka til að byrja að vinna og takast á við ný verkefni...bara spennandi :)
***
Annars erum við Britta að keppast við að klára allan matinn sem við eigum, allt pastað, spagetti-ið, hrísgrjónin, kartöflurnar, sósurnar, kryddin, niðursoðnu vörurnar og krukkurnar, frosna matinn í frystinum og ég veit ekki...maður verður að reyna að nýta þetta víst þetta er til! Þannig að það eru alltaf miklar pælingar á hverjum degi hvað við eigum að elda í kvöldmatinn...það þarf auðvitað að innihalda eitthvað af því sem við eigum í skápunum þó svo ferskvara sé ennþá keypt ;)
***
Tók mig til áðan og pakkaði einhverju dóti saman ofan í kassa og ætla að senda heim til Íslands. Ég ætla ekki að lenda í því aftur að borga 50þúsund krónur í yfirvigt....reyndar eru ég búin að senda tvo kassa heim til Íslands....það gera svona 25þúsund krónur þ.a. þetta er ekkert gefins að senda heldur! En maður verður bara að taka því....tími hreinlega ekki að henda of miklu...
***
Annars bara fínt að frétta þrátt fyrir ómerkilegt veður í Glasgow....rignir eiginlega eitthvað á hverjum degi...verð að segja að ég sakna hreinlega íslenska sumarsins...þó svo það sé ekki hlýtt þá er sólin bara svo yndisleg...miklu betri heldur en hitinn finnst mér...sólin kemur manni alltaf í góðan fíling...eitthvað sem hiti og rigning gera ekki!

Saturday 8 August 2009

Fer að styttast

Við Britta fórum í göngutúr í gærdag og enduðum á Tapas bar hérna í miðbænum....borðuðum á okkur gat og fórum svo heim að læra...gott trítment....um kvöldið fórum við svo í bíó....The Ungly Truth...fín mynd...gat allavega hlegið helling og gleymt áhyggjum við ritgerðarskrif á meðan :)
***
Annars er ég að keppast við að klára einn kafla í dag svo ég geti sent hann á leiðbeinandann minn til yfirlestara....Er búin að setja mér markmið að hafa fullbúið uppkast af ritgerðinni 17.ágúst en þá mun leiðbeinandinn lesa yfir riterðina í síðasta sinn!!! OMG...frekar skrítið að hugsa til þess...en þetta tekur allt enda...styttist heldur betur í heimkomu...
***
Rólegur dagur í dag félagslega séð ;) en nóg að gera í skriftum og "niðurskurði"...þarf að stytta niðurstöðukaflann minn um 2000 orð...úfff...
***
Fór í gær og borgaði miða fyrir mig, mömmu og Evu á útskriftarkvöldverðinn/ballið í nóvember...þetta verður örugglega mjög skemmtilegt...allir uppáklæddir og fínir...fimm rétta kövldverður og Ceilidh hljómsveit/namd á staðnum...:) Læt mömmu og Evu læra skosku dansana ;)

Sunday 2 August 2009

Er gjörsamlega sokkin í ritgerðina...

Las nokkra skemmtilega sketsa um típísk einkenni lokaritgerðarvinnu...ætla að fá að deila því með ykkur...það eru nú alveg nokkur einkenni þarna sem eiga við mig...hahaha:
***
- Hair loss from stress, bad diet and excessive caffeine intake...
- Sore red eyes sitting in front of the computer 24/7 does wonders for you eye-sight!
- Intense back pain from sitting on your ass the whole time...
- Sex! What´s that?
- Laundry? Yeah...I´ve been planning to do that since May!!!
- Facebook?? huhh...I´m proud..I´ve only logged in 1648 times today ;)
- Legs...? what the hell are those for?
- Intensive hate for everything that is written in books...
- Inflated fat dissertation belly from junk food and sweets all the time.
- No, I dont know what day it is, month or year...stop f...asking me difficult questions#%&$!
- Headache and dreams about Saunders (2003) and Thompson, et al. (2007)
- The word count is suddenly as serious as life and death
- Concentration problems!!! What the hell are you talking about...I can manage to write two full words without taking a break!!!
***
Þá ættuð þið að hafa hugmynd um hvað lífið manns er ótrúlega fjölbreytilegt og spennandi um þessar mundir ;) hahaha...en þetta er allt að verða búið :)
Lots of love.
Sæunn

Thursday 30 July 2009

Niðurstöðukaflinn að hefjast...spennandi...

Trúi því varla að júlí sé að verða búinn!!! Alveg merkilegt...bara rétt mánuður þangar til maður kemur heim til Íslands :)
***
Annars er mest lítið að frétta af mér þessa dagana...við Britta sitjum heima alla daga og lærum...misárangursríkir dagarnir..stundum finnst manni eins og maður komist ekkert áfram og svo eru aðrir dagar mjög góðir. Ég er búin að vera að taka fullt af viðtölum og senda út kannanir og þetta hefur allt gengið mjög vel...ég er svo þakklát öllum sem hafa gefið sér tíma fyrir mig og rannsóknina. Allir hafa verið svo jákvæðir :)
***
Annars byrja ég um helgina að vinna í niðurstöðum rannsóknarinnar...er að klára að yfirfara fræðilega kaflann og aðferðafræðina. Þannig að þetta er allt að skila sér :)
***
Við Britta ætluðum í bíó í gær á "The Proposal" en biðröðin var gígantísk...a.m.k. 50 metrar...þetta var bara geðveiki...við ákvaðum því bara að fresta bíóferðinni og keyptum okkur ís í staðinn og löbbuðum um bæinn :) Við ætlum svo að gera aðra tilraun í kvöld til þess að fara í bíó...sjáum hvernig það fer :)

Wednesday 22 July 2009

Lærdómur og eldamennska

Ég sendi út könnunina mína fyrir ritgerðina í dag...eitt skref í viðbót í átt að rannsóknarlokum :) Ótrúlega ánægð með það...
***
Fór í ræktina í dag eftir tveggja vikna frí...með tilheyrandi sukki..."verðlaunaði" mig eftir ræktina með Kellogs Special K og heitu baguette með smjöri...svo ekki sé minnst á Toblerónið í eftirrétt...hahahaha...já maður er einum of fljótur að detta í matarrugl þegar maður tekur sér pásur frá ræktinni ;)
***
Fæ heldur betur að heyra það á Facebook hvað veðrið heima á Íslandi er búið að vera æðislegt....get ekki alveg sagt það sama um Glasgow...frekar þungir og rigningasamir dagar búnir að vera undanfarið....
***
Í kvöldmatinn hjá okkur Brittu í kvöld er Lasagna...ætlum að sjálfsögðu að búa það til sjálfar frá grunni...alveg yndislegt að taka góðar pásur frá lærdómi með eldamennsku :)

Monday 20 July 2009

Góð helgi með góðum mat

Helgin var mjög góð...mér gekk vel að koma könnuninni minni saman og setja hana á web-based form til að senda á þátttakendur. Svo er ég búin að taka 4 viðtl fyrir ritgerðina og fleiri bókuð fyrir næstu daga....ég er voða ánægð með þetta :)

Svo var Moritz kærastinn hennar Brittu hérna um helgina. Hann kom á föstudaginn og fór núna í hádeginu. Við fórum öll þrjú út að borða á rosalega góðan indverskan stað á laugardagskvöldinu og svo á sunnudagskvöldinu fórum við á japanskan veitingastað. Þvílíkur lúxus á okkur...og Britta vildi endilega bjóða mér í bæði skiptin!!! Hún er bara engill...í fyrra skiptið vildi hún borga því amma hennar sendi henni pening sem hún átti að nota til að bjóða mér út að borða. Svo á sunnudeginum vildi Britta bjóða mér aftur því hún og Moritz höfðu fundið 40 pund = 8.000kr úti á götu og þar sem enginn saknaði peningsins þá ákváðu þau bara að taka hann ;)

Annars er bara allt það besta að frétta...sýnist allt vera að ganga eftir með lokaritgerðina...en ég sakna samt sólarinnar...það hefur ekki verið almennilegt veður hérna í svona 1-2 vikur!!! pufff...svo er bara bongó blíða heima á Íslandinu...aldrei hefði mér dottið í hug að ég mig langaði í sólina sem væri heima á Íslandi en ekki hér ;) En þetta er fínt...heldur manni inni við lærdóm :)

Wednesday 15 July 2009

Frábær helgi að baki

Helgin var alveg frábær...mamma og Ester komu í heimsókn og við höfðum það alveg ótrúlega gott saman. Vorum nokkuð duglegar að versla og mjööög duglegar að borða góðan mat :) Fórum í dagsferð til Edinborgar þar sem við skoðuðum m.a. Edinborgarkastala. Hérna eru nokkrar myndir frá helginni

Á laugardagskvöldinu fórum við á veitingastað/bar og fengum okkur smá snarl...Nachos, Ekta skoskar franskar með osti og cesarsalat. Fengum okkur svo einn öllara með :)

Hérna erum við á leiðinni í Edinborgarkastala. Voða sætar göturnar þarna.

Brave Heart - "Mel Gibson" var svo auðvitað á svæðinu :)

Mamma að reyna að finna pláss í ruslafötunni...frekar fullar...en fólk var greinilega búið að leggja mikið í að raða ruslinu snyrtilega upp!

Hérna erum við svo fyrir framan Edinborgarkastala á leiðinni inn.

Mamma og Ester í kastalanum...rosa flott útsýni yfir borgina þarna...


Fórum svo inn í einkacacpellu Margrétar drottningar...i den tid...ekki núveranadi drottningar...Gluggarnir allir myndskreyttir.

Hérna er svo útsýnið af kastalanum yfir Edinborg.


Löbbuðum í gegnum þetta skúmaskot...fullt af svona pínulitlum götum og krókaleiðum í gegnum gamla bæinn.
Við fórum svo á rosalega góðan kínverskan veitingastað með Brittu á sunnudagskvöldinu. Verst hvað myndirnar voru allar dökkar...en við keyptum okkur til dæmis Pekingendur og djúpsteikar risarækjur...nammi gott :)

Sem sagt alveg frábær helgi í alla staði.
Mamma og Ester flugu svo til London í gær....15 mínotum eftir að þær fóru út á flugvöll byrjaði að rigna í Glasgow...þannig að þær rétt sluppu ;) Vona að sólin skíni svo á þær í London þar sem þær setja punktinn yfir mæðgnaferðina 2009 :)

Tuesday 7 July 2009

Vinnutörn og Thunderstorms í Glasgow

Ég er búin að vera ótrúlega dugleg að læra síðan ég kom aftur út...þó svo ég segi sjálf frá. Bara nokkuð ánægð með mig. Var að enda við að senda einn kafla á kennarann sem ég var búin að lofa sjálfri mér að klára áður en mamma og Ester koma á föstudaginn. Þannig að ég er bara ótrúlega sátt. Ég hef þá næstu daga til að undirbúa viðtölin og spurningakönnunina sem eru hluti af rannsókninni minni :)
Veðrið í Glasgow er líka ekki búið að vera neitt frábært...reyndar alveg heitt en rigning á köflum og lítil sól...það er fínt lærdómsveður. Svo er spáð fínasta veðri um helgina...20 stiga hita og hálfskýjað/sól...ég vona bara að það haldist svo við mæðgurnar getum sprangað um borgina eins og okkur einum er lagið :)
***
Það er svo mikið æði að Britta skuli vera flutt inn til mín...við eldum okkur eitthvað spennandi á hverju kvöldi..í kvöld var það indverskum grænmetisréttur með puffed rice (sem eru eiginlega eins og kramin hrísgrjón!) með kartöflum, gulrótum, papriku, lauk, súkíni, chilli, turmeric, soya sósu og sweet-chilli sósu...mmm gott...og í gær gerðum við okkur Sushi...og það heppnaðist bara frábærlega vel :) Ótrúlega ánægð með okkur... :)
***
Besta vinkona Brittu var hérna um helgina og þær fóru um allan bæ að skoða sig um...við fórum svo allar saman á laugardagskvöldinu á skoskan veitingastað sem heitir Arisaig...þær fengu sér lax en ég fékk með kjúklingabryngju með sætum kartöflum, steiktu grænmeti og kókos-kóriander sósu...mjög góður matur...kannski ég taki mömmu og Ester þangað ef við höfum tíma :) Á sunnudagskvöldinu fengum við okkur svo bara bjór hérna heim og gæddum okkur á snakki, súkkilaðimolum og hvótlauksbrauði og spjölluðum frameftir...voða kósí :)
***
Núna ætla ég að stökkva upp í rúm og horfa á einn eða tvo Sex and the City þætti og fara svo að sofa fyrir miðnætta...alltaf svo gott að fá góðan svefn...mmmm....
Bið að heilsa í bili :)

Tuesday 30 June 2009

Glasgow again og nýr meðleigjandi

Jæja þá er Íslandsförinni lokið....10 yndislegir dagar heima á klakanum...mikið hafði maður það gott. Við bjuggum hjá Sveinu (mömmu hans Atla) og hún stjanaði svoleiðis við okkur með bakaríisferðum og mömmumat. Fór ótrúlega vel um okkur...samt skrítið að vera ekki heima hjá mömmu og pabba því við höfum alltaf verið þar! Frekar fyndið :)
***
Ég gerði svo mikið á Íslandi þessa 9 daga sem ég var heima að ég ætla ekki að fara að þylja það allt upp hérna....í staðinn set ég bara inn nokkrar myndir :)

***
Ég kom til Glasgow um kvöldmatarleytið á laugardaginn...ótrúlega þreytandi að þurfa alltaf að fljúga frá Íslandi kl. 7 á mornana til London og taka svo tengiflug frá London til Glasgow síðdegis þannig að allur dagurinn fer í ferðalag! Sem betur fer fyrir aðra Íslendinga ætlar Icelandair að hefja aftur flug til Glasgow í lok ágúst...kemur sér reyndar vel fyrir mig þegar ég flyt aftur til Íslands í lok ágúst...ætli ég taki ekki fyrsta beina flugið til Ísland...en það er skemmtilegt að segja frá því að ég tók líka síðasta beina flugið til Glasgow í janúar :)
***
Britta flutti inn til mín í gær...ótrúlega gott að vera búin að fá hana yfir til mín. Eftir alla flutninga dagsins enduðum við á að fara út að borða á grískan veitingastað í nágrenninu...mmmm góður matur. Ég bauð henni svo upp á íslenskt Hrís...en viti menn...henni fannst það bara ekkert gott!!! Ég var ekkert smá hissa....en þá er bara meira fyrir mig...hahaha :)

Wednesday 10 June 2009

Vika í heimkomu...

Alveg ótrúlegt....eftir viku verð ég á leiðinni út á völl til að fljúga heim til Fagra Íslands :) Ég er meira að segja búin að pakka í ferðatöskuna og alles...er svo spennt :)
***
Annars er ég búin að vera frekar löt í blogginu...enda kannski ekki mikið að frétta af mér þessa dagana...er bara á kafi í lestri og skriftum...er með ákveðin markmið sem ég ætla að ná áður en ég ferðast heim til Íslands. Þá get ég leyfti mér að gera allt annað en að læra heima á Íslandinu :)
***
Fór í morgun og keypti mér ótrúlega fallegan kjól í Karen Millen sem ég ætla að vera í brúðkaupinu hjá Hildi og Kjarra. Ooooo ég hlakka svo til...þetta verður algjört æði...Fyrsta vinkonan í vikonuhónum til að gifta sig...svo spennandi :) Maður á örugglega eftir að grenja úr sér augun í athöfninni þegar Hildur kemur labbandi inn kirkjugólfið í kjólnum. Hún verður örugglega gullfalleg :)
***
Það er svo margt sem ég ætla að gera þessa 10 daga sem ég er heim á klakanum...ætla að hitta Evu og Maddý strax á fimmtudeginu, í quality skvísuleiðangur með Mýu og vonandi Ester á föstudeginum, útskrift hjá Evu og brúðkaup á laugardeginum, Esjugöngu, fá útrás á mótorhjólinu, kíkja í sundlaugarnar, heimsækja Eimskipafólkið mitt, fara upp í sumarbústað, dúllast með sætustu og bestu kútum í heimi...Valda og Bjarka...úfff ég gæti haldið áfram endalaust ;) Þetta verður bara æði...ég ætla svo að vona að elskulega sólin láti eitthvað sjá sig á meðan ég er heima...það gerir allt svo miklu skemmtilegra :)

Thursday 4 June 2009

Pik Nik og lestur

Fórum í æðislegt piknikk um daginn....þvílíkur hiti og sól....var varla að meika þetta! En vatnið og fersku ávextirnir héldu í mér lífinu :) Í dag var þó skýjað...kannski sem betur fer....fá smá pásu frá hitanum...
***
Riterðin gengur sinn vanagang....er á fullu í lestri ennþá...plana að hefja skrif um helgina.
***
Fór á tvo fyrirlestra í vikunni. Sá fyrri var um Irn-Bru drykkinn...fengum framkvæmdarstjórann í heimsókn til okkar sem fræddi okkur um hvernig fyrirtækið vex út fyrir landsteinana og hvert stefnan er tekin í framtíðinni. Seinni fyrirlesturinn var með Colin McClune en hann er fyrrverandi yfirmaður Shell í Kóreu, Brunei, Japan og fleira....með mikla reynslu. Hann fór í gengum samningaviðræður (negotiations) með okkur og leyfði okkur að spreyta okkur sjálf á að reyna að semja....það var virkilega gaman og lærdómsríkt :)
***
Corinne í bekknum mínum á afmæli í dag og ætlar að halda upp á það annað kvöld með skvísuhitting. Ætlum að hafa kósíkvöld heima hjá henni, anta pizzur, háma í okkur nammi og spila :) Fórum einmitt í dag og keyptum handa henni afmælisgjöf...matreiðslubók enda kann hún ekkert að elda hahaha....og svo ferskar ólífur, kex og fleira dúllerí í gourmet-búðinni hérna í miðbænum. Fórum svo í framhaldinu á Cafe Nero...en ekki hvað....en í þetta skiptið var ekkert Latte&Muffin....I know...það mætti halda að ég væri farin að svíkja lit! En ég var bara svo svöng að ég fékk mér panini í staðinn :)

Saturday 30 May 2009

Silli stúdent :)

Vil byrja á að senda Silla bróður bestustu bestu kveðjur með daginn í dag...jebb...litli bró orðinn stúdent....bara æðislegt hjá honum :) Maður er svo stoltur, þetta er klárlega dagur sem maður á alltaf eftir að muna eftir...en annars verð ég bara að fá að knúsa Silla minn þegar ég kem á klakann í júní....sendi bara eitt "net-knús" yfir bloggið mitt á meðan ;)
***
Annars er steikjandi hiti í Glasgow þessa dagana....klukkan 20 í kvöld var 22 stiga hiti...bara ljúft. Ég gat auðvitað ekki lært í allan dag inni og horft á sólina út um gluggan þannig að ég hitti Brittu á George Square klukkan hálf sex til að sleikja síðustu sólargeislana. Ég fékk mér svalandi boost með frosnu jógúrti og Britta fór í Ice-latte. Sátum og spjölluðum í klukkutíma og ég er ekki frá því að ég hafi bara roðnað smá á húðinni við þetta...ekki er það nú verra :)
***
Á morgun er svo planið að fara í piknik í Kelvingrove garðinn. Ætlum að taka með okkur ferska ávexti og eitthvað gotterí til að smjatta á :)
***
Maður veit það alltaf þegar maður vaknar á morgnana við mótorhjól þeysast eftir götunni minni að það er gott veður úti...allavega í flestum tilfellum. Það er besta vakningin...verst bara að eiga ekki mótorhjól hérna ;)
***
Annars styttist heldur betur í Íslandsför...er varla að trúa því...oooo get ekki beðið eftir að hitta alla og knúsa fólkið mitt :) Eins gott það verði ekki rigning og rok allan tímann...haha...en annars er alveg hellingur á dagskrá þessa daga sem ég verð heima þannig að það er eins gott að standa sig í lærdóminum næstu rúmu tvær vikurnar :)

Thursday 28 May 2009

Sumarið er tíminn

Farið að hlýna aðeins meira í Glasgow sýnist mér...í dag var alskýjað en samt var ég bara á stuttermabolnum úti...ætli það hafi ekki verið svona 18 stiga hiti og logn. Á morgun og um helgina er svo spáð sól, heiðskýrt, logn og 22-25 stiga hiti. Næææsss...þá ætla ég að fara í Glasgow Green með heimildirnar mínar og lesa í sólinni og taka ferska ávexti með mér...nammi :) Það er líka eins gott að þessi veðurspá verði að veruleika :)
***
Kíkti á Cafe Nero í dag með Brittu og Michelle...muffa og Latte...maður þarf nú ekki að taka það fram lengur...hehe...voða ljúft...vorum að ræða um ritgerðarskrifin og heimildarvinnuna og álagið sem er framundan og hvernig við ætlum að reyna að komast hjá því að missa vitið!!! Verður gaman að sjá hvernig næstu vikur þróast :)

Wednesday 27 May 2009

Allt á fullt

Já ég er byrjuð að lesa eins og vitleysingur fyrir lokaritgerðina...hver dagur dýrmætur enda ekki langur tími til stefnu! Búin að setja niður tímaplan svo maður hafi hvatningu til að vera duglegur...sýnist það bara vera að virka vel :)
***
Skilaði inn Research Proposal í gær...hjúkk...þá er það búið og núna get ég einbeitt mér að fullu að lokariterðinni...þó þetta hafi nú verið hluti af henni líka. En alltaf gott að vita hvað styttist í lokin á þessu...aðeins tæplega þrír mánuðir þangað til ég skila inn endanlegri lokariterð :)
***
En það styttist nú líka í Íslandsförina...ekki nema þrjár vikur í að ég komi heim og hitti allt fólkið mitt...vá hvað það verður ljúft :) Allir dagar að bókast upp enda verður maður nú ekki lengi heima á Íslandi...en þá er bara um að gera að nýta tímann vel :)
***
Við fórum nokkur saman og leigðum okkur hjól á sunnudaginn og hjóluðum næstum 30 kílómetra. Þetta var voða gaman...nema hvað þau vildu alltaf hjóla hægt og taka endalaust af myndum þannig að við vorum alltaf að stoppa og taka pásur...mín hafði ekki mikla þolinmæði í það enda vildi ég nota tækifærið og fá smá "work-out" í leiðinni ;) En enga að síður skemmtilegur dagur :)

Friday 22 May 2009

Viðburðaríkir dagar

Nóg búið að vera í gangi hjá mér undanfarið enda hef ég ekkert bloggað í langan tíma.
Við Atli skemmtun okkur óendanlega vel í London og á Brands Hatch, þetta var þvílíkt ævintýri...klárlega besta ferðalag sem við höfum farið saman tvö...en það verða fleiri svona ferðir í framtíðinni, það er alveg á hreinu :)Á leið frá Glasgow Prestwick til London með RyanAir
Komin á Brands Hatch Thistle Hotelið á Brands Hatch brautinni. Fengum okkur að borða og einn kaldan með á "The Racing Bar" ;)
Atli fyrir við innganginn á Brands Hatch brautina
Hérna er ég svo komin á hjólið og kennarinn að segja mér til og leiðbeina...
Hérna er svo annar kennari með Atla að fara yfir einhver tæknileg atriði
Við fórum svo að sjálfsögðu á Cafe Nero í London og fengum okkur Latte og Muffin :)
Hérna erum við svo komin á Trafalgar square....og á myndinni fyrir neðan vorum við búin að príla upp á ljónin og taka mynd af okkur þar...alveg nauðsynlegt ;)
Hérna erum við svo uppi á herbergi hjá mömmu og pabba í London en þau voru einmitt í London á sama tíma og við. Ferðataskan hans Atla "dó" þannig að við urðum að kaupa nýja og hérna er kallinn að endurpakka í nýju töskuna. Pökkunarsérfræðingurinn hún mamma situr yfir og sér til þess að allt sé eftir röð og reglu ;)
***
Eftir London ferðina komu mamma og pabbi til Glasgow og voru hérna hjá mér í næstum fjóra daga. Þetta var bara æðislegt. við mamma löbbuðum um allan bæ og kíktum í búðir og svo var borðaður eðal matur á kvöldin...Ussss...quality quality....maður hefur ekki fengið svona svaðalega góðan mat síðan í mömmumatnum um jólin :)
***
Við mamma fórum á rosalega góðan stað eitt hádegið og fengum okkur Mozarella, tómata og avakadó með olíu og balsamic...nammm...svo fengum við okkur eitt kalt hvítvínsglas með :)

Hérna erum við á kínverskum veitingastað í Glasgow...alveg frábær staður, fengum okkur, risarækjurétt, Peking önd og svo kjúklinga og nautarétt....bragðaðist allt alveg snilldarlega.

Við mútta í banastuði yfir Eurovision...en við horfðum auðvitað á það eins og allir sannir Íslendingar. Ótrúlega gaman hvað okkur gekk vel þetta árið í keppninni :)
***
Þá hafið þið það...sem sagt mjög mikið búið að vera í gangi hjá mér...en núna tekur alvaran við...lestur og lærdómur...þýðir ekkert annað...en þetta frí sem ég tók mér var gjörsamlega nauðsynlegt og maður finnur alveg hvað maður skín af gleði þessa dagana....þó það sé erfitt að setja aftur yfir bækurnar. En þetta styttist allt...ekki nema rétt rúmlega þrír mánuðir í endanleg skil á lokaritgerðinni...bara ljúft :)

Monday 11 May 2009

London og California Superbike School

Já, við Atli eru í þann mund að labba út úr dyrunum og taka flugið niður til London þar sem við ætlum að vera næstu fjóra daga. Förum beint á Brands Hatch mótorhjólabrautina/skólann á morgun og fáum útrás þar...svo verða quality dagar í London.
Læt í mér heyra þegar ég kem aftur upp til Glasgow um helgina.
Knús og kossar ***

Thursday 7 May 2009

Quality times

Atli maettur til Glasgow og drengurinn tok tetta lika "skemmtilega" vedur fra Islandi med ser...rok og rigningu!!! En vid latum tad nu ekki trufla okkur...voppum bara ut um allan bae blaut i stadinn :) Erum buin ad fara i motorhjolabudir og svo audvitad a Cafe Nero tar sem var gaett ser a Latte og blaberjamuffins ala Saeunnar-still...bara ljuft :) Eldudum okkur indverskan tikka kjukling i garkvoldi og fengum okkur bjor og bjorhnetur. Reyndar sleppti eg namminu tvi eg at gjorsamlega yfir mig ad nammi a tridjudagskvoldi.... 1 stk XXL Prins Polo, Islenskt lakkriskonfekt, toggur, noa konfekt og bjor....ehhhh ja eg veit...eg hef ekki hemil a mer tegar eg byrja i sukkinu ;)
***
Planid er ad pakka fyrir London i kvold og check-a sig in online lika...reyna ad hafa tetta sma skipulagt. Keyptum einmitt farangursvigt adan svo vid verdum nu ekki med yfirvigt...allavega ekki of mikla...tvi Ryanair eru mjog strangir a allt svoleidis...1/2 kilo i yfirvigt og tu tarft ad borga!!! Atla tokst nu samt ad koma med ser 5 kilo i yfirvigt nu tegar til Glasgow tannig ad eg geri fastlega rad fyrir ad vid verdum med einhverja yfirvigt...ekki nema eg ferdist i motorhjolagallanum til London...og tad er EKKI ad fara ad gerast ;)

Monday 4 May 2009

Atli kemur til Glasgow á morgun...

Get varla beðið lengur...Atli minn kemur til Glasgow á morgun og þá verður sko quality time hjá okkur. Við verðum nú reyndar bara saman í 9 daga, þar af 5 í Glasgow og svo fljúgum við til London næsta mánudag þar sem við förum í California Superbike School og eyðum svo tveimur dögum í miðborg Lundúnar í kósí fíling. Mamma og pabbi verða í London á sama tíma...vona nú að við getum hitt þau eitthvað og kannski farið með þeim út að borða eða gert eittvað sniðgt saman víst það vill svo heppilega til að við erum öll þarna á sama tíma. En eftir London flýgur Atli heim til Íslands og ég upp til Glasgow og mamma og pabbi koma daginn eftir til Glasgow líka þannig að stuðið heldur bara áfram í Glasgow :) Þetta verður góður mánuður :)
***
Annars fór ég út í rigninguna áðan..fór í Glasgow Green og andaði að mér fersku rigningarloftinu og kom svo rennblaut heim aftur. Það var bara ljúft...það er bara alltaf eitthvað svo yndislegt að fara út í riginguna þegar maður klæddur til þess og finna ferska loftið. Ég get þó ekki sagt að mér finnist riningin góð undir nokkrum öðrum kringumstæðum...hahaha..sérstaklega þegar maður er klæddur fínn og í háhæluðum skóm...nóbbb....þá talar maður ekki fallega til veðursins!!!
***
Annars gengur riterðarskipulagningin bara fínt, er komin vel á veg með uppkastið að "ritgerðar-uppástungunni" sem við eigum að skila rétt undir lok maí. Ætla að reyna að senda draft á kennarann í lok þessara viku til yfirlestrar og svo get ég klárað þetta eftir London ferðina :)
***
Fékk þvílíka tyggjó-craving í gærkvöldi en ég kláraði "íslenska" Extra tyggjóið mitt í síðustu viku. Ég stökk því út í búð í gærkvöldi og keypti fimm mismunandi tegundir af tyggjói en ekkert af því er eins gott og dökkgræna Extrað heima á klakanum...skil ekki af hverju er ekki hægt að fá það hér! Þannig að Atli var vinsamlegast beðinn að koma með tyggjókarton út til mín á morgun...jappla á hinu á meðan... :)

Sunday 3 May 2009

Nýr mánuður - Ný tækifæri

Þá er 1.maí/verklýðsdagurinn liðinn...fer ekki mikið fyrir honum hérna í Glasgow...enda eru Bretar svo sniðugir að færa alla frídaga ársins fram á næsta mánudag...þannig að í staðinn fyrir að vera í fríi í miðri viku þá færa þeir frídaginn fram á næsta mánudag. Reyndar vill það svo heppilega til fyrir Íslendinga þetta árið að 1.maí kemur upp á föstudegi þannig að þetta er búin að vera löng helgi hjá flestum :)
1.maí hefur svo sem ekki mikið að segja fyrir mig þetta árið...sit bara heima alla daga að ritgerðast, sama hvort það sé mánudagur, laugardagur, páskadagur eða verkalýðsdagur! En það er svo sem ágætt...maður ræður því a.m.k. sjálfur hvenær maður vill taka sér frí...sem ég ætla einmitt að gera seinnihluta næstu viku þegar Atli minn kemur til Glasgow og svo tökum við ferðalagið saman til London. Ég er BARA spennt :)
***
Sniglarnir voru með 1.maí keyrsluna sína í rigningunni heima á Íslandi. Atli fór að sjálfsögðu og vá hvað ég hefði viljað vera heima...þetta er einhvern vegin alltaf kick-startið á sumrinu að fara í 1.maí rúntinn (þó svo ég hafi nú bara farið tvisvar). Ég man bara að í fyrra var bongóblíða og æðislegt veður 1.maí...good memories :) Reyndar get ég huggað mig við það að þetta árið var rigning og ekkert spes veður þannig að kannski var ég ekki að missa af svo miklu ;)
***
Annars er búið að vera frekar ómerkilegt verður í Glasgow undanfarið...sólin lítið látið sjá sig...sem hvetur mann til að hanga heima að lesa og skrifa ;) Alltaf einhverjir jákvæðir punktar :) Reyndar lét sólin sjá sig í morgun...en fer í felur annað slagið
***
Ein í bekknum mínum var að trúlofa sig í páskafríinu og að því tilefni fórum við nokkrar skvísur út að borða á föstudagskvöldið. Við fórum má DiMaggio´s sem er ítalskur veitingastaður hérna í miðbænum. Ég fékk mér lax í sweet-chilli sósu með ekta kartöflumús og steiktum lauk...nammmmiii hvað það var gott. Við vorum svo saddar eftir matinn að við ákváðum að fara í smá göngutúr um bæinn og ca. klukkustund seinna fórum við á kaffihús og fengum okkur desert. Ég fékk mér heita hollenska þykka vöfflu með bönunum, karamellu- og súkkulaðisósu og vanilluís...þetta var bara einum of gott...fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina :)

Thursday 30 April 2009

Branding Branding Branding...

...á hug minn allan...Búin að vera að lesa og lesa síðustu daga og er byrjuð að skrifa the Research Proposal sem við eigum að skila inn 22.maí...ætla að reyna að klára uppkastið eftir viku og senda það á leiðbeinandann til yfirlestrar á meðan ég verð í London með Atla í California Superbike School...újeee :)
***
Fór aftur á Cafe Nero í gær með Brittu...vá ef ég verð ekki orðin eins og bláberjamuffa í laginu þegar ég kem heim í sumar þá veit ég ekki hvað ;) En þetta er bara einum of gott til að sleppa því...
***
Vá hvað mig langar að fara í fataleiðangur þessa dagana...allar búðirnar stútfullar af sumarvörum...svo ótrúlega litrík og falleg föt, kjóla og pils og bolir...En maður er að reyna að hemja sig...ætla frekar að eyða aurunum mínum í London í maí. Svo lendir maður alltaf í því að kaupa sér æðisleg sumarföt og áttar sig svo á því þegar komið er heim til Íslands að það er aldrei veður til að klæðast fötunum :/ Eins gott að reyna að vera skynsamur í sumarfatainnkaupum :)

Tuesday 28 April 2009

Svínaflensan komin til Skotlands

Já, svínaflensan er komin til Brelands og fyrstu tvö tilfellin voru greind í Skotlandi!!! Já...á mínu svæði...ekki mjög spennandi að vita til þess. Breski heilbrigðisráðherran staðfesti þetta í fréttum í gærkvöldi og sagði að sjö aðrar manneskjur væru einnig undir eftirliti/meðferð þar sem þau voru í samskiptum við þá tvo sem hafa nú þegar greinst. Ég vona svo innilega...eins og allir aðrir...að þetta sé bara eitthvað stutt og tímabundið sem muni ekki verða að heimsfaraldri...Bresk flugfélög hafa þó samt starx gefið út viðvörun og beðið fólk að halda ferðalögum í lágmarki á meðan!!! Hérna er linkur á fréttina...
***
Annars er bara gott að frétta af mér...fór á Cafe Nero með Brittu í gær og ég fékk mér að sjálfsögðu Latte og bláberjamuffins....vá hvað þetta er orðið að hefð hjá mér! bara gaman að því...spurning hvort maður fari ekki bara í það að opna Cafe Nero á Íslandi eftir heimkomu svo ég geti nú haldið þessum sið áfram ;)
***
Fór í klippingu og litun í morgun....næææsss...gott að fá smá trítment og "lappa aðeins upp á lúkkið". Ég er nú svo íhaldsöm í hármálum að ég gerði engar breytingar...ég iðaði samt alveg í sætinu mig langaði svo að segja hárgreiðslukonunni að lita hárið á mér dökk-brúnt!!! I Know...langar að prófa eitthvað nýtt en ég held bara að ég sé ekki með rétta húðlitinn fyrir dökkt hár...en tækifærið væri svo sem núna að gera eitthvað crazy við hárið á sér...það sér það þá allavega enginn sem maður þekkir heima á Íslandi ef það kemur hræðilega út..hahaha...maður gæti þá bara látið "fixa" hárið áður en maður léti sjá sig á Íslandinu ;)
***
En annars er ég á leiðinni út í ferðatöskuleiðangur...jámm...þarf að kaupa mér tösku fyrir RyanAir flugið til London með Atla í Maí...þeir eru svo þvílíkt strangir á töskustærðum og kílóum...ef maður er með eitt kíló meira í t.d. handfarangri eða taskan er 1cm stærri en hámarksstærð á handfarangri þá þarf maður að tékka handfarangurinn inn með öðrum handfarangri....og það er ekki séns að fá að vera með meira en eina tösku í handfarangri...t.d. ef ég er með fartölvutösku þá má ég ekki líka vera með veski!!! Þvílíka fyrirtækið...en allavega, ég valdi þetta sjálf þannig að ég þarf að taka afleiðingunum...ætla a.m.k. að reyna að gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir vesen á flugvellinum...
...Bið að heilsa í bili...

Sunday 26 April 2009

Kosningar og lestur

Eins og flestir Islendingar fylgdist eg med kosningunum i gaerkvoldi...eg horfi a RUV i beinni a netinu. Virkilega spennandi ad fylgjast med og ennta meira spennandi ad sja hvad gerist a naestu manudum...vona svo innilega, vist vinstrihreyfingarnar fengu sens, ad taer standi sig vel og nyti krafta sina til gods fyrir tjodina...verd to ad vidurkenna ad eg hef ekki mikla tru a teim en tad er aldrei ad vita nema tau nai ad vinna ad godri lausn...
***
Sit uppi bokasafni ad lesa greinar, ritgerdir og fleiri heimildir fyrir lokaritgerdina mina. Er ad reyna ad setja tetta saman i huganum hvernig eg vil hafa ritgerdina...bara svo andskoti erfitt ad sja tetta fyrir ser og hvert madur stefnir med ollum tessum skrifum...
***
Styttist heldur betur i ad Atli komi...rett um tad bil 9 dagar...ta verdur tekin god pasa fra lestri :)

Saturday 25 April 2009

Lokaritgerðarpælingar

Núna er ég byrjuð á fullu að velta fyrir mér og melta hvernig ég ætla að hafa lokartigerðina mína. Í næstu viku eru skil á einni blaðsíðu með hugmynd um hvað við viljum skrifa um og hverni rannsókn við ætlum að gera. Ég er búin að setja þetta niður á blað og núna er bara að byrja að skipuleggja hvernig maður ætlar að hagræða tímanum næstu fjóra mánuði :)
***
Við hittumst 5 stelpur úr bekknum í gær til að ræða lokaritgerðarmál og elduðum okkur svo pizu saman í kvöldmatinn. Bragðaðist alveg frábærlega...spjölluðum svo auðvitað frameftir þangað til við vorum allar orðnar svo þreyttar að við ákváðum að slútta þessu og fara heim að sofa...klukkan var þó ekki nema 11 en það er alveg merkilegt hvað skólalífið og lærdómur getur gert mann þreyttan!
***
Sýnist þetta ætla að verða góður dagur í dag....þegar ég vaknaði í morgun var sólskyn og blíða..nú er bara að bíða eftir að hitastigið fari aðeins meira upp svo maður geti jafnvel lært eitthvað úti í sólinni í dag :)

Wednesday 22 April 2009

Vedurblida

Tad var tvilik vedurblida herna i Glasgow a manudaginn...eg kikti i baeinn til ad spoka mig um og sa tetta lika fullfallega Suzuki Gsxr 600 hjol...va hvad eg vard astfangin af tvi ;) tok audvitad myndir til ad geta deilt med ykkur...sjaid tid mig ekki alveg fyrir ykkur eftir eitt ar a svona motorfak???

Vid Britta og Preeti forum svo i sma picnic i Glasgow Green eftir hadegid...keyptum teppi og komum vid a kaffihusi a leidinni til ad saekja okkur Latte og muffins til ad jappla a i solinni. Tetta var bara ljuft....naest er stefnan tekin a alvoru picnic tar sem vid verdum bunar ad baka og med heimalagadar veitingar...sjaum hvort vid eigum eftir ad standa vid tad :)