Thursday 30 April 2009

Branding Branding Branding...

...á hug minn allan...Búin að vera að lesa og lesa síðustu daga og er byrjuð að skrifa the Research Proposal sem við eigum að skila inn 22.maí...ætla að reyna að klára uppkastið eftir viku og senda það á leiðbeinandann til yfirlestrar á meðan ég verð í London með Atla í California Superbike School...újeee :)
***
Fór aftur á Cafe Nero í gær með Brittu...vá ef ég verð ekki orðin eins og bláberjamuffa í laginu þegar ég kem heim í sumar þá veit ég ekki hvað ;) En þetta er bara einum of gott til að sleppa því...
***
Vá hvað mig langar að fara í fataleiðangur þessa dagana...allar búðirnar stútfullar af sumarvörum...svo ótrúlega litrík og falleg föt, kjóla og pils og bolir...En maður er að reyna að hemja sig...ætla frekar að eyða aurunum mínum í London í maí. Svo lendir maður alltaf í því að kaupa sér æðisleg sumarföt og áttar sig svo á því þegar komið er heim til Íslands að það er aldrei veður til að klæðast fötunum :/ Eins gott að reyna að vera skynsamur í sumarfatainnkaupum :)

Tuesday 28 April 2009

Svínaflensan komin til Skotlands

Já, svínaflensan er komin til Brelands og fyrstu tvö tilfellin voru greind í Skotlandi!!! Já...á mínu svæði...ekki mjög spennandi að vita til þess. Breski heilbrigðisráðherran staðfesti þetta í fréttum í gærkvöldi og sagði að sjö aðrar manneskjur væru einnig undir eftirliti/meðferð þar sem þau voru í samskiptum við þá tvo sem hafa nú þegar greinst. Ég vona svo innilega...eins og allir aðrir...að þetta sé bara eitthvað stutt og tímabundið sem muni ekki verða að heimsfaraldri...Bresk flugfélög hafa þó samt starx gefið út viðvörun og beðið fólk að halda ferðalögum í lágmarki á meðan!!! Hérna er linkur á fréttina...
***
Annars er bara gott að frétta af mér...fór á Cafe Nero með Brittu í gær og ég fékk mér að sjálfsögðu Latte og bláberjamuffins....vá hvað þetta er orðið að hefð hjá mér! bara gaman að því...spurning hvort maður fari ekki bara í það að opna Cafe Nero á Íslandi eftir heimkomu svo ég geti nú haldið þessum sið áfram ;)
***
Fór í klippingu og litun í morgun....næææsss...gott að fá smá trítment og "lappa aðeins upp á lúkkið". Ég er nú svo íhaldsöm í hármálum að ég gerði engar breytingar...ég iðaði samt alveg í sætinu mig langaði svo að segja hárgreiðslukonunni að lita hárið á mér dökk-brúnt!!! I Know...langar að prófa eitthvað nýtt en ég held bara að ég sé ekki með rétta húðlitinn fyrir dökkt hár...en tækifærið væri svo sem núna að gera eitthvað crazy við hárið á sér...það sér það þá allavega enginn sem maður þekkir heima á Íslandi ef það kemur hræðilega út..hahaha...maður gæti þá bara látið "fixa" hárið áður en maður léti sjá sig á Íslandinu ;)
***
En annars er ég á leiðinni út í ferðatöskuleiðangur...jámm...þarf að kaupa mér tösku fyrir RyanAir flugið til London með Atla í Maí...þeir eru svo þvílíkt strangir á töskustærðum og kílóum...ef maður er með eitt kíló meira í t.d. handfarangri eða taskan er 1cm stærri en hámarksstærð á handfarangri þá þarf maður að tékka handfarangurinn inn með öðrum handfarangri....og það er ekki séns að fá að vera með meira en eina tösku í handfarangri...t.d. ef ég er með fartölvutösku þá má ég ekki líka vera með veski!!! Þvílíka fyrirtækið...en allavega, ég valdi þetta sjálf þannig að ég þarf að taka afleiðingunum...ætla a.m.k. að reyna að gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir vesen á flugvellinum...
...Bið að heilsa í bili...

Sunday 26 April 2009

Kosningar og lestur

Eins og flestir Islendingar fylgdist eg med kosningunum i gaerkvoldi...eg horfi a RUV i beinni a netinu. Virkilega spennandi ad fylgjast med og ennta meira spennandi ad sja hvad gerist a naestu manudum...vona svo innilega, vist vinstrihreyfingarnar fengu sens, ad taer standi sig vel og nyti krafta sina til gods fyrir tjodina...verd to ad vidurkenna ad eg hef ekki mikla tru a teim en tad er aldrei ad vita nema tau nai ad vinna ad godri lausn...
***
Sit uppi bokasafni ad lesa greinar, ritgerdir og fleiri heimildir fyrir lokaritgerdina mina. Er ad reyna ad setja tetta saman i huganum hvernig eg vil hafa ritgerdina...bara svo andskoti erfitt ad sja tetta fyrir ser og hvert madur stefnir med ollum tessum skrifum...
***
Styttist heldur betur i ad Atli komi...rett um tad bil 9 dagar...ta verdur tekin god pasa fra lestri :)

Saturday 25 April 2009

Lokaritgerðarpælingar

Núna er ég byrjuð á fullu að velta fyrir mér og melta hvernig ég ætla að hafa lokartigerðina mína. Í næstu viku eru skil á einni blaðsíðu með hugmynd um hvað við viljum skrifa um og hverni rannsókn við ætlum að gera. Ég er búin að setja þetta niður á blað og núna er bara að byrja að skipuleggja hvernig maður ætlar að hagræða tímanum næstu fjóra mánuði :)
***
Við hittumst 5 stelpur úr bekknum í gær til að ræða lokaritgerðarmál og elduðum okkur svo pizu saman í kvöldmatinn. Bragðaðist alveg frábærlega...spjölluðum svo auðvitað frameftir þangað til við vorum allar orðnar svo þreyttar að við ákváðum að slútta þessu og fara heim að sofa...klukkan var þó ekki nema 11 en það er alveg merkilegt hvað skólalífið og lærdómur getur gert mann þreyttan!
***
Sýnist þetta ætla að verða góður dagur í dag....þegar ég vaknaði í morgun var sólskyn og blíða..nú er bara að bíða eftir að hitastigið fari aðeins meira upp svo maður geti jafnvel lært eitthvað úti í sólinni í dag :)

Wednesday 22 April 2009

Vedurblida

Tad var tvilik vedurblida herna i Glasgow a manudaginn...eg kikti i baeinn til ad spoka mig um og sa tetta lika fullfallega Suzuki Gsxr 600 hjol...va hvad eg vard astfangin af tvi ;) tok audvitad myndir til ad geta deilt med ykkur...sjaid tid mig ekki alveg fyrir ykkur eftir eitt ar a svona motorfak???

Vid Britta og Preeti forum svo i sma picnic i Glasgow Green eftir hadegid...keyptum teppi og komum vid a kaffihusi a leidinni til ad saekja okkur Latte og muffins til ad jappla a i solinni. Tetta var bara ljuft....naest er stefnan tekin a alvoru picnic tar sem vid verdum bunar ad baka og med heimalagadar veitingar...sjaum hvort vid eigum eftir ad standa vid tad :)

Friday 17 April 2009

Apríl rúmlega hálfnaður

Tíminn líður frekar hratt þessar vikurnar og mánuði...rétt tæplega þrjár vikur í að Atli kom út til Glasgow og 4 vikur í Mótorhjólaskólann í London á Brands Hatch brautinni. Þetta verður svo ótrúlega mikið ævintýri...verð samt að viðurkenna að ég er ótrúlega stressuð...sérstaklega þar sem ég verð á Yahama R6 2009 árgerð og ég hef aldrei sest upp á Yamaha á ævinni!!! þannig að ég á örugglega eftir að skjálfa á beinunum eins og kettlingur fyrstu hringina :) En að sama skapi er ég ótrúlega spennt...þetta fer klárlega í reynslubankann :)
***
Ég hitti leiðbeinandann minn í dag til að fara yfir ákveðin atriði fyrir lokaritgerðina mína. Ég skila síðasta hópverkefni vetrarins í næstu viku og þá er það bara lokaritgerðin sem á hug minn allan :)
***
Ég er með svo mikið "Sex and the City" æði núna að ég tríta sjálfa mig á hverju kvöldi með að horfa á 1-2 þætti. Verst ég er að verða búin með þá...þá klárlega að finna einhverja fleiri þætti til að verða húkt á :) Svo er ég líka með æði fyrir indverskum grænmetisrétt sem ég elda mér nánast á hverju einasta kvöldi!!! en ákvað núna í kvöld að það væri komið nóg í bili og eldaði með torellini í staðinn...fá smá jfölbreytileika í þetta...haha :)

Wednesday 15 April 2009

Síðasta hópverkefnið

Þá er ég byrjuð að vinna í síðasta hópverkefni þessa náms!!!! Vá spáið í því...þetta sýnir bara hvað það er stutt í lokin :) Erum að gera skýrslu um Tesco keðjuna í Kína, hvaða mistök fyrirtækið gerði við fyrstu innkomu á markaðinn og hvað mætti gera betur...
***
Mikið var annars gott að komast smá í ræktina eftir páskafríið og allt páskaeggjaátið. Nú er maður á fullu að taka fætur...reyna að styrkja aðeins "mótorhjólavöðvana" fyrir átökin á Brands Hatch 12.maí næstkomandi!!! Efast nú um að aukið form og stykur eigi eftir að bæta frammistöðu svona amatörs eins og ég er...en það er bara svo miklu skemmtilegra að vera að stefna að einhverju og í þetta skiptið er það styrkur og bætt mótorhjólaþol ;) Verst ég verð ekkert á mótorhjóli í sumar...
***
Hérna eru svo nokkrar myndir frá því í kirkugarðinum sem við tókum göngutúr um um páskana Sýnir heldur betur hvað hver einasti legsteinn er þvílíkt stór og fyrirferðamikill...


Monday 13 April 2009

Gleðilega páska

Ég er heldur betur búin að njóta mín síðustu daga...páskahelgin búin að vera rosalega góð. Í gær opnaði ég að sjálfsögðu páskaeggið mitt sem Atli minn sendi mér um daginn, ekkert lítið egg...nei nei, eggið var númer 7!!! Ég náði auðvitað ekki að klára það...sem betur fer var maður nú ekki einu sinni að reyna það...ætli ég hefði ekki fengið vel í magann!!! haha...en eggið var allavega rosalega gott...og ég get notið þess næstu daga líka :)
***
Í gærkvöldi fórum við fimm úr bekknum saman í bíó að sjá Fast & The Furious...mér fannst þetta bara góð mynd. Var búin að vera að heyra af fólki sem fílaði hana ekkert sérstaklega þannig að ég fór ekki með miklar væntingar á myndina...en kom bara nokkuð ánægð út og alveg að deyja því mig langaði svo að hjóla...þó svo það hafi bara sést tveir chopperar í 2 secondur í myndinni!!! En allavega, maður fékk svona "hraðafíkn" eftir að hafa séð myndina :) Kíktum svo á bar í nágrenninu og fengum okkur öllara eftir myndina. Voða næs að slappa aðeins af og spjalla.
***
Vaknaði svo í morgun með sólina í augun...bara ljúft :) fór út að skokka í Glasgow Green...jámm...er að reyna að koma þolinu í lag aftur...veit ekki alveg hversu vel það gengur en ég ætla allavega ekki að gefast upp strax :)
***
Ég hitti svo Preeti og Shivang síðdegis og við skoðuðum elst húsið í Glasgow sem var byggt rétt eftir 1470. Í framhaldinu löbbuðum við svo í gegnum kirkjugarðinn sem er alveg ótrúlega flottur. Alveg merkilegt hvað allir legsteinarnir eru risastórir og greinilega mikið lágt í að hafa þetta sem flottast og virðulegast.


Á leiðinni í kirkjugarðinn sáum við þó fjögurra bíla árekstur sem endaði með því að bílstjóri bílsins sem átti orsökin að slysinu hljóp af vettvangi (sá sem var á svarta Polo-inum) og fleiti kallinn á myndinni hér að neðan sem er að tala í símann reyndi að hlaupa á eftir honum en aukakílóin vöfðust eitthvað fyrir honum þannig að hann rann til og flaug beint á andlitið...greyið kallinn!! Löggan kom svo á vettvang og í framhaldinu voru nokkrir lögreglubílar sendir um allt hverfið að leita af slysavaldinum sem hljóp í burtu og innan við 5min síðast var þyrla komin líka að sveima yfir!!! Þetta var bara eins og í bíómynd! Verst maður veit ekki endinn!! En klárlega frekar súr reynsla fyrir ökumenn hinna bílanna sem þurfa þá kannski að bera tjónið sjálfir!!!

Sunday 12 April 2009

Páskahelgin

Var að enda við að klára eina ritgerð...þá er bara eitt hópverkefni sem þarf að klárast fyrir 22.apríl :) Þetta mjakast allt saman :)
***
Við fórum nokkur út á föstudagskvöldið...alveg merkilegt hvað það er allt opið hérna yfir páskana! Allar búðir opnar á föstudaginn langa og maður gleymir því eiginlega bara að það séu páskar...nema þegar maður fer á facebook og fær update á því hvað allir eru að gera heima í fríinu á Íslandi :) Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók

Annars er bara veðurblíða í Glasgow...eins og heima á Íslandinu...allavega í Reykjavík skilst mér :) Er að hugsa um að taka mér góða pásu og taka göngutúr um miðbæinn...ábyggilega fullt af fólki á ferli :)

Thursday 9 April 2009

Búin að kjósa :)

Já, ég fór að kjósa áðan, hitti ræðismanninn í Glasgow (eða hvaða titil hann svo sem ber) áðan til að kjósa. Hitti fjóra aðra Íslendinga sem voru að kjósa líka...skooo ég hef aldrei hitt svona marga Íslendinga í Glasgow ;) Allavega, sendi svo atkvæðið mitt með pósti heim til Íslands þannig að ég er búin að sinna mínum skyldum :)
***
Fór í ræktina áðan til heiðurs Mýu...hahaha...já hún og Atli lögðu af stað til Akureyrar í morgun enda er hún að fara að keppa í modelfitness á föstudag/laugardag. Bara ævintýri hjá henni, örugglega gaman að prófa eitthvað svona nýtt :)
***
Annars komu Britta, Moritz og Preeti í mat í gærkvöldi. Við elduðum okkur fylltar paprikur með nautahakksblöndu, lauk og fleira. Í eftirrétt bökuðum við svo víðfrægu skúffukökuna hans Atla...og mmmm hvað hún var sjúklega góð, borðuðum hana volga með alvöru eðal vanilluís frá Green&Black´s...bara gott :) Tókum líka nokkur handspil...veit reyndar ekki hvað spilið heitir en Britta kenndi okkur nýtt en það var allavega svaka spennandi ;)

Tuesday 7 April 2009

SATC og Modelfitness

Er að reyna að klöngrast í gegnum verkefni sem ég er ekki alveg viss hvernig á að gera...! Kennarinn gaf voðalega litlar leiðbeiningar og ég er búin að eyða endalaust miklum tíma að leita að heimildum á netinu sem ég er ekki svo viss um að séu gagnlegar! Nenni ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu verkefni núna...hugsa að ég reyni að klára sem mest í dag og á morgun...sjáum hvernig það gengur.
***
Er með æði fyrir Sex and the City þessa dagana...verðlauna sjálfa mig á hverju kvöldi með því að horfa á einn þátt....verst hvað þeir eru samt stuttir ;) tími samt ekki að horfa á tvo því þá verð ég svo fljótt búin að horfa á alla þættina..hahaha :)
***
Svo er ég svo ótrúlega stolt af Mýu...systur hans Atla...hún er að fara að taka þátt í Modelfitness næstu helgi á Akureyri. Hún er búin að ná alveg þvílíkum árangri...sá myndir af henni í gær sem ljósmyndari tók af henni...og vááá...hún er orðin ekkert smá flott :) Ég hefði svo þvílíkt verið til í að sjá hana keppa fyrir norðan næstu helgi...en Atli ætlar að fara með henni, öll familían og þjálfarinn þannig að hún verður með góðan stuðning :) Vona svo innilega að hún taki þetta...hef reyndar alveg full trú á að hún komi heim með bikarinn :) Get ekki beðið eftir að sjá myndirnar af mótinu eftir helgina :)

Sunday 5 April 2009

Aðeins að róast í páskafríinu

Eftir kínverskuprófið fórum við nokkur í bekknum út að borða á Amore, ég fékk mér "very Spicy" kóngarækjur í Chillisósu með hrísgrjónum...voða gott :) Tók nokkrar myndir sem ég vildi deila með ykkur.
Í gær elduðum við Britta og Preeti svo saman nepalskan rétt og spiluðum svo "mao-mao" fram eftir kvöldi...mjög svipað olsen-olsen. Gott að þurfa ekki að vera í stresskasti á hverjum degi...maður getur leyft sér að taka góðar pásur á daginn eða kvöldin.
***
Í morgun fórum við Britta svo í innkaupaleiðangur...löbbuðum í stóru Tesco sem er í svona 30min göngufæri frá íbúðinni minni. Vááááá hvað það var gaman að fara í þessa búð....þvílíka úrvalið enda er búðin risa stór!!! Við eyddum einum og hálfum klukkutíma inni í búðinni og ég nýtti tækifærið og keypti alls konar mat, snyrtivörur, bökunarvörur, nýbakað brauð...mmmm hvað það er gott og ýmislegt annað sem ég get ekki fengið í smærri búðunum sem eru í miðbæ Glasgow :)
***
Stefnan er svo tekin á að baka skúffukökuna hans Atla í vikunni...líklega miðvikudag eða fimmtudag...ég er samt búin að láta stelpurnar vita að það getur vel verið að kakan heppnis ekki eins vel hjá mér og hún gerði hjá Atla. En við ætlum að gera heiðarlega tilraun til þess :) Mmmm hvað það verður ljúft að fá heita köku og ískalda mjólk:)

Saturday 4 April 2009

Einkunnaflóð

Mér finnst ég alltaf vera að fá einkunnir...kannski ekki skrítið því maður er alltaf að skila inn einhverjum verkefnum og kynningum ;) Fékk sem sagt einkunnina fyrir Branding ritgerðina mína í gær...Bara gaman að því..fékk vel yfir ´distinction´ þannig að það var frábært fyrir meðaleinkunnina mína. Veit ekki hvernig restin af bekknum stóð sig enda flestir farnir í páskafrí eitthvað út í heim! Við erum þó nokkur hérna eftir í Glasgow sem ákváðum ekki að fara að ferðast um páskana...við vinnum bara að næstu verkefnum í staðin...
***
Búin að taka mér ágætispásu síðustu tvo daga eftir kínverskuna...nú er kominn tími á að hefja lærdóminn aftur. Er að vinna að verkefni í Operations Strategy...valdi mér Exel fyrirtækið sem case study en þeir eru með þeim stærstu í logistics bransanum í dag...verður spennandi að sjá hvað þeir eru að gera.
***
Ég, Britta og Preeti ætlum að hittast í kvöld og elda saman einhvern gómsætan grænmetisrétt...enda er Preeti grænmetisæta þannig að við erum alltaf að læra einhverjar nýjar og sniðugar uppskriftir frá henni :)

Friday 3 April 2009

Kínverskan gekk vel...góður frídagur eftir prófið

Jæja, þá er kínverskan búin og prófið gekk bara mjög vel. Gott að vita til þess að nú fer að róast í skólanum og lokaritgerðin að taka yfirhöndina í staðinn. Verður gott að geta loksins byrjað á henni...þá styttist bara enn meir í útskrift og heimkomu :) Hérna er mynd af okkur Brittu í munnlega kínverskuprofinu...við fengum kennarann til að taka mynd af okkur...svona upp á minningarnar :)Við fórum svo eftir prófið og löbbuðum um allan bæ því í gær var geggjað veður, sólskin og 16 stiga hiti. Engin þörf fyrir yfirhafnir. Fórum á Cafe Nero, kíktum á George square sem var stappað af fólki að sóla sig og svo löbbuðum við aðeins um Glasgow Green þar sem allir voru að viðra hundana sína.
Buchanan Street
Við innganginn á Glasgow GreenÍ Glasgow Green

Já svo voru mótorhjól út um allan bæ og ég yðaði alveg í kroppnum af tilhlökkun og eftirvæntingu af tilhugsuninni af California Superbike School í maí :)

Wednesday 1 April 2009

hao yun = good luck

Ni hao, wo de ming zi shi Sæunn.
Wo shi er shi wu sui, wo de sheng ri shi ba yue shi si hao.
Wo shi bing dao ren, wo cong bing dao lai
Wo shi da xue sheng.
Wo yao he ka fei, cha he pi jiu. Wo bu chou yan.
Wo de nan peng you Atli, wo ai ta. Ta shi san shi sui.
***
Svo hljómar byrjunin á munnlega prófinu mínu í kínversku sem ég er að fara í á morgun þar sem við eigum að byrja á að kynna okkur sjálf. Dagurinn í dag og síðustu dagar hafa verið undirlagðir í kínversku og á morgun tekst maður við prófið, bæði munnlegt og skriflegt. Þetta verður bara gaman...ég og Britta tökum munnlega prófið saman, allavega að hluta til þar sem við eigum að halda uppi samræðum á kínversku. Við erum held ég bara í góðum málum. Wish me luck :)
***
Í dag var gott veður....14 stiga hiti og sól á köflum. Fann alveg að núna er hitinn aðeins að aukast...alveg klárlega orðið of heitt til að vera ennþá að klæðast vetrarúlpunni og kápum, Núna verð ég að fara að taka fram sumarjakkana...vívíví. Á morgun er svo spáð ennþá meiri bongóblíðu í Glasgow, 16 stiga hita, heiðskírt og sól. Ég er búin í prófinu um kl.12...þá verður pottþétt farið á eitthvað kaffihús sem stelpunum og setið úti í sólinni....nice :)