Í tilefni að síðasta vinnudeginum var haldið smá kveðjuboð í vinnunni þar sem boðið var upp á kökur og samstarfsfélagarnir komu saman til að kveðja. Þórunn yfirmaður sagði nokkur hjartnæm orð og vinnufélagarnir gáfu mér gjöf sem þau höfðu safnað saman í. Alveg ótrúlegt hvað manni þykir vænt um svona kveðjur og gaman að hugsa til þess hvað maður hefur kynnst mikið af skemmtilegu fólki þarna, hver með sinn karakter og skoðanir á lífinu.
Við Sjöfn vorum tvær að hætta í vinnunni þennan föstudag og af því tilefni héldum við kveðjupartý saman um kvöldið. Hjördís var svo frábær að bjóðast til að halda partýið...greinilegt að hún kann sitt starf sem gestgjafi. Við Sjöfn pöntuðum veitingar, fórum saman í Vínbúðina að versla drykkjaföng og svo í Bónus að redda snakki og fleiru...en nei nei...þá var hún Hjördís líka búin að kaupa alls konar veitingar fyrir kvöldið....þannig að við Sjöfn löbbuðum bara með skottið á milli lappanna út úr Bónus ;)
Kvöldið heppnaðist frábærlega og gaman að sjá hvað margir mættu til að kveðja okkur og skemmta sér. Eftir nokkra skemmtilega söngtóna...og dansspor við Palla í stofunni hjá Hjördísi hélt hópurinn niður í bæ.
Hjördís fær stórt hrós og þakklæti frá mér fyrir þetta kvöld.
Takk allir fyrir mig, skemmtilega samstarfið og óendanlegu tækifærin :)
1 comment:
Vívíví en gaman! Oh, ég sakna þín snúlla. Trúi ekki að þú sért að yfirgefa mig:(
Post a Comment