Fórum í æðislegt piknikk um daginn....þvílíkur hiti og sól....var varla að meika þetta! En vatnið og fersku ávextirnir héldu í mér lífinu :) Í dag var þó skýjað...kannski sem betur fer....fá smá pásu frá hitanum...
***
Riterðin gengur sinn vanagang....er á fullu í lestri ennþá...plana að hefja skrif um helgina.
***
Fór á tvo fyrirlestra í vikunni. Sá fyrri var um Irn-Bru drykkinn...fengum framkvæmdarstjórann í heimsókn til okkar sem fræddi okkur um hvernig fyrirtækið vex út fyrir landsteinana og hvert stefnan er tekin í framtíðinni. Seinni fyrirlesturinn var með Colin McClune en hann er fyrrverandi yfirmaður Shell í Kóreu, Brunei, Japan og fleira....með mikla reynslu. Hann fór í gengum samningaviðræður (negotiations) með okkur og leyfði okkur að spreyta okkur sjálf á að reyna að semja....það var virkilega gaman og lærdómsríkt :)
***
Corinne í bekknum mínum á afmæli í dag og ætlar að halda upp á það annað kvöld með skvísuhitting. Ætlum að hafa kósíkvöld heima hjá henni, anta pizzur, háma í okkur nammi og spila :) Fórum einmitt í dag og keyptum handa henni afmælisgjöf...matreiðslubók enda kann hún ekkert að elda hahaha....og svo ferskar ólífur, kex og fleira dúllerí í gourmet-búðinni hérna í miðbænum. Fórum svo í framhaldinu á Cafe Nero...en ekki hvað....en í þetta skiptið var ekkert Latte&Muffin....I know...það mætti halda að ég væri farin að svíkja lit! En ég var bara svo svöng að ég fékk mér panini í staðinn :)
No comments:
Post a Comment