Thursday 30 July 2009

Niðurstöðukaflinn að hefjast...spennandi...

Trúi því varla að júlí sé að verða búinn!!! Alveg merkilegt...bara rétt mánuður þangar til maður kemur heim til Íslands :)
***
Annars er mest lítið að frétta af mér þessa dagana...við Britta sitjum heima alla daga og lærum...misárangursríkir dagarnir..stundum finnst manni eins og maður komist ekkert áfram og svo eru aðrir dagar mjög góðir. Ég er búin að vera að taka fullt af viðtölum og senda út kannanir og þetta hefur allt gengið mjög vel...ég er svo þakklát öllum sem hafa gefið sér tíma fyrir mig og rannsóknina. Allir hafa verið svo jákvæðir :)
***
Annars byrja ég um helgina að vinna í niðurstöðum rannsóknarinnar...er að klára að yfirfara fræðilega kaflann og aðferðafræðina. Þannig að þetta er allt að skila sér :)
***
Við Britta ætluðum í bíó í gær á "The Proposal" en biðröðin var gígantísk...a.m.k. 50 metrar...þetta var bara geðveiki...við ákvaðum því bara að fresta bíóferðinni og keyptum okkur ís í staðinn og löbbuðum um bæinn :) Við ætlum svo að gera aðra tilraun í kvöld til þess að fara í bíó...sjáum hvernig það fer :)

No comments: