Ég er búin að vera ótrúlega dugleg að læra síðan ég kom aftur út...þó svo ég segi sjálf frá. Bara nokkuð ánægð með mig. Var að enda við að senda einn kafla á kennarann sem ég var búin að lofa sjálfri mér að klára áður en mamma og Ester koma á föstudaginn. Þannig að ég er bara ótrúlega sátt. Ég hef þá næstu daga til að undirbúa viðtölin og spurningakönnunina sem eru hluti af rannsókninni minni :)
Veðrið í Glasgow er líka ekki búið að vera neitt frábært...reyndar alveg heitt en rigning á köflum og lítil sól...það er fínt lærdómsveður. Svo er spáð fínasta veðri um helgina...20 stiga hita og hálfskýjað/sól...ég vona bara að það haldist svo við mæðgurnar getum sprangað um borgina eins og okkur einum er lagið :)
***
Það er svo mikið æði að Britta skuli vera flutt inn til mín...við eldum okkur eitthvað spennandi á hverju kvöldi..í kvöld var það indverskum grænmetisréttur með puffed rice (sem eru eiginlega eins og kramin hrísgrjón!) með kartöflum, gulrótum, papriku, lauk, súkíni, chilli, turmeric, soya sósu og sweet-chilli sósu...mmm gott...og í gær gerðum við okkur Sushi...og það heppnaðist bara frábærlega vel :) Ótrúlega ánægð með okkur... :)
***
Besta vinkona Brittu var hérna um helgina og þær fóru um allan bæ að skoða sig um...við fórum svo allar saman á laugardagskvöldinu á skoskan veitingastað sem heitir Arisaig...þær fengu sér lax en ég fékk með kjúklingabryngju með sætum kartöflum, steiktu grænmeti og kókos-kóriander sósu...mjög góður matur...kannski ég taki mömmu og Ester þangað ef við höfum tíma :) Á sunnudagskvöldinu fengum við okkur svo bara bjór hérna heim og gæddum okkur á snakki, súkkilaðimolum og hvótlauksbrauði og spjölluðum frameftir...voða kósí :)
***
Núna ætla ég að stökkva upp í rúm og horfa á einn eða tvo Sex and the City þætti og fara svo að sofa fyrir miðnætta...alltaf svo gott að fá góðan svefn...mmmm....
Bið að heilsa í bili :)
2 comments:
Jiiimundur hvað þið eruð alltaf að elda eitthvað spennandi. Ég vildi að ég væri með svona fjölbreytileika í eldhúsinu, hugmyndaflugið mitt nær bara ekki svona langt :S
Þú þarft að kenna mér töfrana þegar þú kemur heim :)
kv.
Hildur Ýr
Heyrðu já...díll...ég skal sko deila þessum nýjungum með þér. Þegar þú hefur haldið þitt matarboð í haust þá verð ég með svona alþjóðlegt matarboð fyrir okkur vinkonurnar og makana...lýst alveg ótrúlega vel á það :)
Post a Comment