Saturday, 30 May 2009

Silli stúdent :)

Vil byrja á að senda Silla bróður bestustu bestu kveðjur með daginn í dag...jebb...litli bró orðinn stúdent....bara æðislegt hjá honum :) Maður er svo stoltur, þetta er klárlega dagur sem maður á alltaf eftir að muna eftir...en annars verð ég bara að fá að knúsa Silla minn þegar ég kem á klakann í júní....sendi bara eitt "net-knús" yfir bloggið mitt á meðan ;)
***
Annars er steikjandi hiti í Glasgow þessa dagana....klukkan 20 í kvöld var 22 stiga hiti...bara ljúft. Ég gat auðvitað ekki lært í allan dag inni og horft á sólina út um gluggan þannig að ég hitti Brittu á George Square klukkan hálf sex til að sleikja síðustu sólargeislana. Ég fékk mér svalandi boost með frosnu jógúrti og Britta fór í Ice-latte. Sátum og spjölluðum í klukkutíma og ég er ekki frá því að ég hafi bara roðnað smá á húðinni við þetta...ekki er það nú verra :)
***
Á morgun er svo planið að fara í piknik í Kelvingrove garðinn. Ætlum að taka með okkur ferska ávexti og eitthvað gotterí til að smjatta á :)
***
Maður veit það alltaf þegar maður vaknar á morgnana við mótorhjól þeysast eftir götunni minni að það er gott veður úti...allavega í flestum tilfellum. Það er besta vakningin...verst bara að eiga ekki mótorhjól hérna ;)
***
Annars styttist heldur betur í Íslandsför...er varla að trúa því...oooo get ekki beðið eftir að hitta alla og knúsa fólkið mitt :) Eins gott það verði ekki rigning og rok allan tímann...haha...en annars er alveg hellingur á dagskrá þessa daga sem ég verð heima þannig að það er eins gott að standa sig í lærdóminum næstu rúmu tvær vikurnar :)

No comments: