Wednesday, 15 July 2009

Frábær helgi að baki

Helgin var alveg frábær...mamma og Ester komu í heimsókn og við höfðum það alveg ótrúlega gott saman. Vorum nokkuð duglegar að versla og mjööög duglegar að borða góðan mat :) Fórum í dagsferð til Edinborgar þar sem við skoðuðum m.a. Edinborgarkastala. Hérna eru nokkrar myndir frá helginni

Á laugardagskvöldinu fórum við á veitingastað/bar og fengum okkur smá snarl...Nachos, Ekta skoskar franskar með osti og cesarsalat. Fengum okkur svo einn öllara með :)

Hérna erum við á leiðinni í Edinborgarkastala. Voða sætar göturnar þarna.

Brave Heart - "Mel Gibson" var svo auðvitað á svæðinu :)

Mamma að reyna að finna pláss í ruslafötunni...frekar fullar...en fólk var greinilega búið að leggja mikið í að raða ruslinu snyrtilega upp!

Hérna erum við svo fyrir framan Edinborgarkastala á leiðinni inn.

Mamma og Ester í kastalanum...rosa flott útsýni yfir borgina þarna...


Fórum svo inn í einkacacpellu Margrétar drottningar...i den tid...ekki núveranadi drottningar...Gluggarnir allir myndskreyttir.

Hérna er svo útsýnið af kastalanum yfir Edinborg.


Löbbuðum í gegnum þetta skúmaskot...fullt af svona pínulitlum götum og krókaleiðum í gegnum gamla bæinn.
Við fórum svo á rosalega góðan kínverskan veitingastað með Brittu á sunnudagskvöldinu. Verst hvað myndirnar voru allar dökkar...en við keyptum okkur til dæmis Pekingendur og djúpsteikar risarækjur...nammi gott :)

Sem sagt alveg frábær helgi í alla staði.
Mamma og Ester flugu svo til London í gær....15 mínotum eftir að þær fóru út á flugvöll byrjaði að rigna í Glasgow...þannig að þær rétt sluppu ;) Vona að sólin skíni svo á þær í London þar sem þær setja punktinn yfir mæðgnaferðina 2009 :)

2 comments:

Mýa said...

þetta hefur verið alger snilld hjá ykkur mæðgum...hefði viljað vera með ykkur!

Sæunn said...

Jæja segðu...við áttum alveg yndislega helgi...en við tökum einhvern tíma góða utanlandsferð saman...bara spurning um að finna tímann sem við eigum báðar penge og tíma ;)