Monday, 20 July 2009

Góð helgi með góðum mat

Helgin var mjög góð...mér gekk vel að koma könnuninni minni saman og setja hana á web-based form til að senda á þátttakendur. Svo er ég búin að taka 4 viðtl fyrir ritgerðina og fleiri bókuð fyrir næstu daga....ég er voða ánægð með þetta :)

Svo var Moritz kærastinn hennar Brittu hérna um helgina. Hann kom á föstudaginn og fór núna í hádeginu. Við fórum öll þrjú út að borða á rosalega góðan indverskan stað á laugardagskvöldinu og svo á sunnudagskvöldinu fórum við á japanskan veitingastað. Þvílíkur lúxus á okkur...og Britta vildi endilega bjóða mér í bæði skiptin!!! Hún er bara engill...í fyrra skiptið vildi hún borga því amma hennar sendi henni pening sem hún átti að nota til að bjóða mér út að borða. Svo á sunnudeginum vildi Britta bjóða mér aftur því hún og Moritz höfðu fundið 40 pund = 8.000kr úti á götu og þar sem enginn saknaði peningsins þá ákváðu þau bara að taka hann ;)

Annars er bara allt það besta að frétta...sýnist allt vera að ganga eftir með lokaritgerðina...en ég sakna samt sólarinnar...það hefur ekki verið almennilegt veður hérna í svona 1-2 vikur!!! pufff...svo er bara bongó blíða heima á Íslandinu...aldrei hefði mér dottið í hug að ég mig langaði í sólina sem væri heima á Íslandi en ekki hér ;) En þetta er fínt...heldur manni inni við lærdóm :)

2 comments:

Anonymous said...

Hæ Sæunn

Gaman að lesa þetta. Við erum hér í bústaðnum að grilla lambalæri. Silli og Sigrún eru hér með okkur. Förum á miðvikudag vestur á Barðaströnd. Gistum í Flókalundi eina nótt. Erum bara á frjálsu flakki um allar sveitir í fríinu.

Biðjum að heilsa Brittu.

Pabbi, mamma og Silli og Sigrún líka...

Sæunn said...

Ooo en frábært að fá komment frá ykkur...takk fyrir kveðjurnar...knús á ykkur öll :)