Saturday 8 August 2009

Fer að styttast

Við Britta fórum í göngutúr í gærdag og enduðum á Tapas bar hérna í miðbænum....borðuðum á okkur gat og fórum svo heim að læra...gott trítment....um kvöldið fórum við svo í bíó....The Ungly Truth...fín mynd...gat allavega hlegið helling og gleymt áhyggjum við ritgerðarskrif á meðan :)
***
Annars er ég að keppast við að klára einn kafla í dag svo ég geti sent hann á leiðbeinandann minn til yfirlestara....Er búin að setja mér markmið að hafa fullbúið uppkast af ritgerðinni 17.ágúst en þá mun leiðbeinandinn lesa yfir riterðina í síðasta sinn!!! OMG...frekar skrítið að hugsa til þess...en þetta tekur allt enda...styttist heldur betur í heimkomu...
***
Rólegur dagur í dag félagslega séð ;) en nóg að gera í skriftum og "niðurskurði"...þarf að stytta niðurstöðukaflann minn um 2000 orð...úfff...
***
Fór í gær og borgaði miða fyrir mig, mömmu og Evu á útskriftarkvöldverðinn/ballið í nóvember...þetta verður örugglega mjög skemmtilegt...allir uppáklæddir og fínir...fimm rétta kövldverður og Ceilidh hljómsveit/namd á staðnum...:) Læt mömmu og Evu læra skosku dansana ;)

No comments: