Ég skilaði inn lokaritgerðinni minni í gær uppi í skóla og kvaddi fólkið á skrifstofunni og fleiri...skrítið að hugsa til þess að þetta magnaða ár sé yfirstaðið!
Í tilefni gærdagsins fórum við nokkur í bekknum út á lífið, fengum okkur kokteila og dönsuðum svo fram eftir nóttu á skemmtistað í miðbæ Glasgow...á þriðjudagskvöldi!!! Jább...hérna eru þónokkrir skemmtistaðirnir opnir öll kvöld...nema þá kannski sunnudaga og mánudaga...
Við skemmtum okkur alveg endalaust vel...
***
Í morgun var svo vaknað til að kíka í dagsferð til smábæjar í hálftíma lestarferð út fyrir Glasgow...löbbuðum eftir fallegu vatni, í skóginum, fengum okkur góðan hádegismat og spjölluðum endalaust mikið um allt sem hefur gengið á þetta ár sem við erum búin að vera hérna
***
Var rétt í þessu að klára að pakka í töksurnar mínar....mun allavega ekki þurfa að borga 50þúsund í yfirvigt aftur...held ég sé bara með u.þ.b. 6-7 kíló í yfirvigt....fyrir utan handfarangurinn sem er nú verulega yfir hámarksþyngd en ég ætla bara að vona að ég lendi ekki í því að þau vigti hann...sjáum hvernig það fer :)
***
Flug í fyrramálið til Íslands....fallega Ísland....aaaahhhhh...það verður svo gott að koma HEIM :)
No comments:
Post a Comment