Friday, 17 October 2008

Heitt vatn og klósettið í lagi

Ég fékk viðgerðarmann í heimsókn til mín í gær þar sem klósettið var eitthvað að stríða mér í íbúðinni...sturtaði ekki alltaf niður. Gaurinn breytti einhverjum stillingum í klósettinu og nú virðist það virka fínt...7 9 13...allavega hefur það ekki klikkað síðustu fjögur skipti sem ég hef sturtað niður :) Svo var ég alltaf búin að vera í vandræðum með að fá heitt vatn í krönunum inni í eldhúsi og inni á baðherbergi....jú jú ég þurfti alltaf að nota heita vatnið úr sturtunni til að geta vaskað upp úr bala inni í eldhúsi! Skemmtilegt....en viti menn...klósett gaurinn gat aðstoðað mig með það líka þannig að núna er ég með heitt vatn í allri íbúðinni og klósettið í lagi.

Vikan er búin að líða ekkert smá hratt...það er kominn föstudagur....spáið í því...mér finnst Ester og Atli nýfarin heim...samt eru fjórir dagar síðan! En lífið heldur áfram og allt komið á milljón í skólanum.

Ég keypti mér tölvusíma frá Símanum í vikunni...ótrúlega ánægð með hann...þangað til kom í ljós að internetið hérna í skólanum samþykkir ekki símann!!! þannig að það lítur út fyrir að ég geti ekki notað hann hérna...ætla samt að reyna að redda þessu einhvern vegin...það bara hlýtur að vera hægt...það munar öllu að geta heyrt í öllum heima án þess að borga fúlgur fyrir það í gegnum venjulegan síma!!!

Við fórum nokkrar stelpur á kaffihús eftir tíma í gær...ekki mikill laus tími þannig að við vorum þar á milli sex og sjö....ekki beint venjulegur kaffiúsatími en maður verður að nýta þær fáu stundir sem gefast :) við vorum allar mjög ánægðar með að hafa kíkt aðeins út og litið upp úr bókunum...for a change....fengum okkur kaffi og muffins :)

Farin aftur í tíma,
Later...

No comments: