Friday, 10 October 2008

Kínverska

Þá er ég búin að fara í fyrsta kínverskutímann minn....OMG þetta var ekkert smá skemmtilegt, allir sem ekki tala kínversku taka kínverskutíma en fólkið frá Kína tekur enskunámskeið. Sem sagt meirihlutinn af bekknum þarf að læra kínversku. Fyrsti tíminn var í gær og það var svo ótrúlega gaman, við erum búin að vera í svo erfiðum tímum og kínverskan gefur okkur smá svigrúm til að hugsa um eitthvað annað en stefnumótun og alþjóðastjórnun. Það var mikið hlegið og fólk lagði sig allt fram við að reyna að ná framburðinum í kínversku. Kínverskan er byggð á allt öðruvísi hljóðum en við erum vön að nota, það var því heldur betur áskorun að takast á við nýju hljóðin :)

Fyrir stuttu var haldin smá hátíð í hverfinu mínu, Merchant city Festival. Það voru fullt af sölutjöldum, tónlistarviðburðum og sýningum. Svaka góð stemning og allir barirnir fullir af fólki. Ég tók nokkrar myndir:

Annars mun helgin einkennast af hópavinnu og reyna að koma einhverju gáfulegu saman fyrir kynningu sem við þurfum fljótlega að halda. Best að nýta daginn vel :)

1 comment:

Anonymous said...

Ni hao!

Wo ershi sui.... eða eitthvað þannig.
Wo bu he kafe......
Æji, þessi kínverska sem ég kunni er farin forgörðum.... einusinni var ég voða klár. Verst samt að ég lærði bara að segja ég er tuttugu ára, er orðin aðeins eldri núna, en í Kína verð ég alltaf tvítug...:)

kv
Fjóla in the Bing Dao