Saturday, 18 October 2008

Flugvandræði og hópvandræði

Ekki beint skemmtilegar fréttir frá Icelandair í gær....þeir ætla að hætta beinu flugi til nokkurra áfangastaða þar á meðal Glasow!!! Ég veit svo sem ekkert hvað það þýðir fyrir mig...en ég keypti flugmiða fram og til baka Glasgow/Keflavík fyrir jólin fyrir u.þ.b. fjórum dögum og fékk farið á alveg fáránlega góðum díl. En núna segjast þeir ætla að hætta beinu flugi...þannig að ég veit ekki alveg hvernig ég mun koma heim um jólin, kannski ég þurfi að taka vél frá Glasgow til London og svo þaðan heim til Íslands. Væri samt frekar fúlt ef ég þyrfti að borga sjálf innanlandsflugið hér í UK...vona að Icelandair standi sig enda keypti ég flugfarið í góðri trú um að miðinn tæki mig frá Glasgow heim til Íslands...er það þá ekki í verkahring Icelandair að redda mér heim án þess að ég beri auka kostnað af því! Sjáum til, ég sendi allavega fyrirspurn á Icelandair í gær til að sjá hverni mín mál standa....

Annars gæti ég öskrað núna....hópavinnan eitthvað að fara með fólk hérna! Við erum t.d. sex saman í hóp í einu faginu og síðasta laugardag ætluðum við að hittast kl 10 um morguninn en aðeins 4 mættu. Í dag, laugardag, ætluðum við svo að hittast kl 13 (svo allir gætu nú sofið út fyrir þá sem voru á djamminu) en viti menn...það mættu bara þrír þarf af einn sem mætti klukkutíma of seint! Þannig að það vantaði helminginn af hópnum...dí hvað svona fer í taugarnar á mér. Svo við gátum voðalega lítið gert því það vantaði input-ið frá hinum hópmeðlimunum. Jæja, þýðir ekkert að svekkja sig á því. Í staðin ætla ég að setja upp modelið sjálf svo eitthvað komist í verk hérna...gerir það víst enginn annar!

jæja, best að halda áfram hérna....ætla sko að fá mér vel-inn-unninn bjór í kvöld :)

2 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ
Leiðinlegt með flugið. En láttu mig vita ef þeir ætla ekki að borga innanlandsflugið, ég er meira en til í að ganga í málið ;) Get ekki séð að þeir geti komist hjá því svona í fljótu bragði enda kominn á samningur sem þeim ber að standa við.

Þín er sárt saknað hérna á klakanum. Hafðu það sem allra best.

Hildur

Sæunn said...

Takk Hildur mín, alltaf gott að vita hvað maður á góða ad :)
Gaman að heyra frá þér skvís :)