Tuesday, 21 October 2008

Áður en ég drukkna...

Þetta verður stutt blogg....vinnuálagið er gjörsamlega óendanlegt...

Fengum gestafyrirlesara í tíma í dag, Dr. Colin R. McClune, fyrrverandi Chairman of the Shell corporation í Suður Koreu...hann er hættur að vinna og er núna að eyða draumaárunum í að deila reynslu sinni með business nemendum. Verð að segja að þessi maður er alveg frábær, þæginlegt að hlusta á hann og gaman að fá raunveruleg dæmi úr atvinnulífinu sem sína hvernig multinational fyrirtæki vinna. Hann varð einmitt svolítið undarlegur á svipinn þegar hann sá að ég var frá Íslandi og sagði...."Það eru ekki margir sem halda upp á Ísland eða Íslendinga núna....ég átti einmitt tvo spariféreikninga í íslenskum bönkum....og hvar er sá peningur núna" svo fór hann að hlægja...þetta var nú allt meint í góðu hjá honum en sýnir klárlega hug sumra til Íslands um þessar mundir...!

Annars er flugið mitt heim um jólin komið á hreint...Icelandair mun bera allan kostnað af innanlandsflugi í Bretlandi, þ.e. frá Glasgow til London, ég flýg svo heim frá London til Reykjavíkur með Icelandair. Verð að segja að konan sem ég talaði við hjá Icelandair var virkilega hjálpsöm og þjónustulundin upp máluð. Það er örugglega mikið af tuðandi Íslendingum að hringja inn og kvarta og kveina yfir breyttri flugáætlun...

Frábæri tölvusíminn sem ég gerðist áskrifandi að hjá Símanum virkar ekki hérna í skólanum....Skólinn er ekki með opið portið sem þarf fyrir tölvusímann. Best að heyra í Símanum og segja upp áskriftinni....ætli Skype verði ekki notað í staðin...þarf að vinna í því að koma því upp...þannig að þeir sem vilja vera í "símasambandi" við mig endilega fáið ykkur headphones með microphone og þá getum við spjallað á Skype :)

Fyrst kynningin mín á morgun....þannig að stressið er aðeins farið að segja til sín....en áður en ég undirbý munnlegu kynninguna þarf ég að klára að vinna eins stefnumótun í öðruhópverkefni, lesa case og svara spurningum, lesa 3 kafla í Cross Cultural management, mæta í hópvinnuhitting kl 21:00 í kvöld...hehehe....þannig að það lítur út fyrir að ég byrji að undirbúa munnlegu kynninguna einhvern tíma í nótt...

...KAFFI ER BESTI VINUR MINN ÞESSA DAGANA...það versta við kaffi er að það blekkir mann hvað svengd varðar og stundum átta ég mig á því um kvöldmatarleytið að ég er bara búin að borða eina Kellogs skál í morgunmat og þamba kaffi yfir daginn og ekki fengið neina almennilega næringu...ekki eitthvað sem ég þarf...þarf að koma aðeins betri reglu á matarmálin svo maður verði ekki bara ruglaður af kaffidrykkju :)

Jæja, verð að þjóta...knús og kossar...later...

2 comments:

Anonymous said...

Það síðasta sem kæmi fyrir mig væri ef ég gleymdi að borða.....
Ekki séns, þar sem ég lifi fyrir mat og matmálstíma:)

Sæunn said...

Hahaha...það fyndna er að þegar ég var að vinna þá fannst mér ég alltaf vera svöng...en svo eru tímarnir í skólanum hérna á svo óeðlilegum tíma...t.d. er ég oft í tíma frá 10-14 og þá bara gleymist hádegismaturinn...en svo fattar maður allt í einu að maður er orðinn þvílíkt svangur þegar maður labbar heim úr skólanum um kvöldmatarleytið...hehe...en það kemst regla á þetta allt að lokum :)