Thursday, 30 April 2009
Branding Branding Branding...
Tuesday, 28 April 2009
Svínaflensan komin til Skotlands
Sunday, 26 April 2009
Kosningar og lestur
Saturday, 25 April 2009
Lokaritgerðarpælingar
***
Við hittumst 5 stelpur úr bekknum í gær til að ræða lokaritgerðarmál og elduðum okkur svo pizu saman í kvöldmatinn. Bragðaðist alveg frábærlega...spjölluðum svo auðvitað frameftir þangað til við vorum allar orðnar svo þreyttar að við ákváðum að slútta þessu og fara heim að sofa...klukkan var þó ekki nema 11 en það er alveg merkilegt hvað skólalífið og lærdómur getur gert mann þreyttan!
***
Sýnist þetta ætla að verða góður dagur í dag....þegar ég vaknaði í morgun var sólskyn og blíða..nú er bara að bíða eftir að hitastigið fari aðeins meira upp svo maður geti jafnvel lært eitthvað úti í sólinni í dag :)
Wednesday, 22 April 2009
Vedurblida
Vid Britta og Preeti forum svo i sma picnic i Glasgow Green eftir hadegid...keyptum teppi og komum vid a kaffihusi a leidinni til ad saekja okkur Latte og muffins til ad jappla a i solinni. Tetta var bara ljuft....naest er stefnan tekin a alvoru picnic tar sem vid verdum bunar ad baka og med heimalagadar veitingar...sjaum hvort vid eigum eftir ad standa vid tad :)
Friday, 17 April 2009
Apríl rúmlega hálfnaður
Wednesday, 15 April 2009
Síðasta hópverkefnið
Monday, 13 April 2009
Gleðilega páska
Á leiðinni í kirkjugarðinn sáum við þó fjögurra bíla árekstur sem endaði með því að bílstjóri bílsins sem átti orsökin að slysinu hljóp af vettvangi (sá sem var á svarta Polo-inum) og fleiti kallinn á myndinni hér að neðan sem er að tala í símann reyndi að hlaupa á eftir honum en aukakílóin vöfðust eitthvað fyrir honum þannig að hann rann til og flaug beint á andlitið...greyið kallinn!! Löggan kom svo á vettvang og í framhaldinu voru nokkrir lögreglubílar sendir um allt hverfið að leita af slysavaldinum sem hljóp í burtu og innan við 5min síðast var þyrla komin líka að sveima yfir!!! Þetta var bara eins og í bíómynd! Verst maður veit ekki endinn!! En klárlega frekar súr reynsla fyrir ökumenn hinna bílanna sem þurfa þá kannski að bera tjónið sjálfir!!!
Sunday, 12 April 2009
Páskahelgin
Annars er bara veðurblíða í Glasgow...eins og heima á Íslandinu...allavega í Reykjavík skilst mér :) Er að hugsa um að taka mér góða pásu og taka göngutúr um miðbæinn...ábyggilega fullt af fólki á ferli :)
Thursday, 9 April 2009
Búin að kjósa :)
Tuesday, 7 April 2009
SATC og Modelfitness
Sunday, 5 April 2009
Aðeins að róast í páskafríinu
Í gær elduðum við Britta og Preeti svo saman nepalskan rétt og spiluðum svo "mao-mao" fram eftir kvöldi...mjög svipað olsen-olsen. Gott að þurfa ekki að vera í stresskasti á hverjum degi...maður getur leyft sér að taka góðar pásur á daginn eða kvöldin.
***
Í morgun fórum við Britta svo í innkaupaleiðangur...löbbuðum í stóru Tesco sem er í svona 30min göngufæri frá íbúðinni minni. Vááááá hvað það var gaman að fara í þessa búð....þvílíka úrvalið enda er búðin risa stór!!! Við eyddum einum og hálfum klukkutíma inni í búðinni og ég nýtti tækifærið og keypti alls konar mat, snyrtivörur, bökunarvörur, nýbakað brauð...mmmm hvað það er gott og ýmislegt annað sem ég get ekki fengið í smærri búðunum sem eru í miðbæ Glasgow :)
***
Stefnan er svo tekin á að baka skúffukökuna hans Atla í vikunni...líklega miðvikudag eða fimmtudag...ég er samt búin að láta stelpurnar vita að það getur vel verið að kakan heppnis ekki eins vel hjá mér og hún gerði hjá Atla. En við ætlum að gera heiðarlega tilraun til þess :) Mmmm hvað það verður ljúft að fá heita köku og ískalda mjólk:)
Saturday, 4 April 2009
Einkunnaflóð
Friday, 3 April 2009
Kínverskan gekk vel...góður frídagur eftir prófið
Já svo voru mótorhjól út um allan bæ og ég yðaði alveg í kroppnum af tilhlökkun og eftirvæntingu af tilhugsuninni af California Superbike School í maí :)