Tuesday, 28 April 2009

Svínaflensan komin til Skotlands

Já, svínaflensan er komin til Brelands og fyrstu tvö tilfellin voru greind í Skotlandi!!! Já...á mínu svæði...ekki mjög spennandi að vita til þess. Breski heilbrigðisráðherran staðfesti þetta í fréttum í gærkvöldi og sagði að sjö aðrar manneskjur væru einnig undir eftirliti/meðferð þar sem þau voru í samskiptum við þá tvo sem hafa nú þegar greinst. Ég vona svo innilega...eins og allir aðrir...að þetta sé bara eitthvað stutt og tímabundið sem muni ekki verða að heimsfaraldri...Bresk flugfélög hafa þó samt starx gefið út viðvörun og beðið fólk að halda ferðalögum í lágmarki á meðan!!! Hérna er linkur á fréttina...
***
Annars er bara gott að frétta af mér...fór á Cafe Nero með Brittu í gær og ég fékk mér að sjálfsögðu Latte og bláberjamuffins....vá hvað þetta er orðið að hefð hjá mér! bara gaman að því...spurning hvort maður fari ekki bara í það að opna Cafe Nero á Íslandi eftir heimkomu svo ég geti nú haldið þessum sið áfram ;)
***
Fór í klippingu og litun í morgun....næææsss...gott að fá smá trítment og "lappa aðeins upp á lúkkið". Ég er nú svo íhaldsöm í hármálum að ég gerði engar breytingar...ég iðaði samt alveg í sætinu mig langaði svo að segja hárgreiðslukonunni að lita hárið á mér dökk-brúnt!!! I Know...langar að prófa eitthvað nýtt en ég held bara að ég sé ekki með rétta húðlitinn fyrir dökkt hár...en tækifærið væri svo sem núna að gera eitthvað crazy við hárið á sér...það sér það þá allavega enginn sem maður þekkir heima á Íslandi ef það kemur hræðilega út..hahaha...maður gæti þá bara látið "fixa" hárið áður en maður léti sjá sig á Íslandinu ;)
***
En annars er ég á leiðinni út í ferðatöskuleiðangur...jámm...þarf að kaupa mér tösku fyrir RyanAir flugið til London með Atla í Maí...þeir eru svo þvílíkt strangir á töskustærðum og kílóum...ef maður er með eitt kíló meira í t.d. handfarangri eða taskan er 1cm stærri en hámarksstærð á handfarangri þá þarf maður að tékka handfarangurinn inn með öðrum handfarangri....og það er ekki séns að fá að vera með meira en eina tösku í handfarangri...t.d. ef ég er með fartölvutösku þá má ég ekki líka vera með veski!!! Þvílíka fyrirtækið...en allavega, ég valdi þetta sjálf þannig að ég þarf að taka afleiðingunum...ætla a.m.k. að reyna að gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir vesen á flugvellinum...
...Bið að heilsa í bili...

No comments: