Já, ég fór að kjósa áðan, hitti ræðismanninn í Glasgow (eða hvaða titil hann svo sem ber) áðan til að kjósa. Hitti fjóra aðra Íslendinga sem voru að kjósa líka...skooo ég hef aldrei hitt svona marga Íslendinga í Glasgow ;) Allavega, sendi svo atkvæðið mitt með pósti heim til Íslands þannig að ég er búin að sinna mínum skyldum :)
***
Fór í ræktina áðan til heiðurs Mýu...hahaha...já hún og Atli lögðu af stað til Akureyrar í morgun enda er hún að fara að keppa í modelfitness á föstudag/laugardag. Bara ævintýri hjá henni, örugglega gaman að prófa eitthvað svona nýtt :)
***
Annars komu Britta, Moritz og Preeti í mat í gærkvöldi. Við elduðum okkur fylltar paprikur með nautahakksblöndu, lauk og fleira. Í eftirrétt bökuðum við svo víðfrægu skúffukökuna hans Atla...og mmmm hvað hún var sjúklega góð, borðuðum hana volga með alvöru eðal vanilluís frá Green&Black´s...bara gott :) Tókum líka nokkur handspil...veit reyndar ekki hvað spilið heitir en Britta kenndi okkur nýtt en það var allavega svaka spennandi ;)
No comments:
Post a Comment