Núna er ég byrjuð á fullu að velta fyrir mér og melta hvernig ég ætla að hafa lokartigerðina mína. Í næstu viku eru skil á einni blaðsíðu með hugmynd um hvað við viljum skrifa um og hverni rannsókn við ætlum að gera. Ég er búin að setja þetta niður á blað og núna er bara að byrja að skipuleggja hvernig maður ætlar að hagræða tímanum næstu fjóra mánuði :)
***
Við hittumst 5 stelpur úr bekknum í gær til að ræða lokaritgerðarmál og elduðum okkur svo pizu saman í kvöldmatinn. Bragðaðist alveg frábærlega...spjölluðum svo auðvitað frameftir þangað til við vorum allar orðnar svo þreyttar að við ákváðum að slútta þessu og fara heim að sofa...klukkan var þó ekki nema 11 en það er alveg merkilegt hvað skólalífið og lærdómur getur gert mann þreyttan!
***
Sýnist þetta ætla að verða góður dagur í dag....þegar ég vaknaði í morgun var sólskyn og blíða..nú er bara að bíða eftir að hitastigið fari aðeins meira upp svo maður geti jafnvel lært eitthvað úti í sólinni í dag :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment