Á leiðinni í kirkjugarðinn sáum við þó fjögurra bíla árekstur sem endaði með því að bílstjóri bílsins sem átti orsökin að slysinu hljóp af vettvangi (sá sem var á svarta Polo-inum) og fleiti kallinn á myndinni hér að neðan sem er að tala í símann reyndi að hlaupa á eftir honum en aukakílóin vöfðust eitthvað fyrir honum þannig að hann rann til og flaug beint á andlitið...greyið kallinn!! Löggan kom svo á vettvang og í framhaldinu voru nokkrir lögreglubílar sendir um allt hverfið að leita af slysavaldinum sem hljóp í burtu og innan við 5min síðast var þyrla komin líka að sveima yfir!!! Þetta var bara eins og í bíómynd! Verst maður veit ekki endinn!! En klárlega frekar súr reynsla fyrir ökumenn hinna bílanna sem þurfa þá kannski að bera tjónið sjálfir!!!
Monday, 13 April 2009
Gleðilega páska
Ég er heldur betur búin að njóta mín síðustu daga...páskahelgin búin að vera rosalega góð. Í gær opnaði ég að sjálfsögðu páskaeggið mitt sem Atli minn sendi mér um daginn, ekkert lítið egg...nei nei, eggið var númer 7!!! Ég náði auðvitað ekki að klára það...sem betur fer var maður nú ekki einu sinni að reyna það...ætli ég hefði ekki fengið vel í magann!!! haha...en eggið var allavega rosalega gott...og ég get notið þess næstu daga líka :)
***Í gærkvöldi fórum við fimm úr bekknum saman í bíó að sjá Fast & The Furious...mér fannst þetta bara góð mynd. Var búin að vera að heyra af fólki sem fílaði hana ekkert sérstaklega þannig að ég fór ekki með miklar væntingar á myndina...en kom bara nokkuð ánægð út og alveg að deyja því mig langaði svo að hjóla...þó svo það hafi bara sést tveir chopperar í 2 secondur í myndinni!!! En allavega, maður fékk svona "hraðafíkn" eftir að hafa séð myndina :) Kíktum svo á bar í nágrenninu og fengum okkur öllara eftir myndina. Voða næs að slappa aðeins af og spjalla.
***
Vaknaði svo í morgun með sólina í augun...bara ljúft :) fór út að skokka í Glasgow Green...jámm...er að reyna að koma þolinu í lag aftur...veit ekki alveg hversu vel það gengur en ég ætla allavega ekki að gefast upp strax :)
***
Ég hitti svo Preeti og Shivang síðdegis og við skoðuðum elst húsið í Glasgow sem var byggt rétt eftir 1470. Í framhaldinu löbbuðum við svo í gegnum kirkjugarðinn sem er alveg ótrúlega flottur. Alveg merkilegt hvað allir legsteinarnir eru risastórir og greinilega mikið lágt í að hafa þetta sem flottast og virðulegast.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment