Friday, 14 August 2009

Afmæli Afmæli...

Afmælisbarn dagsins hefur það bara fínt...ég er búin að fá fullt af afmæliskveðjum í dag...þykir alveg ótrúlega vænt um það :) Fyrripartur dagsins mun fara í lærdóm en seinniparturinn í afmælisfögnuð :)
***
Annar sit ég hérna inni í rignunni og skrifa abstract kaflann í ritgerðinni minn...þetta er allt að koma...go go go...vá hvað ég er ánægð að þetta er allt að skríða saman. Ég er búin að senda leiðbeinandanum mínum uppkast af allri ritgerðinni minni sem hann er að lesa yfir og gefur mér svo feedback í næstu viku. Hann hefur nú séð mest af því sem ég hef skrifað áður þannig að það ætti nú ekki að vera mikið þarna sem kemur honum á óvart eða þarfnast mikilla breytinga :)
***
Klukkan fimm ætlum við öll í náminu að hittast...þetta verður líklega síðasti hittingurinn okkar áður en allir fara heim til síns lands...svo komast auðvitað ekki allir í útskriftina í nóvember enda frekar dýrt fyrir marga að fljúgja frá Asíu til Skotlands....frekar skrítið að hugsa til þess að kveðja alla á eftir....þannig að þetta verður bitter-sweet hittingur!

2 comments:

Anonymous said...

Vonandi áttiru góðan afmælisdag Sæunn mín.

Vika í skil, alveg að verða búið!! Gangi þér mega vel á lokasprettinum.

bestu kveðjur
Hildur og bumbubúinn

Sæunn said...

Takk takk Hildur mín...ég átti stórfínan afmælisdag :)
Þú (og Mýa) klikka aldrei á commentunum...knús á þig skvís..hlakka til að sjá þig og bumbubúakúluna :)