Við komum um hádegisbilið og fengum þriggja rétta hádegisverð og fórum svo og skoðuðum okkur um. Náttúran þarna er mjög falleg, verst að veðrið var ekkert spes, rok og rigning (þannig að sólarmyndin hér að ofan af kastalanum er tekin af internetinu ;)
Um kaffileytið var svo haldinn fyrirlestur um hvernig ritgerðin okkar á að vera uppbyggð, hvers er ætlast til af okkur og fleira. Seinnipartinn spjölluðu svo allir saman og höfðu það kósí. Kvöldmaturinn var svo aftur þriggja rétta...þannig að okkur skorti ekki næringu þann daginn! Um kvöldið var svo haldið Ceilidh...sem eru skoskir dansar....og vá hvað það var gaman. Allir dönsuðu eins og vitleysinar, alveg frábært stemning. Hérna eru nokkrar myndir frá danstöktunum:
Hérna er svo eitt video sem ég tók...vona að þið getið skoðað það:
2 comments:
glæsilegt myndband, gastu ekki láti einhvern annan taka þetta upp, svo þú myndir sjást dansa þarna um eins og vitlaysingur
hahaha....nei sem betur fer eru ekki myndir af mér í sveiflunni...það hefði orðið of mikið aðhlátursefni ;)
Post a Comment