Getið þið trúað því...eitt fag að baki og ég þarf aldrei að hafa áhgyggjur af því aftur. Það kláraðist í dag með hópkynningu á verkefni um internet stefnur í fyrirtæki í New Zealand. Þetta var í rauninni ekki venjulegt fag því okkur var boðið að taka þetta fag aukalega til að bæta okkur í Skills Management. Fagið fólst aðallega í að kunna að leita að réttum og áreiðanlegum upplýsingum til að styðjast við og nota sem heimildir. Einnig var stór þáttur af námskeiðinu að læra að koma skilaboðum rétt frá sér, gera góðar og skilvirkar kynningar og koma fram fyrir hópi af fólki. Þetta var mjög praktíst....auðvitað er alltaf eitthvað af fólki sem nennir ekki að mæta á svona námskeið þar sem það fær ekki raunverulega einkunn fyrir þátttöku...en fyrir mér er þetta bara eitthvað sem maður græðir sjálfur á...maður er jú hérna til að reyna að bæta sig á sem flestan hátt :)
Næsta þriðjudag er svo skil á killer verkefni sem er búið að taka mesta tíma síðustu tvær vikurnar. Ég er ekkert smá stressuð fyrir það því kennarinn er fáránlega strangur og mjög gagnrýninn og í raun veit enginn nákvæmlega út á hvað verkefnið gengur...hehe...en svona er þetta...
Verð að þjóta...langaði bara að setja inn smá update um mig. Alltaf gaman að sjá afrakstur einhvers og klára lokaverkefni. Þá tekur eitthva nýtt og spennandi við :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Spennandi að fylgjast með þér, gangi þér rosalega vel áfram :)
Maren
Þú ert auðvitað að standa þig vel :) Enda ekki við öðru að búast.
Hvernig væri að bæta inn nokkrum myndum í albúmið!
Hjördís
Takk fyrir kveðjurnar stelpur...ég set vonandi inn myndir í kvöld...er með nokkrar nýjar myndir ;)
Til hamingjum með að vera búin með þetta.
Alltaf gaman þegar áfangi klárast, hvort sem hann er stór eða lítill :)
kv. Hildur Ýr
Post a Comment