Það var ákveðið á fimmtudeginum að þessi óvænta 3-4 daga heimsókn yrði um helgina. Þau lentu á föstudagskvöldinu og voru komin í íbúðina rétt um miðnætti. Auðvitað var ég með kaldan bjór í ísskápnum til að taka á móti sendinefndinni. Það voru miklir fagnaðarfundir og knús þegar þau loksins komu. Ég tók þá ákvörðun að kúpla mig nánast alveg út úr öllum lærdómi þessa helgi og lét hópinn minn vita að ég yrði frekar upptekin. Sem betur fer tóku þau vel í þetta enda voru einhver þeirra líka upptekin. Ákvörðun var því tekin að byrja aftur hópavinnu af fullum krafti á þriðjudaginn. Ég gat því heldur betur fengið útrás með Ester og Atla alla helgina.
Á laugardeginum löbbuðum við um allan bæinn og ég sýndi þeim helstu staðina sem ég hef verið á (internetkaffið, verslunargatan, Hostelið, River Clyde, Háskólan o.fl.). Við skönnuðum líka helstu veitingastaðina í hverfinu svo við vissum hvað væri í boði. Um kvöldið fórum við svo út að borða í Merchant Square sem er rétt við blokkina mína. Atli fékk sér nautasteik, Ester kjúklinga-Fahítas og ég risarækju-Fahítas. Svældum í okkur nokkrum bjórum og héldum svo af stað út á skemmtanalífið. Það er ekki annað hægt að segja en við höfum verið mjög dugleg að skanna næturlífið í bænum, ég man allavega eftir 5 stöðum sem við fengum okkur í glas á, allir með mismunandi ívafi, sumir með frekar ungu fólki, aðrir með eldra fólki og svo allt þar á milli.
Á sunnudeginum var sofið út og fengið sé góðan morgunmat, lágum í leti en dröttuðumst svo út rétt fyrir kaffi og fórum í smá göngutúr og keyptum headset fyrir tölvusímann minn. Þannig að á næstu dögum get ég farið að hringja í heimasíma á Íslandi og borgað nánast ekki neitt fyrir það. Það verður frábært, kominn tími til að heyra í all mörgum sem ég hef ekkert getað heyrt í síðan ég kom hingað út :)
Á sunnudagskvöldinu fórum við svo út að borða á Ítalskan veitingastað og fengum okkur pizzur og bjór (en ekki hvað hahaha). Spjölluðum mikið...þó sérstaklega um hina áhugaverðu viðskiptavinina sem sátu á næstu borðum á veitingastaðnum...hlóum frekar mikið...
Þegar við komum heim var svo spjallað og spjallað frameftir öllu kvöldi um allt milli himins og jarðar. Það bjargaði okkur alveg að ég á ekki sjónvarp né hef internet teningu í íbúðinni ennþá....ef við hefðum haft það þá hefðum við örugglega legið fyrir framan sjónvarpið og tölvuna allt kvöldið og ekki sagt orð við hvort annað.
Á mánudeginum fór ég svo í skólan um morguninn en var svo heppin að vera búin rétt eftir hádegi. Hitti þá Ester og Atla á internetkaffinu fræga þar sem ýmis áríðandi mál á Íslandi voru skönnuð og kláruð :) Um kaffileytið fórum við svo á T.G.I. Fridays og fengum okkur góðan mat og öllara. Fengum alveg frábæra þjónustu og fórum pakksödd áleiðis heim þar sem við lágum á meltunni í smá tíma. Það sem eftir var dags var snattast í ýmsum málum, farið út í búð, á internetkaffið, myndir úr ferðinni settar inn á tölvuna mína o.fl. Um kvöldið tókum við svo svakalega spilasession....spiluðum í marga klukkutíma og drukkum helling af bjór og átum endalaust af snakki og nammi. Algjör quality stund, eitthvað sem maður ætti að gera oftar :)
Á þriðjudagsmorgninum lögðu svo Ester og Atli af stað út á flugvöll, maður knúsaði þau eins og maður gat enda langt þangað til ég hitti þau næst. Ég bað þau sérstaklega að knúsa mömmu og pabba frá mér þegar þau kæmu heim :) Ég sendi Silla bró knús í gegnum bloggið :)
Þannig að í dag er ég aftur orðin ein í Glasgow, ótrúlega fyndið að vakna bara í tómri íbúð í morgun...það er bara svo gaman að hafa svona líf í kringum sig :) Þessi heimsókn var svo ólýsanlega skemmtileg að ég bara get ekki lýst því með orðum....Við gerðum bara nákvæmlega það sem okkur langaði til, ekkert stress og nutum þess svo innilega að vera saman og spjalla :)
Ég á eftir að lifa á þessari helgi ótrúlega lengi....takk takk takk fyrir komuna :)
6 comments:
Vá hvað þetta var yndisleg ferð!! Ég er alveg endurnærð, ekkert smá gott að koma út og fá að knúsa þig og sjá hvað þú ert að bralla.. upplifa þetta smá með þér.
Heimferðin gekk svo sem ágætlega, auðvitað var ég nöppuð með tvenn skæri í vopnaeftirlitinu.. og búið að taka af mér vasahnífinn hans Valdimar (Vissi ekki af honum!!) á leiðinni út... VÁ hvað maður getur verið kærulaus...
Æi ég hefði svo viljað vera með ykkur. Sakna þín ótrúlega mikið!
Já, snilldarhelgi...held það sé alveg á hreinu að Ester er komin á svartan lista hjá flugvöllunum yfir tilraunir til að smygla hnífum, skærum, vökvum og ýmsu óæskilegu milli landa :)
omg hvað ég hefði viljað vera þarna með ykkur öllum. Ef ég þekki mitt fólk rétt hefur þetta verið algjör snilld. Mér fannst þú samt eiginlega gleyma að nefna mig þarna í setningunni með Silla :):):) Ég sakna þín klikkað mikið músan mín. Er ekki búin að fara í ísbíltúr síðan þú fórst :( vonandi heyri ég í þér fljótlega mús.
Eva ***
Jæja segðu Eva mín, heldur betur kominn tími á að heyra í þér. En ég tek undir með ísbíltúra....hef ekki rekist á neinn girnilegan ís hérna...það verður allavega mjög ofarlega á heimkomulistanum mínum um jólin að taka ísara :)
Vá hvað þið eruð sætar systurnar :)
Þetta hefur verið frábært ferð. Hér er svo mikið krepputal að maður þorir ekki einu sinni að láta sig dreyma um utanlandsferð.
kv
Hildur ýr
Post a Comment