Wednesday, 29 October 2008

Happy Dwali

Var frekar lengi að ná mér niður í gær eftir kynninguna í Stefnumótun, var ekki alveg nógu ánægð með þetta...En það fór nú aðeins að létta yfir manni þegar leið á kvöldið og eftir að bókasafninu var lokað kl 22 fór ég og hitta nokkra krakka úr bekknum. Fengum okkur einn bjór og fengum útrás fyrir stefnumótun og verkefninu sem við vorum öll frekar óviss með niðurstöðuna á...í framhaldinu fórum við í heimsókn til Indverjana í bekknum okkar
***Happy Dwali***
Málið er að í gær var stærsta hátíð ársins hjá Indverjum (réttara sagt þeirra sem eru Hindu trúar)...hátíðin heitir Dwali og er eins og jólin fyrir okkur. Þannig að það var frekar skrítið fyrir þeim að vera í skólanum um daginn...svona eins og við værum í skólanum á aðfangadag!
Indverjarnir fóru allir í mosku/kirkju til að biðja um kvöldmatarleitið og svo er svaka matarveisla um kvöldið. Þau buðu okkur að koma í heimsókn og vildu endilega leyfa okkur að taka þátt í hátíðarhöldunum með þeim. Ég smakkaði nokkra indverska rétti, svakalega gott og bragðmikið. Sumt heldur sterkt fyrir minn smekk...en þau krydda matinn sinn mjög mikið. Ég stoppaði bara stutt en það var samt gaman að fá að upplifa þetta að hluta til með þeim...held að þau hafi samt fengið mest út úr því að segja okkur frá hátíðinni, leyfa okkur að smakka matinn og hafa félagsskap :)
Í dag byrjaði ég svo í nýju fagi í skólanum...International Business...sem er aðalfagið í öllu náminu. Þetta er langt námskeið sem gildi u.þ.b. 1/4 af lokaeinkunninni okkar í skólanum. Byrjar vel...með nóg af verkefnum...ég er viss um að maður lærir helling á þessu :)
jæja, best að byrja lesturinn...svo maður viti nú hvað eigi sér stað í tíma á morgun :)

1 comment:

Anonymous said...

Happy Dwali heheh :)
Gaman að fá að kynnast menningu annarra þjóða og víkka sjóndeildarhringinn :)

kv. Hildur