Friday, 31 October 2008

Helgarfrí...óþekkt fyrirbæri...

Þá er komin föstudagur...alveg ótrúlegt, finnst síðasta helgi nýliðin!!!
Þetta verður þó ekkert helgarfrí...í venjulegum skilningi...mikill lestur og hópavinna skipulögð um helgina...nóvember verður killer verkefnamánuður...hehehe...kannski ekkert nýtt!

Hafði hugsað mér að fara í bíó í kvöld með nokkrum stelpum í bekknum....ég hefði gott af því að dreyfa huganum aðeins og hugsa um eitthvað annað er Strategy, Cross cultrual management, Human resource management og búa til Business Plan :) Stefnan er tekin á "Burn After Reading" með George Clooney og Brad Pitt ef ég man rétt...

Var að komast að því í gær að jólafríið mitt verður nú ekki mikið frí...hmmm....það er ætlast til þess að við notum jólafríið okkar til að gera stórt hópverkefni, búa til Business plan sem við eigum að kynna í Janúar...gaman gaman...þannig að maður þarf að skipuleggja sig vel yfir hátíðarnar...best er þó að hópurinn sem ég er í í þessu fagi er frábær. Fengum nefninlega að velja sjálf hópa og þar af leiðandi ákváðum við að vera 6 saman í hóp sem erum öll mjög metnaðarfull og viljum gera okkar besta í náminu. Hópurinn hefur fengið nafnið "The Dream Team" hahaha...því við höldum því fram að við séum besti hópurinn!!! Svona erum við kokkí ;) En að öllu gríni slepptu þá erum við öll mjög áhugasöm þannig að vonandi kemur eitthvað gott út úr þeirri hópavinnu :)

Er allt að verða kreisí heima! maður les ekki annað í fréttunum en að það sé verið að segja upp fólki...alls staðar! Vona að allir sem lesa bloggið mitt séu ennþá með vinnuna sína....og haldi henni áfram. Lítur út fyrir að það verði bara kerti og spil í jólapökkum landsmanna þetta árið...allavega frá mér...fátæka námsmanninum...hehehe :)

3 comments:

Anonymous said...

Hlakka til að sjá þig um jólin :)

HDK

Anonymous said...

Það á bara að sleppa þessu jólastressi... finnst alveg nóg að gefa litlu börnunum gjafir, við fullorðna fólkið getum alveg án þeirra verið... það er allavega mín skoðun!
En allavega er ég enn með mína vinnu og er ekkert að fara að missa hana 7-9-13 :)

Sæunn said...

já það er alveg rétt...manni finnst allavega líklegt að fólk noti tækifærið um þessi jól til að minnka jólagjafainnkaup. Við Íslendingar erum auðvitað ekkert venjuleg þegar kemur að gjafakaupum.
Knús knús...