Tuesday, 28 October 2008

Kynningin búin

Var að enda við að klára kynninguna í Stefnumótun....gekk allt í lagi en fengum alveg hryllilegar spurningar frá kennaranum. Núna er bara að vona að hópurinn minn nái þessu fagi...50% fall, fjórir hópar af átta féllu í fyrra...þetta er enginn leikskóli...

Er búin að sofa frekar lítið síðustu daga...náði þó tveggja tíma svefn í nótt frá 4 til 6...hehe svo var bara farið upp í skóla að æfa kynninguna. Það er því alveg á hreinu að ég ætla að leggja mig í dag og fá mér stóran bjór til að slaka á áður en næsta hópverkefni byrjar á morgun :)

Ég er búin að fés-væðast!!! já já og meira að segja Atlimann líka :)
þetta er nú meiri tímaþjófurinn...það verða sko sett tímamörk hversu mikinn tíma ég má eyða í facebook á dag.

En ég ætla að fara að drífa mig heim og slappa af og reyna að hætta að hugsa um Strategy...þetta situr bara svo fast í hausnum á manni...

2 comments:

Anonymous said...

Nei Sæunn þessu trúi ég nú ekki uppá þig Facebook .... halló .

Hjördís

p.s þessi áfangi hefur örugglega gengið vel hjá þér :)

Sæunn said...

Takk Hjördís mín :) manni veitir ekki af hvatningu núna...eitthvað þokuský yfir hausnum á mér þessa dagana yfir þessum verkefnum...