Thursday, 9 October 2008

Skráning í skólan yfirstaðin


Þá er ég loksins búin að skrá mig formlega í skólan og námið. Eðlilega tók það nokkra daga fyrir peningafærsluna að eiga sig stað þannig að ég gat loksins klárað skráninguna mína í gær. Núna er ég þá komin með stúdentakort sem gefur manni aðgang að byggingum skólans t.d. bókasafninu og ég er líka komin með aðgang að interneti skólans. Tímar Internetkaffisins eru því búin, ég fagna því mjög...en ætli maður fari ekki þangað annað slagið í vetur til að fá sér Cafe Latte...bara svona minninganna vegna :)


Aðal fréttaefnið hér í Bretlandi/Glasgow er íslenska bankakerfið....kannski eðlilega. Allt að verða vitlaust yfir yfirlýsingum seðlabankastjóra og annarra embættismanna á Íslandi. Þetta er ýmist á forsíðum blaðanna hérna úti eða á fyrstu opnu. Svona líka glæsileg mynd af Landsbankanum í bankastræti á fyrstu opnu eins dagblaðsins hér í dag.
Þrátt fyrir þetta get ég eiginlega ekki annað sagt en að ég sé mjög fegin að vera stödd hérna í Glasgow í námi, ég get valið hvaða fréttir ég vil sjá og heyra og það eru ekki allir í kringum mann að tala um hvað ástandið sé hræðilegt - eins og mér skilst að sé eina umræðuefnið á vinnustöðum heima á Íslandi! Þó svo námið verði nú kannski eitthvað dýrar en ég gerði ráð fyrir í fyrstu...þá held ég að þetta sé bara ansi góður tími til að vera í námi - þegar það er svona mikil niðursveifla á Íslandi. Ég get rétt ímyndað mér hvað það eiga margir eftir að missa vinnuna á næstu vikum og mánuðum heima á Íslandi...


Eg fór á International Pub Night í gærkvöldi....maður verður jú að sýna lit og mingla...
Ein í bekknum tók þessa mynd af okkur...best að deila henni með ykkur


Miss Mexico, Nigeria, Germany and Iceland
Þessi frá Þýskalandi á einmitt kærasta í Þýskalandi og er þar af leiðandi í "Fjarbúð" eins og ég. Reyndar mun Atli koma til mín eftir nokkrar vikur en þau ætla að vera í fjarbúð allt námið. Þannig að ég tel mig nú bara nokkuð heppna :)
Annars er "killer" hópverkefni framundan. Við eigum að halda kynningu fyrir "forstjóra" fyrirtækis og sýna hvernig við myndum breyta og bæta stefnu og tilgang fyrirtækisins. Þetta verður ögrandi...mér sýnist á öllu að stelpurnar í hópnum (ég og ein frá Indlandi) munum vinna mestu vinnuna...karlmenn geta stundum verið svo óáreiðanlegir...hehehe....þannig er það greinilega í okkar hóp!



Ég er nú ekki búin að vera dugleg í myndatökunum en hérna eru nokkrar myndir af hverfinu mínu í Glasow. Ég er voða ánægð hérna, snyrtilegt og hreinlegt (þið ættuð að sjá sum hverfin héra), stutt í skólan og ódýrasta matvöruverslunin í næstu götu. Þannig að ég þarf aldrei að taka strætó eða leigubíl. Í hreinskilni sagt þá hef ég ekki sest upp í farartæki síðan ég kom hérna fyrir rétt tæpum mánuði....geri aðrir betur :)

Gatan inn að blokkinni minniBlokkin mínOg garðurinn í kring

Séð úr andyrinu út á götu

:) Inngangurinn að 125 Bell street :)

3 comments:

Anonymous said...

Það er rétt Sæunn mín byrja að mingla strax :) Annars hef ég nú fulla trú á því að Örninn græji þetta verkefni eins og ekkert sé. Eða réttara sagt eins og þér einni er lagið!

Segi eins og Fjóla að ég kíki hér inn daglega, spennandi að fylgjast með hvað þér gengur greinilega vel og ert sátt. Ennþá skemmtilegra þegar það fylgja myndir með :-)

En þú segir það nú alveg satt að þú mátt nú bara vera heppin að vera fjarri þessum fjölmiðla umræðum þessa dagana. Best að sleppa að kíkja á mbl. Þetta kemur allt í ljós!!

HDK

Anonymous said...

Æðislegt hverfi:) Voða snyrtilegt og krúttlegt eitthvað.
úff já, ég er að verða rugluð á ástandinu hérna, hef reyndar aldrei verið ánægðari að eiga ekki neitt:) Maður hefur allavega engu að tapa!

Anonymous said...

ah, þetta er Fjóla BTW;)