Wednesday, 17 December 2008
Síðasta blogg fyrir heimkomu...
Tuesday, 16 December 2008
Öll verkefni yfirstaðin fyrir jól
Saturday, 13 December 2008
Í Jólaskapi
Friday, 12 December 2008
Til hamingju með afmælið elsku Mamma :)
...Smá afmæliskveðja til elsku mömmu...knús knús yfir internetið :)
Annars var síðasta hópkynningarverkefnið fyrir jólafrí í dag...allt gekk bara vel. Ótrúlega góð tilfinning að vera búin með þetta. Núna er bara eitt Fjármálaverkefni eftir sem ég á að skila í lok næstu viku...gildir 100% af lokaeinkunn....heimapróf...en ég ætla að reyna að klára það á mánudag svo það sé frá og ég get eytt þriðjudag og miðvikudag í verslunarleiðangra. Það væri nú ljúft :)
Við fórum ca. 15 úr bekknum saman í bíó áðan að sjá nýja Bollywood mynd. Jebb, fyrsta Bollywood myndin sem ég fer á í bíó...ótrúlega gaman...fullt af söng og dönsum og hellingur af ást og rómantík...eins gott að Atlimann standi sig í rómantíkinni þegar ég kem heim yfir jólin...ég hef mjög miklar væntingar, sérstaklega eftir alla þessa rómantík í Bollywood myndinni...(smá hint Atli minn...hahahaha)
Kíkti svo aðeins á George Square áðan á leiðinni heim úr bíóinu...allt stemning þar...tónleikar og læti. Tók stutt video til að deila með ykkur. Gæðin ekkert sérstaklega góð enda búið að vera brjálað rok og leiðindaveður í dag....
Thursday, 11 December 2008
VIKA...ótrúlegt en satt :)
Monday, 8 December 2008
Aðeins 10 dagar
Annars er nú lítið að frétta....síðasta hópverkefnið fyrir jól á fullu þessa dagana...eins og þið hafið nú fengið að heyra nóg um :) Svo bara lokaverkefni í Finance og þá er þetta komið í bili...
...Stand by me, ooo stand by me...pls stand by me....when the night has come...æ þið vitið alveg hvaða lag þetta er :) fékk þetta lag sent á Facebook frá Báru frænku hans Atla í dag og það gjörsamlega Made My Day...yndislegt :)
Annars elska ég að hlusta á LéttBylgjuna...get hlustað á íslensk jólalög hvenær sem ég vil og komist í jólafílinginn í gegnum internetið áður en ég kem heim til Íslands :) Algjör snilld...ohhh hvað ég elska að vera í góðu jólaskapi :)
Friday, 5 December 2008
Ferð til Troon
Enduðum svo daginn á jólamarkaðnum í miðbæ Glasgow, fengum okkur þýskar pylsur með öllu :) Jólaskrautið auðvitað út um allt í bænum....Sem sagt alveg frábært dagur í alla staði...Britta er algjör perla :)
Britta bauð mér upp á þessar líka ljúffengu Bratwurst :)