Thursday, 11 December 2008

VIKA...ótrúlegt en satt :)

Allt að gerast...eftir nákvæmlega viku mun ég örugglega sitja í faðmi fjölskyldunnar og Atla í Mýrinni....hversu yndislegt verður það :)
***
Á morgun er kynningin mikla á Viðskiptahugmyndinni okkar og fyrirtækinu sem við ætlum að opna....í þetta skipti er ég ekki að kynna, verð að svara spurningum. Þannig að ég er tiltölulega afslöppuð í kvöld...alveg ótrúlegt en satt :) góð tilfinning :) Annars sakar ekki ef þið hugsið jákvætt til mín og hópsins míns í fyrramálið...allur stuðningur vel þeginn :)
***
Annað kvöld ætlar bekkurinn minn svo örugglega að hittast og fá okkur eitthvað gott að borða saman og gera okkur dagamun...búin að vera mikil keyrsla alla önnina...og á morgun er síðasti séns fyrir okkur að hittast öll áður en fólk flýgur til síns heima í jólafrí...
***
Ætla að hafa þetta stutt núna, best að drífa sig heim og fara aðeins yfir öll Financial Statement-in sem ég gerði fyrir Viðskiptahugmyndina. Eins gott að hafa allar tölur og mælikvarða alveg á hreinu þar sem ég og ein önnur stelpa munum sjá um að svara öllum spurningum tengdum þeim þar sem hinir í hópnum sáu ekkert um fjármálin í viðskiptahugmyndinni...ég verð liggur við orðinn fjármála eða Accounting gúrú eftir þetta verkefni...heldur betur vinna sem liggur að baki öllum þessum útreikningi :)

No comments: