Óóóó jááá...ég skilaði inn Fjármálaverkefninu í hádeginu og þar með voru öll verkefni fyrir jól yfirstaðin og formlegt jólafrí hafið. Það verður samt auðvitað ekkert almennilegt jólafrí fyrr en ég lendi heima á Íslandinu fagra eftir 2 daga!!!!
***
Ég fór því og fékk mér "jól í augun" í dag og labbaði um allan bæ og kíkti í búðir. Tilgangurinn var auðvitað að hefja jólagjafainnkaupin...en það er alveg á hreinu að það tekur mig smá tíma að komast í eyðslugírin...eða réttara sagt að finna hvað ég vil gefa fólki! Endaði sem sagt með því að ég kom heim rétt fyrir sex og ekki með einn einasta verslunarpoka í hönd!!! Alls ekki nógu góð frammistaða...en ég ætla að leggja höfuðið í bleyti í kvöld og reyna að rumpa þessum jólagjöfum af á morgun :)
***
Síðustu daga er ég búin að vera dugleg að hitta bekkjarfélagana áður en allir fara heim til sín fyrir jólin. Ég, Britta, Preeti, Archena og Michelle elduðum t.d. á sunnudaginn og á mánudaginn fórum við svo að skoða Glasgow University en byggingin er svakalega flott og gömul. Kíktum svo á George Square á jólastemninguna þar og skautasvellið. Læt fylgja nokkrar myndir...
No comments:
Post a Comment