...Silli bróðir og Mýa eiga afmæli í dag 1.desember....
***
Innilega til hamingju með daginn dúllurnar mínar...ohhh vildi að ég gæri knúsað ykkur í ræmur...þykir endalaust vænt um ykkur :)
*Njótið dagsins í botn*
Já, sem sagt kominn 1.desember...spáið í því!!! vá hvað tíminn líður...en samt líður hann ekki nógu hratt því það eru ennþá 17 dagar þangað til ég kem heim um jólin. Aldrei er maður nú ánægður hahaha...Ég held ég sé orðin obsessed á því að vera að koma heim yfir jólin. Það verður bara svo óendanlega gaman að hitta alla og ég er sko byrjuð að skrifa niður í dagbókina ýmsa hittinga sem eru planaðir. Eins gott að hafa skipulagið í lagi víst manni langar að hitta alla vinina og fjölskyldurnar :)
Fór í ræktina í dag...mmm...alveg frábært tilfinning...ég er að reyna að vinna í stressmálunum hjá mér...þetta gengur bara ekki lengur, ég er allt of stressuð og nú er kominn tími á að finna eitthvað jafnvægi í þetta lærdómsstúss. Þýðir ekkert að minnast þessa skólaárs fyrir ofurstress og vanlíðan..nei nei ég kom nú ekki hingað til þess! Nú hef ég tekið ákvörðun um að fara a.m.k. í ræktina annan hvern dag til að dreyfa huganum og fá smá útrás :) Svo eru matarboðin með nokkrum stelpum í bekknum orðið að föstum lið. Í kvöld ætlum við t.d. að hittast og elda saman og gera svo nokkur dæmi í Fjármálum. Virkar bara svo vel reikna dæmin í hóp og fá feedback á það sem maður gerir. Niðurstaðan verður bara betri fyrir vikið :)
Læt þettá duga í dag, þarf að halda áfram með mannauðsstjórnunarverkefnið mitt...vúhú :)
No comments:
Post a Comment