Thursday, 4 December 2008

Aðeins tvær vikur í Ísland

Já já eftir nákvæmlega tvær vikur verð ég í faðmi fjölskyldunnar og Atla míns heima á Íslandi....vívívíví..það verður æði :)
***
Er uppi í skóla núna að klára mannauðsstjórnunarverkefnið mitt með hópnum mínum. Skiladagur á morgun en við ætlum að skila verkefninu í kvöld því við erum alveg að verða búin....snilldin ein :) Ekkert stress og ekkert vesen :) Allir í hópnum búnir að standa sig vel...allavega eins vel og þeir geta og niðurstaðan er held ég bara ágæt. Verst þó að krakkarnir frá Indlandi, Afríku og Suður-Ameríku nota copy paste allt of mikið sem veldur auðvitað ritstuld. Þannig að ég og Britta erum í því að umorða allar setningar til að koma í veg fyrir að vera ásökuð um plagiarism sem er tekið mjög strangt á í skólanum. Verður að viðurkennast að krakkarnir frá Evrópu kunna mun betur að nota heimildir og vísa rétt í texta.
Allavega, þá erum við mun betur stödd en aðrir hópar sem sitja í stresskasti núna að reyna að klára verkefnin sín.
***
Á morgun verður tekinn "day off"...eða svona að mestu leyti...ætla allvega að leyfa mér að gera það sem ég vil...hahaha...allvega fara niður í bæ og fá smá jól í augun og svona :)

No comments: