Tíminn líður frekar hratt þessar vikurnar og mánuði...rétt tæplega þrjár vikur í að Atli kom út til Glasgow og 4 vikur í Mótorhjólaskólann í London á Brands Hatch brautinni. Þetta verður svo ótrúlega mikið ævintýri...verð samt að viðurkenna að ég er ótrúlega stressuð...sérstaklega þar sem ég verð á Yahama R6 2009 árgerð og ég hef aldrei sest upp á Yamaha á ævinni!!! þannig að ég á örugglega eftir að skjálfa á beinunum eins og kettlingur fyrstu hringina :) En að sama skapi er ég ótrúlega spennt...þetta fer klárlega í reynslubankann :)
***
Ég hitti leiðbeinandann minn í dag til að fara yfir ákveðin atriði fyrir lokaritgerðina mína. Ég skila síðasta hópverkefni vetrarins í næstu viku og þá er það bara lokaritgerðin sem á hug minn allan :)
***
Ég er með svo mikið "Sex and the City" æði núna að ég tríta sjálfa mig á hverju kvöldi með að horfa á 1-2 þætti. Verst ég er að verða búin með þá...þá klárlega að finna einhverja fleiri þætti til að verða húkt á :) Svo er ég líka með æði fyrir indverskum grænmetisrétt sem ég elda mér nánast á hverju einasta kvöldi!!! en ákvað núna í kvöld að það væri komið nóg í bili og eldaði með torellini í staðinn...fá smá jfölbreytileika í þetta...haha :)
4 comments:
vá þetta er sko fljótt að liða sæta mín! Hlakka svo til að fá þig heim til íslands þar sem ég get ekki heimsótt þig.
ú já, ef þú ert að verða búin með sex and the city þættina þá mæli ég með How I met your mother. Þeir eru alger snilld!!!!
hahaha..já get ekki beðið heldur.
En það eru allir að tala um þessa How I met you Mother þætti...ég þarf klárlega að komast inn i þá ;)
mæli með þeim líka. Svo eru lipstick jungle líka góðir, svona í anda sex and the city, en því miður þá voru bara framleiddir einhverjir 12-14 þættir :( Klárlega vonbrigði lífs míns
kv.
Hildur
Post a Comment