Tuesday, 7 April 2009

SATC og Modelfitness

Er að reyna að klöngrast í gegnum verkefni sem ég er ekki alveg viss hvernig á að gera...! Kennarinn gaf voðalega litlar leiðbeiningar og ég er búin að eyða endalaust miklum tíma að leita að heimildum á netinu sem ég er ekki svo viss um að séu gagnlegar! Nenni ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu verkefni núna...hugsa að ég reyni að klára sem mest í dag og á morgun...sjáum hvernig það gengur.
***
Er með æði fyrir Sex and the City þessa dagana...verðlauna sjálfa mig á hverju kvöldi með því að horfa á einn þátt....verst hvað þeir eru samt stuttir ;) tími samt ekki að horfa á tvo því þá verð ég svo fljótt búin að horfa á alla þættina..hahaha :)
***
Svo er ég svo ótrúlega stolt af Mýu...systur hans Atla...hún er að fara að taka þátt í Modelfitness næstu helgi á Akureyri. Hún er búin að ná alveg þvílíkum árangri...sá myndir af henni í gær sem ljósmyndari tók af henni...og vááá...hún er orðin ekkert smá flott :) Ég hefði svo þvílíkt verið til í að sjá hana keppa fyrir norðan næstu helgi...en Atli ætlar að fara með henni, öll familían og þjálfarinn þannig að hún verður með góðan stuðning :) Vona svo innilega að hún taki þetta...hef reyndar alveg full trú á að hún komi heim með bikarinn :) Get ekki beðið eftir að sjá myndirnar af mótinu eftir helgina :)

1 comment:

Mýa said...

ííííí takk fyrir stuðninginn Sæunn mín! Með það ekki ert smá hvað þú hvetur mig áfram :)

Love you too bits