Já ég er byrjuð að lesa eins og vitleysingur fyrir lokaritgerðina...hver dagur dýrmætur enda ekki langur tími til stefnu! Búin að setja niður tímaplan svo maður hafi hvatningu til að vera duglegur...sýnist það bara vera að virka vel :)
***
Skilaði inn Research Proposal í gær...hjúkk...þá er það búið og núna get ég einbeitt mér að fullu að lokariterðinni...þó þetta hafi nú verið hluti af henni líka. En alltaf gott að vita hvað styttist í lokin á þessu...aðeins tæplega þrír mánuðir þangað til ég skila inn endanlegri lokariterð :)
***
En það styttist nú líka í Íslandsförina...ekki nema þrjár vikur í að ég komi heim og hitti allt fólkið mitt...vá hvað það verður ljúft :) Allir dagar að bókast upp enda verður maður nú ekki lengi heima á Íslandi...en þá er bara um að gera að nýta tímann vel :)
***
Við fórum nokkur saman og leigðum okkur hjól á sunnudaginn og hjóluðum næstum 30 kílómetra. Þetta var voða gaman...nema hvað þau vildu alltaf hjóla hægt og taka endalaust af myndum þannig að við vorum alltaf að stoppa og taka pásur...mín hafði ekki mikla þolinmæði í það enda vildi ég nota tækifærið og fá smá "work-out" í leiðinni ;) En enga að síður skemmtilegur dagur :)
No comments:
Post a Comment