Monday, 4 May 2009

Atli kemur til Glasgow á morgun...

Get varla beðið lengur...Atli minn kemur til Glasgow á morgun og þá verður sko quality time hjá okkur. Við verðum nú reyndar bara saman í 9 daga, þar af 5 í Glasgow og svo fljúgum við til London næsta mánudag þar sem við förum í California Superbike School og eyðum svo tveimur dögum í miðborg Lundúnar í kósí fíling. Mamma og pabbi verða í London á sama tíma...vona nú að við getum hitt þau eitthvað og kannski farið með þeim út að borða eða gert eittvað sniðgt saman víst það vill svo heppilega til að við erum öll þarna á sama tíma. En eftir London flýgur Atli heim til Íslands og ég upp til Glasgow og mamma og pabbi koma daginn eftir til Glasgow líka þannig að stuðið heldur bara áfram í Glasgow :) Þetta verður góður mánuður :)
***
Annars fór ég út í rigninguna áðan..fór í Glasgow Green og andaði að mér fersku rigningarloftinu og kom svo rennblaut heim aftur. Það var bara ljúft...það er bara alltaf eitthvað svo yndislegt að fara út í riginguna þegar maður klæddur til þess og finna ferska loftið. Ég get þó ekki sagt að mér finnist riningin góð undir nokkrum öðrum kringumstæðum...hahaha..sérstaklega þegar maður er klæddur fínn og í háhæluðum skóm...nóbbb....þá talar maður ekki fallega til veðursins!!!
***
Annars gengur riterðarskipulagningin bara fínt, er komin vel á veg með uppkastið að "ritgerðar-uppástungunni" sem við eigum að skila rétt undir lok maí. Ætla að reyna að senda draft á kennarann í lok þessara viku til yfirlestrar og svo get ég klárað þetta eftir London ferðina :)
***
Fékk þvílíka tyggjó-craving í gærkvöldi en ég kláraði "íslenska" Extra tyggjóið mitt í síðustu viku. Ég stökk því út í búð í gærkvöldi og keypti fimm mismunandi tegundir af tyggjói en ekkert af því er eins gott og dökkgræna Extrað heima á klakanum...skil ekki af hverju er ekki hægt að fá það hér! Þannig að Atli var vinsamlegast beðinn að koma með tyggjókarton út til mín á morgun...jappla á hinu á meðan... :)

No comments: