Sunday, 3 May 2009

Nýr mánuður - Ný tækifæri

Þá er 1.maí/verklýðsdagurinn liðinn...fer ekki mikið fyrir honum hérna í Glasgow...enda eru Bretar svo sniðugir að færa alla frídaga ársins fram á næsta mánudag...þannig að í staðinn fyrir að vera í fríi í miðri viku þá færa þeir frídaginn fram á næsta mánudag. Reyndar vill það svo heppilega til fyrir Íslendinga þetta árið að 1.maí kemur upp á föstudegi þannig að þetta er búin að vera löng helgi hjá flestum :)
1.maí hefur svo sem ekki mikið að segja fyrir mig þetta árið...sit bara heima alla daga að ritgerðast, sama hvort það sé mánudagur, laugardagur, páskadagur eða verkalýðsdagur! En það er svo sem ágætt...maður ræður því a.m.k. sjálfur hvenær maður vill taka sér frí...sem ég ætla einmitt að gera seinnihluta næstu viku þegar Atli minn kemur til Glasgow og svo tökum við ferðalagið saman til London. Ég er BARA spennt :)
***
Sniglarnir voru með 1.maí keyrsluna sína í rigningunni heima á Íslandi. Atli fór að sjálfsögðu og vá hvað ég hefði viljað vera heima...þetta er einhvern vegin alltaf kick-startið á sumrinu að fara í 1.maí rúntinn (þó svo ég hafi nú bara farið tvisvar). Ég man bara að í fyrra var bongóblíða og æðislegt veður 1.maí...good memories :) Reyndar get ég huggað mig við það að þetta árið var rigning og ekkert spes veður þannig að kannski var ég ekki að missa af svo miklu ;)
***
Annars er búið að vera frekar ómerkilegt verður í Glasgow undanfarið...sólin lítið látið sjá sig...sem hvetur mann til að hanga heima að lesa og skrifa ;) Alltaf einhverjir jákvæðir punktar :) Reyndar lét sólin sjá sig í morgun...en fer í felur annað slagið
***
Ein í bekknum mínum var að trúlofa sig í páskafríinu og að því tilefni fórum við nokkrar skvísur út að borða á föstudagskvöldið. Við fórum má DiMaggio´s sem er ítalskur veitingastaður hérna í miðbænum. Ég fékk mér lax í sweet-chilli sósu með ekta kartöflumús og steiktum lauk...nammmmiii hvað það var gott. Við vorum svo saddar eftir matinn að við ákváðum að fara í smá göngutúr um bæinn og ca. klukkustund seinna fórum við á kaffihús og fengum okkur desert. Ég fékk mér heita hollenska þykka vöfflu með bönunum, karamellu- og súkkulaðisósu og vanilluís...þetta var bara einum of gott...fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina :)

2 comments:

Mýa said...

Sæunn... einum of girnileg lýsingin á matnum þarna... vafflan.... sjæææse mmmm

Sæunn said...

I know...ég er enn að hugsa um hana :) Bara sælgæti...