Thursday, 28 May 2009

Sumarið er tíminn

Farið að hlýna aðeins meira í Glasgow sýnist mér...í dag var alskýjað en samt var ég bara á stuttermabolnum úti...ætli það hafi ekki verið svona 18 stiga hiti og logn. Á morgun og um helgina er svo spáð sól, heiðskýrt, logn og 22-25 stiga hiti. Næææsss...þá ætla ég að fara í Glasgow Green með heimildirnar mínar og lesa í sólinni og taka ferska ávexti með mér...nammi :) Það er líka eins gott að þessi veðurspá verði að veruleika :)
***
Kíkti á Cafe Nero í dag með Brittu og Michelle...muffa og Latte...maður þarf nú ekki að taka það fram lengur...hehe...voða ljúft...vorum að ræða um ritgerðarskrifin og heimildarvinnuna og álagið sem er framundan og hvernig við ætlum að reyna að komast hjá því að missa vitið!!! Verður gaman að sjá hvernig næstu vikur þróast :)

No comments: