Tuesday, 2 December 2008

Gleðifréttir

Gleðifréttir Gleðifréttir Gleðifréttir...ég verð lengur heima um jólin en ég hafði planað upphaflega...vívívíví...í stað þess að fljúga út til Glasgow 30. desember eins og ég hafði bókað mun ég fljúga aftur út sunnudaginn 4.janúar. Þetta er algjört æði, verður yndislegt að geta eytt áramótunum með fjölskyldunni og Atla...ég get bara ekki líst því með orðum hvað ég er ánægð með þetta. Ég þarf svo innilega á þessu að halda...þó svo ég verði nú að læra á daginn um jólin þá get ég allavega verið í kringum þá sem mér þykir vænst um og slappað af og notið mín á kvöldin. Heldur betur kominn tími á að endurhlaða batteríin....
Annars gengur bara ágætlega með HRM hópverkefnið mitt. Allir að standa sig í stykkinu og það lítur út fyrir að "handritið" verði nokkurn vegin tilbúið á morgun en skiladagur er á föstudaginn. Ég ætla svo innilega að vona að það koma ekki upp eitthvað óvænt rétt undir lokin. Væri nú gaman að geta klárað eitt verkefni án þess að vera í stresskasti :)

2 comments:

Anonymous said...

Hlakka til að fá þig heim skvís :)

kv. Hildur Ýr

Sæunn said...

Ohhh jááá ég hlakka líka svo þvílíkt til að hitta ykkur skvísurnar og fá update af öllu slúðrinu sem ég hef misst af síðustu mánuði...hahaha :)